Fjalla ítarlega um mál Nöru sem beit tungu eiginmannsins í sundur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 20:17 Nara Walker mætti mikilli samstöðu hér á landi eftir dómsuppkvaðningu. Stöð 2 Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega um mál Nöru Walker sem kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mál hennar er nú til meðferðar en hún var sakfelld hér á landi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu eiginmanns síns. Nara afplánaði dóm sinn í fangelsinu á Hólmsheiði en hún hlaut átján mánaða dóm fyrir árásina, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Hún sagðist fyrir dómi hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum, sem ítrekað hafi beitt hana ofbeldi. Nara hefur ávallt haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Dóminum var mótmælt harðlega hér á landi en um Nara safnaði meðal annars 43 þúsund undirskriftum sér til stuðnings. Þá mótmæltu ríflega þrjátíu manns á Hólmsheiði þegar Nara hélt til afplánunar. Nara hefur sagt frá upphafi máls að réttarkerfið hér á landi hafi brugðist. Mál hennar endurspegli brotalamir í íslensku réttarkerfi þegar kemur að málum sem snúa að heimilisofbeldi. Í ítarlegu viðtali Guardian lýsir Nara sinni upplifun hér á landi og bendir á að níu konur hafi nú kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna niðurfellingar mála hjá lögreglu. Málin sem látin voru niður falla vörðuðu kynferðisbrot og heimilsofbeldi. Nara segir í viðtalinu að dagarnir í fangelsinu hafi verið einmanalegir. Hún hafi málað sér til dundurs en annars ímyndað sér að hún væri einhvers staðar allt annars staðar. Nara sat inni í fangelsi í einn mánuð en fékk að afplána síðustu tvo utan fangelsis. Eftir afplánunina tók við barátta um landvistarleyfi en hún býr nú í heimalandi sínu, Ástralíu. Hún segist nú reyna að nýta áfallið í listsköpun sína sem einhvers konar innblástur; að eitthvað gott komi úr erfiðri reynslu. Ljósið við enda ganganna geti verið dómur henni í vil hjá Mannréttindadómstólnum. Málið verður líklega tekið fyrir á þessu ári en dómstólinn samþykkti að taka málið til meðferðar í júlí í fyrra. „Sumir dagar eru góðir og þá líður mér ótrúlega vel. En sumir dagar eru alveg hörmulegir og þá líður mér eins og það sé enginn tilgangur. Þegar mér líður þannig þá minni ég mig á það að ég mun klára þetta. Þetta mál mun taka enda,“ segir Nara við Guardian. Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35 Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 21. júlí 2021 08:26 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Nara afplánaði dóm sinn í fangelsinu á Hólmsheiði en hún hlaut átján mánaða dóm fyrir árásina, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Hún sagðist fyrir dómi hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum, sem ítrekað hafi beitt hana ofbeldi. Nara hefur ávallt haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Dóminum var mótmælt harðlega hér á landi en um Nara safnaði meðal annars 43 þúsund undirskriftum sér til stuðnings. Þá mótmæltu ríflega þrjátíu manns á Hólmsheiði þegar Nara hélt til afplánunar. Nara hefur sagt frá upphafi máls að réttarkerfið hér á landi hafi brugðist. Mál hennar endurspegli brotalamir í íslensku réttarkerfi þegar kemur að málum sem snúa að heimilisofbeldi. Í ítarlegu viðtali Guardian lýsir Nara sinni upplifun hér á landi og bendir á að níu konur hafi nú kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna niðurfellingar mála hjá lögreglu. Málin sem látin voru niður falla vörðuðu kynferðisbrot og heimilsofbeldi. Nara segir í viðtalinu að dagarnir í fangelsinu hafi verið einmanalegir. Hún hafi málað sér til dundurs en annars ímyndað sér að hún væri einhvers staðar allt annars staðar. Nara sat inni í fangelsi í einn mánuð en fékk að afplána síðustu tvo utan fangelsis. Eftir afplánunina tók við barátta um landvistarleyfi en hún býr nú í heimalandi sínu, Ástralíu. Hún segist nú reyna að nýta áfallið í listsköpun sína sem einhvers konar innblástur; að eitthvað gott komi úr erfiðri reynslu. Ljósið við enda ganganna geti verið dómur henni í vil hjá Mannréttindadómstólnum. Málið verður líklega tekið fyrir á þessu ári en dómstólinn samþykkti að taka málið til meðferðar í júlí í fyrra. „Sumir dagar eru góðir og þá líður mér ótrúlega vel. En sumir dagar eru alveg hörmulegir og þá líður mér eins og það sé enginn tilgangur. Þegar mér líður þannig þá minni ég mig á það að ég mun klára þetta. Þetta mál mun taka enda,“ segir Nara við Guardian.
Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35 Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 21. júlí 2021 08:26 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35
Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 21. júlí 2021 08:26
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13