Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2022 11:32 Eins og sjá má á myndinni lyfti maðurinn hendinni í átt að lögregluþjónum þegar hann var skotinn. Lögreglan hefur sagt að hann hafi ekki verið með byssu en ekki hefuer verið greint frá því á hverju maðurinn hélt. Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. Maðurinn sem var skotinn hét Landon Eastep og var 37 ára gamall. Hann sat á vegriði á hraðbraut í Nashville í gær þegar lögregluþjónn nálgaðist hann og bauð honum far. Lögreglan segir að Eastep hafi hrint lögregluþjóninum og tekið upp dúkahníf. Lögregluþjónar frá minnst þremur embættum fjölmenntu á vettvangi á meðan rætt var við Eastep og reynt að fá hann til að leggja frá sér hnífinn. Lögregluþjónarnir stóðu í hálfhring andspænis honum eftir um það bil hálftíma viðræður þegar Eastep tók eitthvað úr vasa sínum og beindi að lögregluþjónum. Washington Post hefur eftir Don Aaron, talsmanni lögreglunnar í Nashville, að lögregluþjónarnir hafi þurft að verja sig þar sem þeir vissu ekki hvort Eastep væri að beina byssu að þeim. Síðan þá hefur lögreglan sagt að Eastep hafi ekki verið með byssu en ekki hefur verið sagt hvað hann var með í hendinni. Fjölmiðlar ytra hafa birt myndband af atvikinu og lögreglan í Nashville hefur gert slíkt hið sama. Vert er að vara lesendur við myndböndunum en þau gætu vakið óhug. Að neðan er skjáskot úr einu myndbandanna. Atvikið er til rannsóknar.Youtube/Skjáskot Atvikið er, samkvæmt frétt Tennessean, til rannsóknar hjá Tennessee Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins. Blaðamaður Washington Post ræddi við mágkonu Eastep sem sagði fjölskylduna í áfalli. Hún sagði einnig að mágur sinn hefði verið skotinn að ástæðulausu. Hann hefði ekki átt skilið að deyja. Hér má sjá frétt NewsChannel5 frá Nashville þar sem meðal annars er rætt við Don Aaron um atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrír lögregluþjónar ákærðir fyrir að skjóta átta ára stúlku til bana Þrír lögregluþjónar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru ákærðir fyrir manndráp í vikunni. Það er vegna skothríðar þeirra fyrir utan leikvang framhaldsskóla í bænum Sharon Hill í ágúst þar sem átta ára stúlka varð fyrir skoti og dó. 21. janúar 2022 17:01 Drógu flugmann úr brakinu andartökum áður en lest keyrði yfir það Lögreglumönnum í Los Angeles í Bandaríkjunum tókst að bjarga flugmanni úr braki lítillar Cessnu-flugvélar sem hrapað hafði á lestarteina, örfáum sekúndum áður en að afvífandi lest keyrði yfir brakið á miklum hraða. 10. janúar 2022 13:01 Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28. desember 2021 15:15 Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. 23. júlí 2021 10:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Maðurinn sem var skotinn hét Landon Eastep og var 37 ára gamall. Hann sat á vegriði á hraðbraut í Nashville í gær þegar lögregluþjónn nálgaðist hann og bauð honum far. Lögreglan segir að Eastep hafi hrint lögregluþjóninum og tekið upp dúkahníf. Lögregluþjónar frá minnst þremur embættum fjölmenntu á vettvangi á meðan rætt var við Eastep og reynt að fá hann til að leggja frá sér hnífinn. Lögregluþjónarnir stóðu í hálfhring andspænis honum eftir um það bil hálftíma viðræður þegar Eastep tók eitthvað úr vasa sínum og beindi að lögregluþjónum. Washington Post hefur eftir Don Aaron, talsmanni lögreglunnar í Nashville, að lögregluþjónarnir hafi þurft að verja sig þar sem þeir vissu ekki hvort Eastep væri að beina byssu að þeim. Síðan þá hefur lögreglan sagt að Eastep hafi ekki verið með byssu en ekki hefur verið sagt hvað hann var með í hendinni. Fjölmiðlar ytra hafa birt myndband af atvikinu og lögreglan í Nashville hefur gert slíkt hið sama. Vert er að vara lesendur við myndböndunum en þau gætu vakið óhug. Að neðan er skjáskot úr einu myndbandanna. Atvikið er til rannsóknar.Youtube/Skjáskot Atvikið er, samkvæmt frétt Tennessean, til rannsóknar hjá Tennessee Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins. Blaðamaður Washington Post ræddi við mágkonu Eastep sem sagði fjölskylduna í áfalli. Hún sagði einnig að mágur sinn hefði verið skotinn að ástæðulausu. Hann hefði ekki átt skilið að deyja. Hér má sjá frétt NewsChannel5 frá Nashville þar sem meðal annars er rætt við Don Aaron um atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrír lögregluþjónar ákærðir fyrir að skjóta átta ára stúlku til bana Þrír lögregluþjónar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru ákærðir fyrir manndráp í vikunni. Það er vegna skothríðar þeirra fyrir utan leikvang framhaldsskóla í bænum Sharon Hill í ágúst þar sem átta ára stúlka varð fyrir skoti og dó. 21. janúar 2022 17:01 Drógu flugmann úr brakinu andartökum áður en lest keyrði yfir það Lögreglumönnum í Los Angeles í Bandaríkjunum tókst að bjarga flugmanni úr braki lítillar Cessnu-flugvélar sem hrapað hafði á lestarteina, örfáum sekúndum áður en að afvífandi lest keyrði yfir brakið á miklum hraða. 10. janúar 2022 13:01 Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28. desember 2021 15:15 Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. 23. júlí 2021 10:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þrír lögregluþjónar ákærðir fyrir að skjóta átta ára stúlku til bana Þrír lögregluþjónar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru ákærðir fyrir manndráp í vikunni. Það er vegna skothríðar þeirra fyrir utan leikvang framhaldsskóla í bænum Sharon Hill í ágúst þar sem átta ára stúlka varð fyrir skoti og dó. 21. janúar 2022 17:01
Drógu flugmann úr brakinu andartökum áður en lest keyrði yfir það Lögreglumönnum í Los Angeles í Bandaríkjunum tókst að bjarga flugmanni úr braki lítillar Cessnu-flugvélar sem hrapað hafði á lestarteina, örfáum sekúndum áður en að afvífandi lest keyrði yfir brakið á miklum hraða. 10. janúar 2022 13:01
Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28. desember 2021 15:15
Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. 23. júlí 2021 10:59