Hræðast að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 13:34 Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að ferðaþjónustunni blæði út áður en ferðasumarið hefst. Vísir/Vilhelm Hætta er fyrir hendi að þegar ferðamenn fari aftur að streyma til landsins í vor verði ferðaþjónustan of löskuð til að taka á móti þeim. Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja hafi ekki nægjar tekjur til að halda starfsfólki. Þetta segja tíu stjórnendur í ferðaþjónustu sem sendu yfirlýsingu frá sér í dag. Meðal þeirra eru stjórnendur hjá Íslandshótelum, Ferðaskrifstpfunni Atlantik, Flugfélaginu Erni, Ferðaskrifstofu Íslands og Gray Line. Fram kemur í yfirlýsingunni að viðbúið sé að víða verði þjónusta við ferðamenn, gisting, leiðsögn, veitingar og fleira, ekki til staðar þar sem starfsfólk vanti. Fyrirtæki geti mörg ekki haldið starfsfólki, hvað þá ráðið nýtt fólk til að undirbúa ferðasumarið eða markaðssetja þjónustu sína. „Óvissan og sveiflurnar í ferðaþjónustunni hafa gert það að verkum að fjöldinn allur af reyndu og öflugu starfsfólki er hætt fyrir fullt og allt. Öðrum hefur verið hægt að halda, þrátt fyrir sveiflurnar, með fjölbreyttum úrræðum sem ríkissjóður hefur kostar,“ segir í yfirlýsingunni. Nú hafi slíkir styrkir runnið sitt skeið. „Janúar má að heita dauður tekjulega séð í ferðaþjónustunni, með 65-70% tekjufalli. Útlitið er ekki bjartara a.m.k. næstu tvo mánuði. Ekkert fyrirtæki getur staðið undir fastakostnaði og launakostnaði ema hafa tekjur.“ Áætlaðir viðspyrnustyrkir ekki nóg Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær að hann hefði mælt fyrir áframhaldandi styrkjum og ráðist yrði í viðspyrnuátak. Stjórnendurnir segja það ekki nóg. „Þeir gagnast samt aðeins minnstu fyrirtækjunum enda eru þeir að hámarki 2,5 milljónir miðað við fimm starfsmenn. Viðspyrnustyrkir gera lítið fyrir millistór og stór fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir í yfirlýsingunni. Það versta sem komið geti fyrir í aðdraganda ferðasumars sé að ferðaþjónustufyrirtæki fari að segja upp fólki enn einu sinni í þeirri von að fólkið fáist aftur til starfa þegar birti til. „Hætt er við því að tekjur þjóðarbúsins af komu ferðamanna verði minni en ella. Það er því til mikils að vinna að tryggja að ferðaþjónustan geti mætt þörfum ferðafólksins með góðri þjónustu og tryggt áframhaldandi gott orðspor fyrir Ísland sem áfangastað.“ Vilja framlengja ráðningarstyrkina Þau segja að besta leiðin til að tryggja að ferðaþjónustufyritækin þrauki fram á vor sé að framlengja ráðningarstyrkina en þó ekki með sama fyrirkomulagi og áður, það er að fyrirtæki þurfi að segja fólki upp og ráða nýtt af atvinnuleysisskrá. „Frekar að úrræðið verði framlengt í 3-6 mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli þess. Auðvelt er að koma í veg fyrir misnotkun með því að tengja það tekjufalli árið 2021 miðað við 2019.“ „Það væri vægast sagt kaldhæðnislegt að láta ferðaþjónustuna blæða út skömmu áður en hjólin fara að snúast á nýjan leik.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. 27. janúar 2022 06:35 Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja. 26. janúar 2022 12:01 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Þetta segja tíu stjórnendur í ferðaþjónustu sem sendu yfirlýsingu frá sér í dag. Meðal þeirra eru stjórnendur hjá Íslandshótelum, Ferðaskrifstpfunni Atlantik, Flugfélaginu Erni, Ferðaskrifstofu Íslands og Gray Line. Fram kemur í yfirlýsingunni að viðbúið sé að víða verði þjónusta við ferðamenn, gisting, leiðsögn, veitingar og fleira, ekki til staðar þar sem starfsfólk vanti. Fyrirtæki geti mörg ekki haldið starfsfólki, hvað þá ráðið nýtt fólk til að undirbúa ferðasumarið eða markaðssetja þjónustu sína. „Óvissan og sveiflurnar í ferðaþjónustunni hafa gert það að verkum að fjöldinn allur af reyndu og öflugu starfsfólki er hætt fyrir fullt og allt. Öðrum hefur verið hægt að halda, þrátt fyrir sveiflurnar, með fjölbreyttum úrræðum sem ríkissjóður hefur kostar,“ segir í yfirlýsingunni. Nú hafi slíkir styrkir runnið sitt skeið. „Janúar má að heita dauður tekjulega séð í ferðaþjónustunni, með 65-70% tekjufalli. Útlitið er ekki bjartara a.m.k. næstu tvo mánuði. Ekkert fyrirtæki getur staðið undir fastakostnaði og launakostnaði ema hafa tekjur.“ Áætlaðir viðspyrnustyrkir ekki nóg Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær að hann hefði mælt fyrir áframhaldandi styrkjum og ráðist yrði í viðspyrnuátak. Stjórnendurnir segja það ekki nóg. „Þeir gagnast samt aðeins minnstu fyrirtækjunum enda eru þeir að hámarki 2,5 milljónir miðað við fimm starfsmenn. Viðspyrnustyrkir gera lítið fyrir millistór og stór fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir í yfirlýsingunni. Það versta sem komið geti fyrir í aðdraganda ferðasumars sé að ferðaþjónustufyrirtæki fari að segja upp fólki enn einu sinni í þeirri von að fólkið fáist aftur til starfa þegar birti til. „Hætt er við því að tekjur þjóðarbúsins af komu ferðamanna verði minni en ella. Það er því til mikils að vinna að tryggja að ferðaþjónustan geti mætt þörfum ferðafólksins með góðri þjónustu og tryggt áframhaldandi gott orðspor fyrir Ísland sem áfangastað.“ Vilja framlengja ráðningarstyrkina Þau segja að besta leiðin til að tryggja að ferðaþjónustufyritækin þrauki fram á vor sé að framlengja ráðningarstyrkina en þó ekki með sama fyrirkomulagi og áður, það er að fyrirtæki þurfi að segja fólki upp og ráða nýtt af atvinnuleysisskrá. „Frekar að úrræðið verði framlengt í 3-6 mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli þess. Auðvelt er að koma í veg fyrir misnotkun með því að tengja það tekjufalli árið 2021 miðað við 2019.“ „Það væri vægast sagt kaldhæðnislegt að láta ferðaþjónustuna blæða út skömmu áður en hjólin fara að snúast á nýjan leik.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. 27. janúar 2022 06:35 Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja. 26. janúar 2022 12:01 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. 27. janúar 2022 06:35
Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja. 26. janúar 2022 12:01