Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - ÍBV 26-34 | Gestirnir fara með stigin heim til Eyja Dagur Lárusson skrifar 26. janúar 2022 19:20 Það var hart barist. Vísir/Hulda Margrét ÍBV fór með sigur af hólmi gegn Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta en lokatölur voru 34-26. Fyrir leikinn í kvöld var Afturelding í neðsta sæti deildarinnar, ennþá án stiga á meðan ÍBV var í sjötta sætinu með átta stig. Marija Jovanovic starir vörn Aftureldingar niður.Vísir/Hulda Margrét Það var Afturelding sem byrjaði leikinn betur en Guðmundur Helgi, þjálfari liðsins, ákvað að spila með sjö útileikmenn og hvíla markmann sinn í sóknum liðsins líkt og hann gerði í síðasta leik. Þessi uppstilling virkaði nokkuð vel fyrstu mínútur leiksins og komst Afturelding í þriggja marka forystu. Þegar líða fór á hálfleikinn byrjaði ÍBV hins vegar að taka völdin á vellinum og þegar flautað var til hálfleiksins var staðan orðin 12-18. Hingað og ekki lengra.Vísir/Hulda Margrét Í seinni hálfleiknum átti Afturelding góðan kafla þar sem munurinn á liðunum var komin niður í þrjú mörk, en líkt og í fyrri hálfleiknum átti það eftir að fjara út og ÍBV vann að lokum öruggan sigur, 26-34. Markahæstar í liði ÍBV voru þeir Harpa Valey með níu mörk og Marija með sjö en í liði Aftureldingar var það Sylvía Björt Blöndal sem var markahæst með sjö mörk. Sylvía Björt lætur vaða að marki.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann ÍBV? Þegar líða fór á leikinn sást greinilega munurinn á liðunum. Eins og Guðmundur, þjálfari Aftureldingar sagði í viðtali eftir leik, að þá er ÍBV einfaldlega betra og reyndara handboltalið og það sást í þessum leik. Hverjar stóðu upp úr? Harpa Valey sýndi það í kvöld hvers vegna hún er í landsliðinu en hún skoraði níu mörk og var algjörlega stórkostleg. Svo voru þær Sunna Jónsdóttir og Marija einnig báðar mjög flottar sóknarlega og varnarlega Sunna fór mikinn í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hvað fór illa? Þó svo að plan Guðmundur með það að hafa sjö útileikmenn í sóknum sínum hafi virkað fyrstu mínúturnar þá sýndi það sig þegar líða fór á leikinn að það er heldur erfitt að spila svona, sérstaklega gegn liði eins og ÍBV sem er með markmann eins og Mörtu sem getur léttilega kastað yfir allan völlinn og hittir yfirleitt á markið. Hvað gerist næst? Næsti leikur Aftureldingar er gegn HK í Kórnum á laugardaginn á meðan ÍBV fer og heimsækir topplið Fram sama dag. ÍBV einfaldlega betra lið Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Hulda Margrét „Það sem ég hef að segja eftir þennan leik er það að ÍBV er einfaldlega betra og reynslumeira lið heldur en Afturelding,“byrjaði Guðmundur að segja eftir leik. „Mér fannst við spila vel á köflum og ég er ótrúlega stoltur af stelpunum, þær gáfu sig allar í þetta og það sást langa leið,“ hélt Guðmundur áfram. Guðmundur Helgi spilaði með sjö útileikmenn á köflum í leiknum og vildi hann meina að það væri vegna þess að lið hans þyrfi á aðstoð að halda í sóknarleiknum „Við þurfum að gera eitthvað öðruvísi eins og sést kannski þegar maður lítur á töfluna og þetta er eitthvað sem ég er núna búinn að prófa síðustu tvo leiki og mér finnst þetta veita okkur ákveðna hjálp sem við þurfum á að halda.“ „Við erum með mjög ungar stelpur og stelpur sem eru ekki jafn þungar og stórar og margar aðrar stelpur í öðrum liðum og þetta er þess vegna eitthvað sem við viljum prófa áfram.“ Ánægður með það að ná loksins að tengja saman þrjá sigurleiki í röð Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét „Ég mjög ánægður með þennan leik og líka ánægður með það að ná loksins að tengja saman þrjá sigurleiki í röð,“ byrjaði Sigurður á að segja eftir leik. Sigurður vildi meina að liðið hans hefði getað spilað betur þrátt fyrir stóran sigur. „Þetta var erfitt og spilamennskan var ekkert frábær endilega en sovna handbolti býður kannski svolítið upp á það,” en þá er Sigurður að tala um uppstillingu Aftureldingar í leiknum. „Mér finnst flott hjá Gumma að gera þetta þar sem lið hans er auðvitað með núll stig í töflunni. Hann er með ákveðna eiginleika í þessu liði sem gerir það að verkum að hann getur prófað svona, tvo góða línumenn og síðan einhverja skotföstustu leikmenn í deildinni í skyttustöðunum,“ hélt Sigurður áfram. ÍBV er nú komið með tíu stig í deildinni og á ennþá leiki til góða á flest liðin fyrir ofan sig en Sigurður vill að liðið sitt stefni hátt. „Við stefnum á að vinna allt sem við getum, kannski er fyrsta sætið í deildinni of langsótt en við ætlum okkur alla leið og við sjáum hvernig það fer. En það sem mestu máli skiptir er að það komi þjóðhátíð,” sagði Sigurður að lokum kampakátur. Kampakátur Sigurður.Vísir/Hulda Margrét Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Afturelding ÍBV
ÍBV fór með sigur af hólmi gegn Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta en lokatölur voru 34-26. Fyrir leikinn í kvöld var Afturelding í neðsta sæti deildarinnar, ennþá án stiga á meðan ÍBV var í sjötta sætinu með átta stig. Marija Jovanovic starir vörn Aftureldingar niður.Vísir/Hulda Margrét Það var Afturelding sem byrjaði leikinn betur en Guðmundur Helgi, þjálfari liðsins, ákvað að spila með sjö útileikmenn og hvíla markmann sinn í sóknum liðsins líkt og hann gerði í síðasta leik. Þessi uppstilling virkaði nokkuð vel fyrstu mínútur leiksins og komst Afturelding í þriggja marka forystu. Þegar líða fór á hálfleikinn byrjaði ÍBV hins vegar að taka völdin á vellinum og þegar flautað var til hálfleiksins var staðan orðin 12-18. Hingað og ekki lengra.Vísir/Hulda Margrét Í seinni hálfleiknum átti Afturelding góðan kafla þar sem munurinn á liðunum var komin niður í þrjú mörk, en líkt og í fyrri hálfleiknum átti það eftir að fjara út og ÍBV vann að lokum öruggan sigur, 26-34. Markahæstar í liði ÍBV voru þeir Harpa Valey með níu mörk og Marija með sjö en í liði Aftureldingar var það Sylvía Björt Blöndal sem var markahæst með sjö mörk. Sylvía Björt lætur vaða að marki.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann ÍBV? Þegar líða fór á leikinn sást greinilega munurinn á liðunum. Eins og Guðmundur, þjálfari Aftureldingar sagði í viðtali eftir leik, að þá er ÍBV einfaldlega betra og reyndara handboltalið og það sást í þessum leik. Hverjar stóðu upp úr? Harpa Valey sýndi það í kvöld hvers vegna hún er í landsliðinu en hún skoraði níu mörk og var algjörlega stórkostleg. Svo voru þær Sunna Jónsdóttir og Marija einnig báðar mjög flottar sóknarlega og varnarlega Sunna fór mikinn í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hvað fór illa? Þó svo að plan Guðmundur með það að hafa sjö útileikmenn í sóknum sínum hafi virkað fyrstu mínúturnar þá sýndi það sig þegar líða fór á leikinn að það er heldur erfitt að spila svona, sérstaklega gegn liði eins og ÍBV sem er með markmann eins og Mörtu sem getur léttilega kastað yfir allan völlinn og hittir yfirleitt á markið. Hvað gerist næst? Næsti leikur Aftureldingar er gegn HK í Kórnum á laugardaginn á meðan ÍBV fer og heimsækir topplið Fram sama dag. ÍBV einfaldlega betra lið Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Hulda Margrét „Það sem ég hef að segja eftir þennan leik er það að ÍBV er einfaldlega betra og reynslumeira lið heldur en Afturelding,“byrjaði Guðmundur að segja eftir leik. „Mér fannst við spila vel á köflum og ég er ótrúlega stoltur af stelpunum, þær gáfu sig allar í þetta og það sást langa leið,“ hélt Guðmundur áfram. Guðmundur Helgi spilaði með sjö útileikmenn á köflum í leiknum og vildi hann meina að það væri vegna þess að lið hans þyrfi á aðstoð að halda í sóknarleiknum „Við þurfum að gera eitthvað öðruvísi eins og sést kannski þegar maður lítur á töfluna og þetta er eitthvað sem ég er núna búinn að prófa síðustu tvo leiki og mér finnst þetta veita okkur ákveðna hjálp sem við þurfum á að halda.“ „Við erum með mjög ungar stelpur og stelpur sem eru ekki jafn þungar og stórar og margar aðrar stelpur í öðrum liðum og þetta er þess vegna eitthvað sem við viljum prófa áfram.“ Ánægður með það að ná loksins að tengja saman þrjá sigurleiki í röð Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét „Ég mjög ánægður með þennan leik og líka ánægður með það að ná loksins að tengja saman þrjá sigurleiki í röð,“ byrjaði Sigurður á að segja eftir leik. Sigurður vildi meina að liðið hans hefði getað spilað betur þrátt fyrir stóran sigur. „Þetta var erfitt og spilamennskan var ekkert frábær endilega en sovna handbolti býður kannski svolítið upp á það,” en þá er Sigurður að tala um uppstillingu Aftureldingar í leiknum. „Mér finnst flott hjá Gumma að gera þetta þar sem lið hans er auðvitað með núll stig í töflunni. Hann er með ákveðna eiginleika í þessu liði sem gerir það að verkum að hann getur prófað svona, tvo góða línumenn og síðan einhverja skotföstustu leikmenn í deildinni í skyttustöðunum,“ hélt Sigurður áfram. ÍBV er nú komið með tíu stig í deildinni og á ennþá leiki til góða á flest liðin fyrir ofan sig en Sigurður vill að liðið sitt stefni hátt. „Við stefnum á að vinna allt sem við getum, kannski er fyrsta sætið í deildinni of langsótt en við ætlum okkur alla leið og við sjáum hvernig það fer. En það sem mestu máli skiptir er að það komi þjóðhátíð,” sagði Sigurður að lokum kampakátur. Kampakátur Sigurður.Vísir/Hulda Margrét Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti