Saka Bandaríkin um að auka spennu í Austur-Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2022 15:15 Dmitry Peskov, talsmaður forseta Rússlands, er hér til vinstri. Við hlið hans er Sergey Lavrov, utanríkisráðherra, og til hægri er Vladimír Pútin, forseti. EPA/SERGEI CHIRIKOV Ráðamenn í Rússlandi segjast fylgjast náið með og hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn hafi sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna Úkraínu-krísunnar. Rússar segjast ekki ætla að gera innrás í Úkraínu en segjast geta framkvæmt ótilgreindar hernaðaraðgerðir verði ekki orðið við kröfum þeirra. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði í dag Bandaríkin um að auka spennu vegna Úkraínu, samkvæmt frétt Reuters. Rússar hafa oft sagt að spennan sé til komin vegna Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins en ekki vegna þess að Rússar hafa komið tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum. Sjá einnig: Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Rússar hafa flutt um hundrað þúsund hermenn að landamærum Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þeim kröfum. Tilkynntu var í gær að hersveitir yrðu settar í viðbragðsstöðu og fleiri herskip og orrustuþotur yrðu sendar til aðildarríkja í Austur-Evrópu. Í Rússlandi er beðið eftir skriflegum svörum við kröfum þeirra. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskov að ríkisstjórn Pútíns bíði enn eftir svörum. Næstu skref í deilunni verði ekki ákveðin fyrr en þau hafi borist og búið að fara yfir þau. Eftir að svörin berast stendur til að halda annan fund milli Antony Blinken og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. Eiga ekki von á innrás á næstu dögum Pólitískir leiðtogar Úkraínu sögðu í dag að þeir ekki eki von á innrás á næstu dögum. Þeir hafa þó sagt að ógnin sé raunveruleg. Oleksii Raznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði á þingi í dag að rússneskir hermenn hefðu ekki myndað þær fylkingar sem þeir myndu gera í aðdraganda innrásar. Fólk ætti ekki að missa svefn yfir mögulegri innrás, né pakka í töskur. Sjá einnig: Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar slegið á svipaða strengi og sagt yfirvöld hafa stjórn á ástandinu. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24 Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. 24. janúar 2022 06:45 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði í dag Bandaríkin um að auka spennu vegna Úkraínu, samkvæmt frétt Reuters. Rússar hafa oft sagt að spennan sé til komin vegna Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins en ekki vegna þess að Rússar hafa komið tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum. Sjá einnig: Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Rússar hafa flutt um hundrað þúsund hermenn að landamærum Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þeim kröfum. Tilkynntu var í gær að hersveitir yrðu settar í viðbragðsstöðu og fleiri herskip og orrustuþotur yrðu sendar til aðildarríkja í Austur-Evrópu. Í Rússlandi er beðið eftir skriflegum svörum við kröfum þeirra. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskov að ríkisstjórn Pútíns bíði enn eftir svörum. Næstu skref í deilunni verði ekki ákveðin fyrr en þau hafi borist og búið að fara yfir þau. Eftir að svörin berast stendur til að halda annan fund milli Antony Blinken og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. Eiga ekki von á innrás á næstu dögum Pólitískir leiðtogar Úkraínu sögðu í dag að þeir ekki eki von á innrás á næstu dögum. Þeir hafa þó sagt að ógnin sé raunveruleg. Oleksii Raznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði á þingi í dag að rússneskir hermenn hefðu ekki myndað þær fylkingar sem þeir myndu gera í aðdraganda innrásar. Fólk ætti ekki að missa svefn yfir mögulegri innrás, né pakka í töskur. Sjá einnig: Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar slegið á svipaða strengi og sagt yfirvöld hafa stjórn á ástandinu. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin.
Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24 Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. 24. janúar 2022 06:45 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24
Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. 24. janúar 2022 06:45