Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 16:52 Frá Litla hrauni. Vísir/Vilhelm Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands. Greint var frá því á Vísi í morgun að hópsmit hefði komið upp á Litla Hrauni og þar hefði verið gripið til aðgerða. Föngum hefði ekki verið hleypt út úr klefum um tíma. Sjá einnig: Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni „Rétt eins og fyrir utan hafa aldrei fleiri greinst með Covid-19 innan fangelsismúranna og reynt hefur á þolmörk bæði fanga og fangavarða. Aðgerðir eru aftur á móti í engum takti við það sem gerist í frelsinu og segja má að afleiðingar þess séu að fæða af sér nýtt afbrigði sakamanna,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Afstöðu. Þar segir enn fremur að fangelsum hafi verið að mestu lokað fyrir inn- og útstreymi árið 2020. Fangar hafi ekki fengið heimsóknir né leyfi og börn og makar hafi þurft að halda sig fjarri. „Á sama tíma, og í stað þess að létta á fangelsunum, hefur Fangelsismálastofnun farið að beita aðferð sem kennd er við mál í kerfinu og virðist hún helst hugsuð til þess að fara eftir geðþótta lögreglunnar sem æskir þess að halda tilteknu fólki lengur í afplánun en þörf er á. Stjórn Afstöðu hefur ítrekað bent Fangelsismálastofnun á það alvarlega ástand sem skapast hefur í fangelsunum vegna hrakandi andlegri heilsu fanga. Er það helst vegna þeirrar einangrunar sem fangar hafa þurft að sæta og bætist þá ofan á þessi vanhugsaða aðferð að tefja lausn fanga eftir hentugleika lögreglunnar.“ Stjórnin segir fanga ekki fá að hafa samskipti við aðra fanga þessa dagana og þrátt fyrir að enginn sé alvarlega veikur sé þeim föngum haldið lokuðum inni í klefum án sambands við umheiminn. Sumir þeirra hafi þegar átt að hafa fengið reynslulausn. Engin ástæða sé til að halda þeim enn í fangelsi. „Stjórn Afstöðu skorar á fangelsisyfirvöld að hleypa þeim föngum sem komnir eru á reynslulausnartíma, enn með mál í kerfinu, úr fangelsi enda hafa þeir afplánað sinn dóm og bera ekki ábyrgð á löngum rannsóknartíma lögreglunnar. Fangavist þessa fólks á undanförnum mánuðum og árum hefur verið margföld á við það sem áður hefur þekkst.“ Í lok yfirlýsingarinnar þakkar Afstaða fangavörðum og öðru starfsfólki fangelsanna fyrir vinnu þeirra. Þau hafi verið undir miklu álagi og gott starf hafi verið unnið við krefjandi aðstæður. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að hópsmit hefði komið upp á Litla Hrauni og þar hefði verið gripið til aðgerða. Föngum hefði ekki verið hleypt út úr klefum um tíma. Sjá einnig: Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni „Rétt eins og fyrir utan hafa aldrei fleiri greinst með Covid-19 innan fangelsismúranna og reynt hefur á þolmörk bæði fanga og fangavarða. Aðgerðir eru aftur á móti í engum takti við það sem gerist í frelsinu og segja má að afleiðingar þess séu að fæða af sér nýtt afbrigði sakamanna,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Afstöðu. Þar segir enn fremur að fangelsum hafi verið að mestu lokað fyrir inn- og útstreymi árið 2020. Fangar hafi ekki fengið heimsóknir né leyfi og börn og makar hafi þurft að halda sig fjarri. „Á sama tíma, og í stað þess að létta á fangelsunum, hefur Fangelsismálastofnun farið að beita aðferð sem kennd er við mál í kerfinu og virðist hún helst hugsuð til þess að fara eftir geðþótta lögreglunnar sem æskir þess að halda tilteknu fólki lengur í afplánun en þörf er á. Stjórn Afstöðu hefur ítrekað bent Fangelsismálastofnun á það alvarlega ástand sem skapast hefur í fangelsunum vegna hrakandi andlegri heilsu fanga. Er það helst vegna þeirrar einangrunar sem fangar hafa þurft að sæta og bætist þá ofan á þessi vanhugsaða aðferð að tefja lausn fanga eftir hentugleika lögreglunnar.“ Stjórnin segir fanga ekki fá að hafa samskipti við aðra fanga þessa dagana og þrátt fyrir að enginn sé alvarlega veikur sé þeim föngum haldið lokuðum inni í klefum án sambands við umheiminn. Sumir þeirra hafi þegar átt að hafa fengið reynslulausn. Engin ástæða sé til að halda þeim enn í fangelsi. „Stjórn Afstöðu skorar á fangelsisyfirvöld að hleypa þeim föngum sem komnir eru á reynslulausnartíma, enn með mál í kerfinu, úr fangelsi enda hafa þeir afplánað sinn dóm og bera ekki ábyrgð á löngum rannsóknartíma lögreglunnar. Fangavist þessa fólks á undanförnum mánuðum og árum hefur verið margföld á við það sem áður hefur þekkst.“ Í lok yfirlýsingarinnar þakkar Afstaða fangavörðum og öðru starfsfólki fangelsanna fyrir vinnu þeirra. Þau hafi verið undir miklu álagi og gott starf hafi verið unnið við krefjandi aðstæður.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira