Björgvin má ekki mæta Svartfellingum en skráir sig ekki sem áhorfanda Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 11:57 Björgvin Páll Gústavsson er allt annað en sáttur með mótshaldara í Búdapest. Getty Nú er orðið ljóst að Björgvin Páll Gústavsson þarf að vera áfram í einangrun og má ekki mæta Svartfjallalandi á eftir í leiknum mikilvæga á EM í Búdapest. Björgvin greindist smitaður af kórónuveirunni síðastliðinn miðvikudag en losnaði úr einangrun fyrir leikinn gegn Króatíu á mánudag og var með í honum. Hann greindist hins vegar aftur með smit í gær og var skikkaður aftur í einangrun, og greindi frá því á samfélagsmiðlum rétt í þessu að hann yrði ekki með gegn Svartfjallalandi. Björgvin bendir á að samkvæmt landslögum í Ungverjalandi sé hann í raun laus úr einangrun en þar sem EHF setur strangari reglur þarf hann að dúsa inni á hótelherbergi vilji hann eiga möguleika á að spila á föstudaginn, ef Ísland kemst í undanúrslit eða leikinn um 5. sæti. pic.twitter.com/h24CB3NXVZ— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 26, 2022 Björgvin ætlar því ekki að skrá sig af mótinu og mæta sem áhorfandi á leikinn í dag heldur bíða og vona að þátttöku Íslands á EM ljúki ekki í dag. Hann lætur þess getið að hann, þríbólusettur, sé búinn að vera fullfrískur allan tímann í einangruninni. Alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna en ekki er útilokað að einhverjir losni úr einangrun fyrir leik í dag, þó að afar stutt sé í leik en hann hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þeir sem hafa greinst eru þeir Björgvin Páll, Elliði Snær Viðarsson, Ólafur Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Björgvin greindist smitaður af kórónuveirunni síðastliðinn miðvikudag en losnaði úr einangrun fyrir leikinn gegn Króatíu á mánudag og var með í honum. Hann greindist hins vegar aftur með smit í gær og var skikkaður aftur í einangrun, og greindi frá því á samfélagsmiðlum rétt í þessu að hann yrði ekki með gegn Svartfjallalandi. Björgvin bendir á að samkvæmt landslögum í Ungverjalandi sé hann í raun laus úr einangrun en þar sem EHF setur strangari reglur þarf hann að dúsa inni á hótelherbergi vilji hann eiga möguleika á að spila á föstudaginn, ef Ísland kemst í undanúrslit eða leikinn um 5. sæti. pic.twitter.com/h24CB3NXVZ— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 26, 2022 Björgvin ætlar því ekki að skrá sig af mótinu og mæta sem áhorfandi á leikinn í dag heldur bíða og vona að þátttöku Íslands á EM ljúki ekki í dag. Hann lætur þess getið að hann, þríbólusettur, sé búinn að vera fullfrískur allan tímann í einangruninni. Alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna en ekki er útilokað að einhverjir losni úr einangrun fyrir leik í dag, þó að afar stutt sé í leik en hann hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þeir sem hafa greinst eru þeir Björgvin Páll, Elliði Snær Viðarsson, Ólafur Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira