Hræðast að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 13:34 Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að ferðaþjónustunni blæði út áður en ferðasumarið hefst. Vísir/Vilhelm Hætta er fyrir hendi að þegar ferðamenn fari aftur að streyma til landsins í vor verði ferðaþjónustan of löskuð til að taka á móti þeim. Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja hafi ekki nægjar tekjur til að halda starfsfólki. Þetta segja tíu stjórnendur í ferðaþjónustu sem sendu yfirlýsingu frá sér í dag. Meðal þeirra eru stjórnendur hjá Íslandshótelum, Ferðaskrifstpfunni Atlantik, Flugfélaginu Erni, Ferðaskrifstofu Íslands og Gray Line. Fram kemur í yfirlýsingunni að viðbúið sé að víða verði þjónusta við ferðamenn, gisting, leiðsögn, veitingar og fleira, ekki til staðar þar sem starfsfólk vanti. Fyrirtæki geti mörg ekki haldið starfsfólki, hvað þá ráðið nýtt fólk til að undirbúa ferðasumarið eða markaðssetja þjónustu sína. „Óvissan og sveiflurnar í ferðaþjónustunni hafa gert það að verkum að fjöldinn allur af reyndu og öflugu starfsfólki er hætt fyrir fullt og allt. Öðrum hefur verið hægt að halda, þrátt fyrir sveiflurnar, með fjölbreyttum úrræðum sem ríkissjóður hefur kostar,“ segir í yfirlýsingunni. Nú hafi slíkir styrkir runnið sitt skeið. „Janúar má að heita dauður tekjulega séð í ferðaþjónustunni, með 65-70% tekjufalli. Útlitið er ekki bjartara a.m.k. næstu tvo mánuði. Ekkert fyrirtæki getur staðið undir fastakostnaði og launakostnaði ema hafa tekjur.“ Áætlaðir viðspyrnustyrkir ekki nóg Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær að hann hefði mælt fyrir áframhaldandi styrkjum og ráðist yrði í viðspyrnuátak. Stjórnendurnir segja það ekki nóg. „Þeir gagnast samt aðeins minnstu fyrirtækjunum enda eru þeir að hámarki 2,5 milljónir miðað við fimm starfsmenn. Viðspyrnustyrkir gera lítið fyrir millistór og stór fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir í yfirlýsingunni. Það versta sem komið geti fyrir í aðdraganda ferðasumars sé að ferðaþjónustufyrirtæki fari að segja upp fólki enn einu sinni í þeirri von að fólkið fáist aftur til starfa þegar birti til. „Hætt er við því að tekjur þjóðarbúsins af komu ferðamanna verði minni en ella. Það er því til mikils að vinna að tryggja að ferðaþjónustan geti mætt þörfum ferðafólksins með góðri þjónustu og tryggt áframhaldandi gott orðspor fyrir Ísland sem áfangastað.“ Vilja framlengja ráðningarstyrkina Þau segja að besta leiðin til að tryggja að ferðaþjónustufyritækin þrauki fram á vor sé að framlengja ráðningarstyrkina en þó ekki með sama fyrirkomulagi og áður, það er að fyrirtæki þurfi að segja fólki upp og ráða nýtt af atvinnuleysisskrá. „Frekar að úrræðið verði framlengt í 3-6 mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli þess. Auðvelt er að koma í veg fyrir misnotkun með því að tengja það tekjufalli árið 2021 miðað við 2019.“ „Það væri vægast sagt kaldhæðnislegt að láta ferðaþjónustuna blæða út skömmu áður en hjólin fara að snúast á nýjan leik.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. 27. janúar 2022 06:35 Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja. 26. janúar 2022 12:01 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Þetta segja tíu stjórnendur í ferðaþjónustu sem sendu yfirlýsingu frá sér í dag. Meðal þeirra eru stjórnendur hjá Íslandshótelum, Ferðaskrifstpfunni Atlantik, Flugfélaginu Erni, Ferðaskrifstofu Íslands og Gray Line. Fram kemur í yfirlýsingunni að viðbúið sé að víða verði þjónusta við ferðamenn, gisting, leiðsögn, veitingar og fleira, ekki til staðar þar sem starfsfólk vanti. Fyrirtæki geti mörg ekki haldið starfsfólki, hvað þá ráðið nýtt fólk til að undirbúa ferðasumarið eða markaðssetja þjónustu sína. „Óvissan og sveiflurnar í ferðaþjónustunni hafa gert það að verkum að fjöldinn allur af reyndu og öflugu starfsfólki er hætt fyrir fullt og allt. Öðrum hefur verið hægt að halda, þrátt fyrir sveiflurnar, með fjölbreyttum úrræðum sem ríkissjóður hefur kostar,“ segir í yfirlýsingunni. Nú hafi slíkir styrkir runnið sitt skeið. „Janúar má að heita dauður tekjulega séð í ferðaþjónustunni, með 65-70% tekjufalli. Útlitið er ekki bjartara a.m.k. næstu tvo mánuði. Ekkert fyrirtæki getur staðið undir fastakostnaði og launakostnaði ema hafa tekjur.“ Áætlaðir viðspyrnustyrkir ekki nóg Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær að hann hefði mælt fyrir áframhaldandi styrkjum og ráðist yrði í viðspyrnuátak. Stjórnendurnir segja það ekki nóg. „Þeir gagnast samt aðeins minnstu fyrirtækjunum enda eru þeir að hámarki 2,5 milljónir miðað við fimm starfsmenn. Viðspyrnustyrkir gera lítið fyrir millistór og stór fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir í yfirlýsingunni. Það versta sem komið geti fyrir í aðdraganda ferðasumars sé að ferðaþjónustufyrirtæki fari að segja upp fólki enn einu sinni í þeirri von að fólkið fáist aftur til starfa þegar birti til. „Hætt er við því að tekjur þjóðarbúsins af komu ferðamanna verði minni en ella. Það er því til mikils að vinna að tryggja að ferðaþjónustan geti mætt þörfum ferðafólksins með góðri þjónustu og tryggt áframhaldandi gott orðspor fyrir Ísland sem áfangastað.“ Vilja framlengja ráðningarstyrkina Þau segja að besta leiðin til að tryggja að ferðaþjónustufyritækin þrauki fram á vor sé að framlengja ráðningarstyrkina en þó ekki með sama fyrirkomulagi og áður, það er að fyrirtæki þurfi að segja fólki upp og ráða nýtt af atvinnuleysisskrá. „Frekar að úrræðið verði framlengt í 3-6 mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli þess. Auðvelt er að koma í veg fyrir misnotkun með því að tengja það tekjufalli árið 2021 miðað við 2019.“ „Það væri vægast sagt kaldhæðnislegt að láta ferðaþjónustuna blæða út skömmu áður en hjólin fara að snúast á nýjan leik.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. 27. janúar 2022 06:35 Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja. 26. janúar 2022 12:01 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. 27. janúar 2022 06:35
Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja. 26. janúar 2022 12:01