Helgi Már: Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi Sverrir Mar Smárason skrifar 28. janúar 2022 20:50 Helgi Már Magnússon (til hægri) og Jakob Sigurðarson, þjálfarar KR. Vísir/Elín Björg KR vann virkilega öflugan tveggja stiga sigur, 83-81, á Grindavík er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild Karla í körfubolta í kvöld. KR hafði tapað stórt gegn Breiðablik í umferðinni á undan og sigurinn því sætur, sérstaklega þar sem sigurkarfan kom ekki fyrr en sekúndu fyrir leikslok. „Nei þetta verður varla sætara. Við þurftum að hafa fyrir hverju einasta stigi hérna í kvöld og bara þvílíkur kraftur í drengjunum og bara allt annað að sjá til þeirra heldur en í síðasta leik. Ég var mjög ánægður með kraftinn. Sérstaklega í byrjun þar sem við litum mjög vel út, vorum að hitta skotum og annað slíkt. Svo kom smá hik í þetta sem er bara eðlilegt því Dani var bara að lenda, Carl Allen er búinn að vera hérna í smá stund og við erum búnir að vera í miðju Covid veseni æfingalega séð þannig við erum ekki almennilega komnir í neinn ‚rythma‘. Þeir vita ekki alveg hvar þeir eiga að finna skotin sín og svoleiðis.“ sagði Helgi Már, þjálfari KR, strax að leik loknum. Liðin skiptust á að leiða í leiknum og var staðan í hálfleik 37-46 Grindavík í vil. Helgi Már talaði vel við sína menn í hálfleik. „Í hálfleik töluðum við náttúrulega um að við yrðum að stoppa Ivan í sóknarfráköstunum. Þeir voru alveg að drepa okkur þar og þar fannst mér munurinn liggja og ég held að hann hafi ekki tekið sóknarfrákast í seinni hálfleiknum. Ég er ótrúlega ánægður með það því hann er algjör skepna og frábær leikmaður,“ sagði Helgi. Í síðari hálfleik spiluðu KR-ingar vel og komust, um miðjan 4. leikhluta, sex stigum yfir. Þeir síðan hleyptu Grindavík aftur inn í leikinn áður en Adama Darbo náði að skora úr síðasta skoti leiksins. „Það kom smá fát á okkur og sama bara, menn eru aðeins að finna sig í þeim hlutverkum sem þeir eiga að vera í. Við köstuðum boltanum tvisvar frá okkur á óþarfa hátt. Maður á bara að klára sóknir með skoti og lifa svo bara með því hvort það fari ofaní eða ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en svona leikir eru gulls ígildi þegar líða fer á tímabilið, að fá smá reynslu á þetta og hvað við þurfum að gera til að fá góð skot. Gríðarlega mikilvægt að vinna og líka svona heimaleik. Við erum að fara á Krókinn á mánudag og Njarðvík í lok næstu viku. Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi,“ sagði Helgi um lokamínútur leiksins. KR liðið hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum en hafa einnig bætt við Finnskum leikmanni. Glugginn lokar innan skamms og segir Helgi að KR sé í leit að Kana. „Við erum að reyna að sækja kana og það er búið að ganga brösulega. Það skýrist og þið fáið að vita það allavega á sunnudaginn þegar það lokar svo við sjáum hvernig þetta fer.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
„Nei þetta verður varla sætara. Við þurftum að hafa fyrir hverju einasta stigi hérna í kvöld og bara þvílíkur kraftur í drengjunum og bara allt annað að sjá til þeirra heldur en í síðasta leik. Ég var mjög ánægður með kraftinn. Sérstaklega í byrjun þar sem við litum mjög vel út, vorum að hitta skotum og annað slíkt. Svo kom smá hik í þetta sem er bara eðlilegt því Dani var bara að lenda, Carl Allen er búinn að vera hérna í smá stund og við erum búnir að vera í miðju Covid veseni æfingalega séð þannig við erum ekki almennilega komnir í neinn ‚rythma‘. Þeir vita ekki alveg hvar þeir eiga að finna skotin sín og svoleiðis.“ sagði Helgi Már, þjálfari KR, strax að leik loknum. Liðin skiptust á að leiða í leiknum og var staðan í hálfleik 37-46 Grindavík í vil. Helgi Már talaði vel við sína menn í hálfleik. „Í hálfleik töluðum við náttúrulega um að við yrðum að stoppa Ivan í sóknarfráköstunum. Þeir voru alveg að drepa okkur þar og þar fannst mér munurinn liggja og ég held að hann hafi ekki tekið sóknarfrákast í seinni hálfleiknum. Ég er ótrúlega ánægður með það því hann er algjör skepna og frábær leikmaður,“ sagði Helgi. Í síðari hálfleik spiluðu KR-ingar vel og komust, um miðjan 4. leikhluta, sex stigum yfir. Þeir síðan hleyptu Grindavík aftur inn í leikinn áður en Adama Darbo náði að skora úr síðasta skoti leiksins. „Það kom smá fát á okkur og sama bara, menn eru aðeins að finna sig í þeim hlutverkum sem þeir eiga að vera í. Við köstuðum boltanum tvisvar frá okkur á óþarfa hátt. Maður á bara að klára sóknir með skoti og lifa svo bara með því hvort það fari ofaní eða ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en svona leikir eru gulls ígildi þegar líða fer á tímabilið, að fá smá reynslu á þetta og hvað við þurfum að gera til að fá góð skot. Gríðarlega mikilvægt að vinna og líka svona heimaleik. Við erum að fara á Krókinn á mánudag og Njarðvík í lok næstu viku. Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi,“ sagði Helgi um lokamínútur leiksins. KR liðið hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum en hafa einnig bætt við Finnskum leikmanni. Glugginn lokar innan skamms og segir Helgi að KR sé í leit að Kana. „Við erum að reyna að sækja kana og það er búið að ganga brösulega. Það skýrist og þið fáið að vita það allavega á sunnudaginn þegar það lokar svo við sjáum hvernig þetta fer.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti