Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 09:00 Jacob Holm skoraði 9 mörk fyrir Danmörku í gærkvöld en virtist ekki alveg með á nótunum í lok fyrri hálfleiks. Getty/Sanjin Strukic Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. Danmörk var 17-12 yfir í hálfleik en reyndi ekki að skora úr síðustu sókn sinni fyrir hléið. Jacob Holm stóð bara með boltann á meðan að sekúndurnar liðu, og allt í einu gall flautan í höllinni. Á endanum tapaði Danmörk svo leiknum með einu marki, 30-29, sem jafnframt hafði í för með sér að Ísland komst ekki í undanúrslitin heldur spilar við Noreg um 5. sæti. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum og Frakkar mæta Svíum. Að sögn Holm var um misskilning að ræða sem réði því að danska liðið reyndi ekki að skora á þeim heilu 20 sekúndum sem Danir höfðu í lok fyrri hálfleiks. „Það var búið að kalla hvaða kerfi ætti að taka og ég beið eftir því að það færi í gang. Það gerðist ekki og þannig rann þetta svolítið út í sandinn. Við vissum ekki hvert við ættum að hlaupa,“ sagði Holm. „Þetta má ekki gerast í lok leikja en við vorum fimm mörkum yfir og ég held að það hafi spilað inn í að við gátum brosað svolítið yfir því í staðinn,“ sagði Holm. „Hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang“ Hægri hornamaðurinn Lasse Svan vissi hins vegar alveg hvað klukkan sló en náði ekki að vekja félaga sína úr rotinu: „Við töpuðum tímaskyninu, held ég. Ég sá að það voru tíu sekúndur eftir og hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang. Ég gleymdi að kalla eitthvað því ég var viss um að það væri einhver með stjórn á þessu. Þegar það voru bara fimm sekúndur eftir fattaði ég að þannig væri það kannski ekki,“ sagði Svan. Danir héldu þó forystunni í leiknum langt fram í seinni hálfleik en Frakkar komust fyrst yfir þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Fyrir leik var þó ljóst að Danmörk kæmist í undanúrslit þrátt fyrir tap. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Sjá meira
Danmörk var 17-12 yfir í hálfleik en reyndi ekki að skora úr síðustu sókn sinni fyrir hléið. Jacob Holm stóð bara með boltann á meðan að sekúndurnar liðu, og allt í einu gall flautan í höllinni. Á endanum tapaði Danmörk svo leiknum með einu marki, 30-29, sem jafnframt hafði í för með sér að Ísland komst ekki í undanúrslitin heldur spilar við Noreg um 5. sæti. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum og Frakkar mæta Svíum. Að sögn Holm var um misskilning að ræða sem réði því að danska liðið reyndi ekki að skora á þeim heilu 20 sekúndum sem Danir höfðu í lok fyrri hálfleiks. „Það var búið að kalla hvaða kerfi ætti að taka og ég beið eftir því að það færi í gang. Það gerðist ekki og þannig rann þetta svolítið út í sandinn. Við vissum ekki hvert við ættum að hlaupa,“ sagði Holm. „Þetta má ekki gerast í lok leikja en við vorum fimm mörkum yfir og ég held að það hafi spilað inn í að við gátum brosað svolítið yfir því í staðinn,“ sagði Holm. „Hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang“ Hægri hornamaðurinn Lasse Svan vissi hins vegar alveg hvað klukkan sló en náði ekki að vekja félaga sína úr rotinu: „Við töpuðum tímaskyninu, held ég. Ég sá að það voru tíu sekúndur eftir og hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang. Ég gleymdi að kalla eitthvað því ég var viss um að það væri einhver með stjórn á þessu. Þegar það voru bara fimm sekúndur eftir fattaði ég að þannig væri það kannski ekki,“ sagði Svan. Danir héldu þó forystunni í leiknum langt fram í seinni hálfleik en Frakkar komust fyrst yfir þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Fyrir leik var þó ljóst að Danmörk kæmist í undanúrslit þrátt fyrir tap.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Sjá meira