Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 22-28 | Nýr þjálfari landaði Stjörnusigri í sínum fyrsta leik Dagur Lárusson skrifar 29. janúar 2022 17:35 Stjarnan vann góðan sigur í dag. Vísir/Vilhelm Stjarnan vann magnaðan sex marka sigur á Haukum í Olís-deild kvenna í fyrsta leik sínum undir stjórn Hrannars Guðmundssonar. Haukar höfðu átt góðu gengi að fagna á heimavelli það sem af er tímabils en Stjarnan lét það ekki á sig fá í dag. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum og skiptust liðin á að vera með forystuna. Þegar um nítján mínútur voru liðnar var staðan hnífjöfn 7-7 en þá tók Hrannar sitt fyrsta leikhlé. Fyrstu mínúturnar eftir leikhléið var það heimaliðið sem spilaði betur og komst tveimur mörkum yfir. Eftir það tók hins vegar við mjög góður kafli hjá Stjörnunni þar sem þær komust yfir 12-13 og var staðan þannig í hálfleiknum. Stjarnan hélt áfram yfirburðum sínum í seinni hálfleiknum og jók smátt og smátt forystu sína þegar líða fór á leikinn. Darija varði mjög vel í markinu og þær Helena, Lena og Britney stjórnuðu vörninni eins og herforingjar. Britney fór síðan á kostum í sóknarleiknum en hún skoraði tíu mörk. Að lokum vann Stjarnan öruggan sigur 22-28 og því sigur í fyrsta leik Hrannars og Stjarnan komin með tólf stig í deildinni. Af hverju vann Stjarnan? Spilamennska Stjörnunnar í seinni hálfleiknum var nánast fullkomin. Baráttuandinn í liðinu var áþreifanlegur og var það lykillinn að sigrinum Hverjar stóðu upp úr? Helena, Lena og Britney voru bestu leikmenn Stjörnunnar. Þær voru allar mjög sterkar varnarlega og Haukastelpur voru í stökustu vandræðum með að komast í gegnum þær í seinni hálfleiknum. Síðan var það Britney sem fór fyrir sóknarleik Stjörnunnar í seinni hálfleiknum, hún einfaldlega æddi af stað, skaut og skoraði nánast alltaf. Hvað fór illa? Sóknarleikur Hauka var ekki góður í seinni hálfleiknum en ég held að það hafi verið aðallega vegna frábærs varnarleiks hjá Stjörnunni. Hrannar talaði um það eftir leik að hann lagði nánast eingöngu áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn og var því gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er gegn Aftureldingu næstkomandi miðvikudagskvöld á meðan næsti leikur Stjörnunnar er gegn toppliði Fram um næstu helgi. Gunnar Gunnarsson: Ekki góð frammistaða Gunnar Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu Hauka.Vísir/Hulda Margrét „Fyrst og fremst er ég óánægður með frammistöðuna hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,” byrjaði Gunnar, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Við vorum í fínum málum í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum þá einfaldlega gekk ekkert upp hjá okkur. Sóknarleikurinn okkar fór alveg í hrun hjá okkur, bæði undir lok fyrri hálfleiks og síðan allan seinni hálfleikinn,” hélt Gunnar áfram. Gunnar vildi meina að það hafi vantað upp á grimmd í varnarleiknum og hreyfanleika í sóknarleiknum „Við vorum ekki að hreyfa okkur nægilega mikið til þess að skapa færi og halda í við þær í seinni hálfleiknum. Svo hvað varðar varnarleikinn þá vorum við ekki nægilega grimm og við þurfum grimmd í svona leikjum.” Gunnar kallaði síðan eftir meiri stöðuleika frá sínu liði í framtíðinni. „Það virðist vera sem svo að þegar við vinnum leiki að þá höldum við að við séum betri en við erum og þá förum við að tapa. Við verðum að laga það sem fyrst og byrja að vinna aftur,” endaði Gunnar á að segja. Hrannar Guðmundsson: Vörnin var geggjuð „Þetta var algjörlega frábær sigur, þær voru ótrúlega góðar og ég svo stoltur af þeim,” byrjaði Hrannar, nýr þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Ég sá drápseðlið í augunum á þeim og ég vissi að við myndum vinna þennan leik. Frábær varnarleikur, frábær sóknarleikur og baráttan í heildina til fyrirmyndar,” hélt Hrannar áfram. Hrannar vildi meina að lykilinn að sigrinum hafi verið frábært skipulag í varnarleiknum. „Ef við byrjum fyrst á sóknarleiknum þá fannst mér við við vera frekar staðnar í fyrir hálfleiknum en voru vorum fljótar að laga það með því að einfalda hlutina. Einfaldar færslur og það gekk rosalega vel.” „En ég meina vörnin í seinni hálfleiknum var einfaldlega geggjuð. Ég lagði nánast eingöngu áherslu á varnarleikinn á þessum tveimur æfingum sem ég náði með liðinu fyrir leikinn og þess vegna er ég gríðarlega ánægður með hvernig hann kom út í dag.” Oft á tíðum fylgir mikill kraftur með liðum með nýjan þjálfara en Hrannar segir að það sé algjört lykilatriði að halda þessum krafti í næstu leikjum. „Núna er það bara að halda áfram að berjast. Við erum með lið sem getur sigrað hvaða lið sem er í þessari deild en við getum hins vegar líka tapað gegn hvaða liði sem er þannig það er mikilvægt að halda uppi kraftinum,” endaði Hrannar á a segja. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Haukar Stjarnan
Stjarnan vann magnaðan sex marka sigur á Haukum í Olís-deild kvenna í fyrsta leik sínum undir stjórn Hrannars Guðmundssonar. Haukar höfðu átt góðu gengi að fagna á heimavelli það sem af er tímabils en Stjarnan lét það ekki á sig fá í dag. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum og skiptust liðin á að vera með forystuna. Þegar um nítján mínútur voru liðnar var staðan hnífjöfn 7-7 en þá tók Hrannar sitt fyrsta leikhlé. Fyrstu mínúturnar eftir leikhléið var það heimaliðið sem spilaði betur og komst tveimur mörkum yfir. Eftir það tók hins vegar við mjög góður kafli hjá Stjörnunni þar sem þær komust yfir 12-13 og var staðan þannig í hálfleiknum. Stjarnan hélt áfram yfirburðum sínum í seinni hálfleiknum og jók smátt og smátt forystu sína þegar líða fór á leikinn. Darija varði mjög vel í markinu og þær Helena, Lena og Britney stjórnuðu vörninni eins og herforingjar. Britney fór síðan á kostum í sóknarleiknum en hún skoraði tíu mörk. Að lokum vann Stjarnan öruggan sigur 22-28 og því sigur í fyrsta leik Hrannars og Stjarnan komin með tólf stig í deildinni. Af hverju vann Stjarnan? Spilamennska Stjörnunnar í seinni hálfleiknum var nánast fullkomin. Baráttuandinn í liðinu var áþreifanlegur og var það lykillinn að sigrinum Hverjar stóðu upp úr? Helena, Lena og Britney voru bestu leikmenn Stjörnunnar. Þær voru allar mjög sterkar varnarlega og Haukastelpur voru í stökustu vandræðum með að komast í gegnum þær í seinni hálfleiknum. Síðan var það Britney sem fór fyrir sóknarleik Stjörnunnar í seinni hálfleiknum, hún einfaldlega æddi af stað, skaut og skoraði nánast alltaf. Hvað fór illa? Sóknarleikur Hauka var ekki góður í seinni hálfleiknum en ég held að það hafi verið aðallega vegna frábærs varnarleiks hjá Stjörnunni. Hrannar talaði um það eftir leik að hann lagði nánast eingöngu áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn og var því gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er gegn Aftureldingu næstkomandi miðvikudagskvöld á meðan næsti leikur Stjörnunnar er gegn toppliði Fram um næstu helgi. Gunnar Gunnarsson: Ekki góð frammistaða Gunnar Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu Hauka.Vísir/Hulda Margrét „Fyrst og fremst er ég óánægður með frammistöðuna hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,” byrjaði Gunnar, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Við vorum í fínum málum í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum þá einfaldlega gekk ekkert upp hjá okkur. Sóknarleikurinn okkar fór alveg í hrun hjá okkur, bæði undir lok fyrri hálfleiks og síðan allan seinni hálfleikinn,” hélt Gunnar áfram. Gunnar vildi meina að það hafi vantað upp á grimmd í varnarleiknum og hreyfanleika í sóknarleiknum „Við vorum ekki að hreyfa okkur nægilega mikið til þess að skapa færi og halda í við þær í seinni hálfleiknum. Svo hvað varðar varnarleikinn þá vorum við ekki nægilega grimm og við þurfum grimmd í svona leikjum.” Gunnar kallaði síðan eftir meiri stöðuleika frá sínu liði í framtíðinni. „Það virðist vera sem svo að þegar við vinnum leiki að þá höldum við að við séum betri en við erum og þá förum við að tapa. Við verðum að laga það sem fyrst og byrja að vinna aftur,” endaði Gunnar á að segja. Hrannar Guðmundsson: Vörnin var geggjuð „Þetta var algjörlega frábær sigur, þær voru ótrúlega góðar og ég svo stoltur af þeim,” byrjaði Hrannar, nýr þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Ég sá drápseðlið í augunum á þeim og ég vissi að við myndum vinna þennan leik. Frábær varnarleikur, frábær sóknarleikur og baráttan í heildina til fyrirmyndar,” hélt Hrannar áfram. Hrannar vildi meina að lykilinn að sigrinum hafi verið frábært skipulag í varnarleiknum. „Ef við byrjum fyrst á sóknarleiknum þá fannst mér við við vera frekar staðnar í fyrir hálfleiknum en voru vorum fljótar að laga það með því að einfalda hlutina. Einfaldar færslur og það gekk rosalega vel.” „En ég meina vörnin í seinni hálfleiknum var einfaldlega geggjuð. Ég lagði nánast eingöngu áherslu á varnarleikinn á þessum tveimur æfingum sem ég náði með liðinu fyrir leikinn og þess vegna er ég gríðarlega ánægður með hvernig hann kom út í dag.” Oft á tíðum fylgir mikill kraftur með liðum með nýjan þjálfara en Hrannar segir að það sé algjört lykilatriði að halda þessum krafti í næstu leikjum. „Núna er það bara að halda áfram að berjast. Við erum með lið sem getur sigrað hvaða lið sem er í þessari deild en við getum hins vegar líka tapað gegn hvaða liði sem er þannig það er mikilvægt að halda uppi kraftinum,” endaði Hrannar á a segja. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.