Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 10:32 Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, í leiknum á móti Íslandi á EM. Getty/Jure Erzen Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. Landsliðsþjálfari Dana er heldur ekki búinn að gleyma því sem gerðist í lokaumferð riðlakeppni síðasta Evrópumóts þegar danska landsliðið sat eftir í riðlinum eftir að Ísland tapaði lokaleik sínum. Nikolaj Jacobsen ætlar að hvíla lykilmenn sína í dag en Danir eru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkland og Ísland berjast um hitt sætið. Nikolaj Jacobsen: Jeg skylder ikke Island noget https://t.co/54zvf9gVrO pic.twitter.com/LizvhYTa3C— JP Sport (@sportenJP) January 25, 2022 Vinni Ísland leik sinn á móti Svartfjallalandi þá þurfa þeir danskan sigur á móti Frökkum til að komast í undanúrslitin á kostnað franska liðsins. „Ég skulda Íslandi ekki neitt og Íslands skuldar mér ekkert heldur. Það voru engin leiðindarskot frá okkar liði þegar við duttum út árið 2020,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Hann er þar að vísa í EM 2020 þegar Ísland var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal 31-30 sigur á Dönum. Danir þurftu á íslenskum sigri að halda í lokaleiknum á móti Ungverjum en íslenska liðið var komið áfram. Eftir að íslenska liðið tapaði 18-24 á móti Ungverjum eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik þá áttu Danir ekki lengur möguleika á því að komast áfram. Jacobsen finnur því ekki til með íslenska liðinu núna. „Svona er þetta bara. Íslendingar komu sér sjálfir í þessa stöðu. Það er auðvitað synd fyrir þá að við þurfum að horfa lengra fram á veginn,“ sagði Jacobsen. „Ég get samt lofað Íslandi því að allir þeir sextán leikmenn sem ég mun nota í leiknum munu gera allt sitt til þess að vinna leikinn,“ sagði Jacobsen. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Landsliðsþjálfari Dana er heldur ekki búinn að gleyma því sem gerðist í lokaumferð riðlakeppni síðasta Evrópumóts þegar danska landsliðið sat eftir í riðlinum eftir að Ísland tapaði lokaleik sínum. Nikolaj Jacobsen ætlar að hvíla lykilmenn sína í dag en Danir eru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkland og Ísland berjast um hitt sætið. Nikolaj Jacobsen: Jeg skylder ikke Island noget https://t.co/54zvf9gVrO pic.twitter.com/LizvhYTa3C— JP Sport (@sportenJP) January 25, 2022 Vinni Ísland leik sinn á móti Svartfjallalandi þá þurfa þeir danskan sigur á móti Frökkum til að komast í undanúrslitin á kostnað franska liðsins. „Ég skulda Íslandi ekki neitt og Íslands skuldar mér ekkert heldur. Það voru engin leiðindarskot frá okkar liði þegar við duttum út árið 2020,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Hann er þar að vísa í EM 2020 þegar Ísland var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal 31-30 sigur á Dönum. Danir þurftu á íslenskum sigri að halda í lokaleiknum á móti Ungverjum en íslenska liðið var komið áfram. Eftir að íslenska liðið tapaði 18-24 á móti Ungverjum eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik þá áttu Danir ekki lengur möguleika á því að komast áfram. Jacobsen finnur því ekki til með íslenska liðinu núna. „Svona er þetta bara. Íslendingar komu sér sjálfir í þessa stöðu. Það er auðvitað synd fyrir þá að við þurfum að horfa lengra fram á veginn,“ sagði Jacobsen. „Ég get samt lofað Íslandi því að allir þeir sextán leikmenn sem ég mun nota í leiknum munu gera allt sitt til þess að vinna leikinn,“ sagði Jacobsen.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti