Formanni VG í Reykjavík finnst áform um landfyllingu galin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. janúar 2022 21:45 Elín Björk er formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. vísir/egill Formaður Vinstri grænna í Reykjavík leggst harðlega gegn áformum meirihlutans í borginni um að gera landfyllingu í náttúrulega fjöru í Skerjafirði. Þetta fari gegn náttúruverndaráherslum flokksins. Landfyllingin yrði annar áfangi í áformum meirihlutans í borginni um hinn svokallaða Nýja-Skerjafjörð, þar sem á að koma fyrir 1.300 nýjum íbúðum. Hluti þeirra á að rísa á landfyllingunni en sú framkvæmd er nú í skipulags- og umsagnaferli. Göngustígurinn með fram fjörunni er flestum íbúum Skerjafjarðar vel kunnur.vísir/egill Náttúruverndarsinnar eru ekki hrifnir af þessu enda segir í frummatsskýrslu um framkvæmdina að hún muni hafa neikvæð áhrif á allt lífkerfi svæðisins. „Mér finnst alveg galið að ætla að fylla upp í náttúrulega fjöru sem nýtur mikillar verndar fyrir í raun og veru lítinn hluta íbúða í þessu nýja hverfi,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. Á þessari mynd sést grálitað hvar landfyllingin á að koma við hlið Reykjavíkurflugvallar: Hér sést fyrirhugað framkvæmdasvæðið afmarkað innan gulrar punktalínu. Gráa svæðið er landfyllingin en við hana á að reyna að endurskapa strönd með svipuðu lífkerfi og finnst nú í fjörunni. Ströndin er ein af fáum á höfuðborgarsvæðinu sem eru ósnert og er lífríki hennar í raun einstakt. Þar finnst svokallað klóþangsklungur, sem gerir svæðið að ríkulli matarkistu fyrir fugla. VG stendur alltaf með náttúrunni En hvað finnst Elínu um að hennar flokkur sem stendur fyrir náttúruvernd sé í meirihluta sem talar fyrir framkvæmdinni? „Ja, ég er auðvitað ekki í borginni sjálf en VG auðvitað stendur alltaf með náttúrunni. Það er bara einn borgarfulltrúi frá VG núna, við þurfum að bæta við okkur til að hafa meira að segja um þessi mál,“ segir Elín Björk. Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, og íbúi í Skerjafirði.vísir/egill „Ég held það sé bara mjög erfitt að halda þessu á lofti miðað við alla hina því það er auðvitað kannski bara ekki meirihluti fyrir náttúruvernd í núverandi meirihluta. Eða ég veit það ekki...“ heldur hún áfram. Standa víða vörð um náttúruleg kerfi Eini borgarfulltrúi Vinstri grænna segist hafa fullan skilning á þessum sjónarmiðum. „Þetta eru stóru viðfangsefnin okkar, það eru loftslagsbreytingar af mannavöldum og þá þurfum við að standa vörð um náttúrukerfi svo sannarlega. Og það erum við að gera á mörgum öðrum stöðum í borginni,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.vísir/egill Ef landfyllingin verður að raunveruleika verður þar reynt að koma á svipaðri strandlengju til að lífkerfið nái sér aftur með tíð og tíma. „Og ég er sannfærð um að við getum látið þetta spila allt saman; náttúruvernd, umhverfismál, borg sem stækkar og sjálfbær hverfi,“ segir Líf, sem telur flokkinn sannarlega ekki hafa tapað gildum sínum í borginni. Hann hafi meðal annars staðið fyrir gríðarmiklum friðlýsingum á ýmsum ósnertum svæðum á síðustu misserum. Umhverfismál Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01 Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Landfyllingin yrði annar áfangi í áformum meirihlutans í borginni um hinn svokallaða Nýja-Skerjafjörð, þar sem á að koma fyrir 1.300 nýjum íbúðum. Hluti þeirra á að rísa á landfyllingunni en sú framkvæmd er nú í skipulags- og umsagnaferli. Göngustígurinn með fram fjörunni er flestum íbúum Skerjafjarðar vel kunnur.vísir/egill Náttúruverndarsinnar eru ekki hrifnir af þessu enda segir í frummatsskýrslu um framkvæmdina að hún muni hafa neikvæð áhrif á allt lífkerfi svæðisins. „Mér finnst alveg galið að ætla að fylla upp í náttúrulega fjöru sem nýtur mikillar verndar fyrir í raun og veru lítinn hluta íbúða í þessu nýja hverfi,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. Á þessari mynd sést grálitað hvar landfyllingin á að koma við hlið Reykjavíkurflugvallar: Hér sést fyrirhugað framkvæmdasvæðið afmarkað innan gulrar punktalínu. Gráa svæðið er landfyllingin en við hana á að reyna að endurskapa strönd með svipuðu lífkerfi og finnst nú í fjörunni. Ströndin er ein af fáum á höfuðborgarsvæðinu sem eru ósnert og er lífríki hennar í raun einstakt. Þar finnst svokallað klóþangsklungur, sem gerir svæðið að ríkulli matarkistu fyrir fugla. VG stendur alltaf með náttúrunni En hvað finnst Elínu um að hennar flokkur sem stendur fyrir náttúruvernd sé í meirihluta sem talar fyrir framkvæmdinni? „Ja, ég er auðvitað ekki í borginni sjálf en VG auðvitað stendur alltaf með náttúrunni. Það er bara einn borgarfulltrúi frá VG núna, við þurfum að bæta við okkur til að hafa meira að segja um þessi mál,“ segir Elín Björk. Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, og íbúi í Skerjafirði.vísir/egill „Ég held það sé bara mjög erfitt að halda þessu á lofti miðað við alla hina því það er auðvitað kannski bara ekki meirihluti fyrir náttúruvernd í núverandi meirihluta. Eða ég veit það ekki...“ heldur hún áfram. Standa víða vörð um náttúruleg kerfi Eini borgarfulltrúi Vinstri grænna segist hafa fullan skilning á þessum sjónarmiðum. „Þetta eru stóru viðfangsefnin okkar, það eru loftslagsbreytingar af mannavöldum og þá þurfum við að standa vörð um náttúrukerfi svo sannarlega. Og það erum við að gera á mörgum öðrum stöðum í borginni,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.vísir/egill Ef landfyllingin verður að raunveruleika verður þar reynt að koma á svipaðri strandlengju til að lífkerfið nái sér aftur með tíð og tíma. „Og ég er sannfærð um að við getum látið þetta spila allt saman; náttúruvernd, umhverfismál, borg sem stækkar og sjálfbær hverfi,“ segir Líf, sem telur flokkinn sannarlega ekki hafa tapað gildum sínum í borginni. Hann hafi meðal annars staðið fyrir gríðarmiklum friðlýsingum á ýmsum ósnertum svæðum á síðustu misserum.
Umhverfismál Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01 Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01
Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56