„Held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2022 12:30 Þráinn Orri Jónsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir sigurinn á Svartfellingum. getty/Jure Erzen Strákarnir í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar voru afar hrifnir af innkomu Þráins Orra Jónssonar í sigri Íslands á Svartfjallalandi á EM í gær. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn en hann var kallaður út til Búdapest vegna mikilla forfalla sökum kórónuveirusmita. Þráinn kom ekkert við sögu í leiknum gegn Króatíu en spilaði um hálftíma í sigrinum örugga á Svartfjallalandi í gær. Það var í fyrsta sinn sem Þráinn, sem er 28 ára, kom inn á í landsleik á ferlinum. „Menn koma ekki inn af bekknum heldur úr slæmri meðferð hjá Haukum,“ sagði Róbert Gunnarsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Hann skaut þarna létt á félaga sinn, Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem hefur stýrt æfingum Hauka að undanförnu. Í viðtali við Vísi eftir leikinn í gær sagði Þráinn að æfingar Ásgeirs væru þær leiðinlegustu sem hann hefði farið á en gagnlegar þó. „Hann var þvílíkt flottur. Það má segja það um alla þessa stráka, í öllu þessu covid fíaskói, hafa menn virkilega tekið við keflinu og staðið sig frábærlega,“ sagði Róbert. Þráinn skoraði tvö mörk í leiknum í gær, fiskaði eitt vítakast og lét til sín taka í íslensku vörninni. „Ég held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu. Ekki því hann er svo lélegur heldur að hann hefur aldrei hitt Guðmund og þessa gaura áður. Hann mætti bara, spilaði ekkert í fyrsta leiknum en kom svo inn á í gær og var þrusugóður,“ sagði Ásgeir. „En það er gott að hann er í góðri æfingu og í góðu formi,“ bætti Ásgeir við í léttum dúr. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Sjá meira
Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn en hann var kallaður út til Búdapest vegna mikilla forfalla sökum kórónuveirusmita. Þráinn kom ekkert við sögu í leiknum gegn Króatíu en spilaði um hálftíma í sigrinum örugga á Svartfjallalandi í gær. Það var í fyrsta sinn sem Þráinn, sem er 28 ára, kom inn á í landsleik á ferlinum. „Menn koma ekki inn af bekknum heldur úr slæmri meðferð hjá Haukum,“ sagði Róbert Gunnarsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Hann skaut þarna létt á félaga sinn, Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem hefur stýrt æfingum Hauka að undanförnu. Í viðtali við Vísi eftir leikinn í gær sagði Þráinn að æfingar Ásgeirs væru þær leiðinlegustu sem hann hefði farið á en gagnlegar þó. „Hann var þvílíkt flottur. Það má segja það um alla þessa stráka, í öllu þessu covid fíaskói, hafa menn virkilega tekið við keflinu og staðið sig frábærlega,“ sagði Róbert. Þráinn skoraði tvö mörk í leiknum í gær, fiskaði eitt vítakast og lét til sín taka í íslensku vörninni. „Ég held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu. Ekki því hann er svo lélegur heldur að hann hefur aldrei hitt Guðmund og þessa gaura áður. Hann mætti bara, spilaði ekkert í fyrsta leiknum en kom svo inn á í gær og var þrusugóður,“ sagði Ásgeir. „En það er gott að hann er í góðri æfingu og í góðu formi,“ bætti Ásgeir við í léttum dúr. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Sjá meira