Helgi Már: Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi Sverrir Mar Smárason skrifar 28. janúar 2022 20:50 Helgi Már Magnússon (til hægri) og Jakob Sigurðarson, þjálfarar KR. Vísir/Elín Björg KR vann virkilega öflugan tveggja stiga sigur, 83-81, á Grindavík er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild Karla í körfubolta í kvöld. KR hafði tapað stórt gegn Breiðablik í umferðinni á undan og sigurinn því sætur, sérstaklega þar sem sigurkarfan kom ekki fyrr en sekúndu fyrir leikslok. „Nei þetta verður varla sætara. Við þurftum að hafa fyrir hverju einasta stigi hérna í kvöld og bara þvílíkur kraftur í drengjunum og bara allt annað að sjá til þeirra heldur en í síðasta leik. Ég var mjög ánægður með kraftinn. Sérstaklega í byrjun þar sem við litum mjög vel út, vorum að hitta skotum og annað slíkt. Svo kom smá hik í þetta sem er bara eðlilegt því Dani var bara að lenda, Carl Allen er búinn að vera hérna í smá stund og við erum búnir að vera í miðju Covid veseni æfingalega séð þannig við erum ekki almennilega komnir í neinn ‚rythma‘. Þeir vita ekki alveg hvar þeir eiga að finna skotin sín og svoleiðis.“ sagði Helgi Már, þjálfari KR, strax að leik loknum. Liðin skiptust á að leiða í leiknum og var staðan í hálfleik 37-46 Grindavík í vil. Helgi Már talaði vel við sína menn í hálfleik. „Í hálfleik töluðum við náttúrulega um að við yrðum að stoppa Ivan í sóknarfráköstunum. Þeir voru alveg að drepa okkur þar og þar fannst mér munurinn liggja og ég held að hann hafi ekki tekið sóknarfrákast í seinni hálfleiknum. Ég er ótrúlega ánægður með það því hann er algjör skepna og frábær leikmaður,“ sagði Helgi. Í síðari hálfleik spiluðu KR-ingar vel og komust, um miðjan 4. leikhluta, sex stigum yfir. Þeir síðan hleyptu Grindavík aftur inn í leikinn áður en Adama Darbo náði að skora úr síðasta skoti leiksins. „Það kom smá fát á okkur og sama bara, menn eru aðeins að finna sig í þeim hlutverkum sem þeir eiga að vera í. Við köstuðum boltanum tvisvar frá okkur á óþarfa hátt. Maður á bara að klára sóknir með skoti og lifa svo bara með því hvort það fari ofaní eða ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en svona leikir eru gulls ígildi þegar líða fer á tímabilið, að fá smá reynslu á þetta og hvað við þurfum að gera til að fá góð skot. Gríðarlega mikilvægt að vinna og líka svona heimaleik. Við erum að fara á Krókinn á mánudag og Njarðvík í lok næstu viku. Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi,“ sagði Helgi um lokamínútur leiksins. KR liðið hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum en hafa einnig bætt við Finnskum leikmanni. Glugginn lokar innan skamms og segir Helgi að KR sé í leit að Kana. „Við erum að reyna að sækja kana og það er búið að ganga brösulega. Það skýrist og þið fáið að vita það allavega á sunnudaginn þegar það lokar svo við sjáum hvernig þetta fer.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
„Nei þetta verður varla sætara. Við þurftum að hafa fyrir hverju einasta stigi hérna í kvöld og bara þvílíkur kraftur í drengjunum og bara allt annað að sjá til þeirra heldur en í síðasta leik. Ég var mjög ánægður með kraftinn. Sérstaklega í byrjun þar sem við litum mjög vel út, vorum að hitta skotum og annað slíkt. Svo kom smá hik í þetta sem er bara eðlilegt því Dani var bara að lenda, Carl Allen er búinn að vera hérna í smá stund og við erum búnir að vera í miðju Covid veseni æfingalega séð þannig við erum ekki almennilega komnir í neinn ‚rythma‘. Þeir vita ekki alveg hvar þeir eiga að finna skotin sín og svoleiðis.“ sagði Helgi Már, þjálfari KR, strax að leik loknum. Liðin skiptust á að leiða í leiknum og var staðan í hálfleik 37-46 Grindavík í vil. Helgi Már talaði vel við sína menn í hálfleik. „Í hálfleik töluðum við náttúrulega um að við yrðum að stoppa Ivan í sóknarfráköstunum. Þeir voru alveg að drepa okkur þar og þar fannst mér munurinn liggja og ég held að hann hafi ekki tekið sóknarfrákast í seinni hálfleiknum. Ég er ótrúlega ánægður með það því hann er algjör skepna og frábær leikmaður,“ sagði Helgi. Í síðari hálfleik spiluðu KR-ingar vel og komust, um miðjan 4. leikhluta, sex stigum yfir. Þeir síðan hleyptu Grindavík aftur inn í leikinn áður en Adama Darbo náði að skora úr síðasta skoti leiksins. „Það kom smá fát á okkur og sama bara, menn eru aðeins að finna sig í þeim hlutverkum sem þeir eiga að vera í. Við köstuðum boltanum tvisvar frá okkur á óþarfa hátt. Maður á bara að klára sóknir með skoti og lifa svo bara með því hvort það fari ofaní eða ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en svona leikir eru gulls ígildi þegar líða fer á tímabilið, að fá smá reynslu á þetta og hvað við þurfum að gera til að fá góð skot. Gríðarlega mikilvægt að vinna og líka svona heimaleik. Við erum að fara á Krókinn á mánudag og Njarðvík í lok næstu viku. Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi,“ sagði Helgi um lokamínútur leiksins. KR liðið hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum en hafa einnig bætt við Finnskum leikmanni. Glugginn lokar innan skamms og segir Helgi að KR sé í leit að Kana. „Við erum að reyna að sækja kana og það er búið að ganga brösulega. Það skýrist og þið fáið að vita það allavega á sunnudaginn þegar það lokar svo við sjáum hvernig þetta fer.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00