Góð ráð gegn mánudagsvinnukvíðanum Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. janúar 2022 07:01 Það kannast margir við að finna fyrir kvíða vikulega, einhvers konar mánudagsvinnukvíði sem byrjar kannski að láta á sér kræla síðdegis á sunnudögum eða sunnudagskvöldum og er ekki farinn þegar að við vöknum til vinnu á mánudagsmorgnum. Þetta á líka við um vikulega upplifun fólks sem þó er ánægt í vinnunni sinni. En hvað veldur honum og hvað getum við gert? Vísir/Getty Þótt við séum ánægð í vinnunni okkar kannast margir við að finna fyrir kvíða þegar líður á helgarfríið, hnútur sem stækkar á sunnudagskvöldum og er ekki enn farinn þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni. Margir reyna að sporna við þessari tilfinningu og fá jafnvel hálfgert samviskubit yfir því að finna fyrir þessum kvíða: „Ég meina, ef ég er ánægð(ur) í vinnunni og allt, hvers vegna finn ég þá alltaf fyrir þessum mánudagsvinnukvíða?“ Mánudagsvinnukvíði er hins vegar staðreynd sem margt fólk kannast við. Hann þarf ekki að tengjast neinu í vinnunni okkar beint, en lætur þó alltaf á sér kræla þegar að við eigum að fara að vinna aftur eftir frí. Hér eru nokkur góð ráð til að sporna við þessum kvíða. 1. Endurskoðaðu hvernig þú nýtir helgarfríið Að slaka á um helgar er hjá flestum markmið númer eitt. Ein skýring á mánudagsvinnukvíðanum getur hins vegar verið að við sóttum okkur ekki nægilega hvíld, upplyftingu og gleði. Margir nota til dæmis laugardagana í heimilisþrif og vikuinnkaup. Síðan þarf að huga að einhverju skemmtilegu að gera til að hafa ofan af fyrir börnunum. Eitt ráð til að sporna við mánudagsvinnukvíðanum er að skoða vel hvernig helgarnar eru hjá þér og rýna í það hvort þú ert að gera eitthvað sem þér fannst í alvörunni rosalega skemmtilegt. Til samanburðar getum við hugsað til þess hvernig okkur hefur liðið eftir frábæra helgarferð, til dæmis í sumarbústaðaferð. Okkur fannst svo gaman að við erum hreinlega enn hress og kát þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni. Ef við rýnum í helgarnar okkar og reynum að finna hvað við getum gert til að draga fram þessa tilfinningu, eða sambærilega, erum við komin langt. Þetta þarf ekki að vera flókið eða dýrt. Bara eitthvað sem okkur finnst ofsalega skemmtilegt. Sumir geta til dæmis sett sér það markmið að hlæja meira um helgar. Það er ókeypis og hægt á ýmsa vegu. Til dæmis með því að tala við skemmtilegt fólk, horfa á gamanmyndir eða ótrúlega fyndin myndbönd á Youtube. Eða hvað annað sem lyftir andanum upp og eykur kátínu og gleði. Hér þarf ekkert að flækja málin frekar en við viljum sjálf. 2. Svefnrútína þarf ekki að vera leiðinleg Um helgar leyfum við okkur mörg að sofa lengur út á morgnana og vaka lengur á kvöldin. Fyrir vikið sofnum við í seinna lagi á sunnudagskvöldum. Vissulega vitum við af því að mælt er með reglulegri svefnrútínu sjö daga vikunnar en við gætum hugsað „Í alvörunni, má maður ekkert…“ ef það að vaka aðeins lengur og kúra á morgnana er líka orðið bannað. En stöldrum aðeins við. Ef við getum spornað við þessum ömurlega mánudagsvinnukvíða með því að sofa vel allar nætur, er svefnrútína í skorðum þá ekki þess virði að reyna? Eða er það óspennandi tilhugsun að losna við kvíðann og hlakka til hvers dags? Að vera vel sofin eykur á vellíðan og gleði en dregur úr kvíðatilfinningu. Þá getur verið hressandi að byrja mánudagsmorgna á einhverri smá hreyfingu. Ef ekki hreyfingu út úr húsi, í ræktinni eða með göngutúr, geta smá líkamsteygjur strax gert kraftaverk. Komið blóðrásinni af stað og við einhvern veginn erum betur í stakk búin fyrir komandi vinnuviku. 3. Manstu....? Manstu hvernig þér leið þegar þú sóttir um þessa vinnu og fékkst svar um að þú værir ráðin(n)? Að rifja þetta augnablik upp kallar oft fram einhvers konar gleðitilfinningu sem yljar. Þótt langt um liðið sé síðan og við löngu hætt að líta á vinnuna öðruvísi en okkar leið til að eiga í okkur og á. En allt sem mögulega vekur ánægjulegar minningar eða tilfinningar sem við tengjum við vinnuna okkar, getur spornað við mánudagsvinnukvíðanum. Til dæmis þegar við vorum ráðin, eitthvað fyndið sem hefur gerst í vinnunni, einhver frábær árangur sem við náðum þar og var hrósað fyrir, vinirnir sem við höfum eignast þar (oft gaman að rifja upp fyrstu kynnin) og svo framvegis. Á leiðinni í vinnuna á mánudögum getur líka verið gott að rifja upp hver markmiðin okkar voru þegar að við réðum okkur í þetta starf. Erum við búin að ná þeim markmiðum? Er allt eins og við óskuðum okkur? Getum við gert eitthvað meira? Að finna tilgang í því sem við gerum skiptir líka máli er góð leið til að sporna við kvíða. 4. Vá hvað þetta er spennandi framtíðarsýn... Það hafa allir gott af því að hafa einhverja framtíðarsýn. Ef þér finnst þú ekki búa yfir einhverri framtíðarsýn er upplagt að byrja á því verkefni. Þeir sem eru lengra komnir og telja sig búa yfir skýrri framtíðarsýn, geta líka spurt sig hvort sú framtíðarsýn sé ekki örugglega spennandi og rétt? Hér gildir aðeins að þú mótir þá framtíðarsýn sem þér finnst spennandi og skemmtileg tilhugsun. Þú þarft ekkert að velta því fyrir þér hvað öðrum finnst og getur valið að móta þér framtíðarsýn um eitthvað eitt atriði sem þig langar hvað mest að horfa til. Og þá kemur að næstu spurningum: Ertu örugglega að vinna samkvæmt þessari framtíðarsýn? Hvað í daglegu lífi gerir þú, sem er líklegt til að færa þig nær þessari framtíðarsýn? 5. Þú getur breytt meira en þú heldur Stundum geta markvissar aðgerðir til að sporna við mánudagsvinnukvíða leitt okkur að einhverjum skemmtilegum og nýjum áskorunum. Við gætum til dæmis komist að því að okkur finnst ekki nógu gaman í vinnunni. Eða að okkur finnist við ekki metin þar af verðleikum. Ef okkur líður eitthvað í þessa veru, er gott að byrja á því að velta því fyrir okkur hvort það sé eitthvað sem við getum sjálf gert til að breyta þessari líðan eða aðstæðum. Snýst þetta bara um okkar eigið viðhorf eða snýst þetta um að gera eitthvað svo vinnan verði skemmtilegri? Gott ráð fyrir þá sem vilja gera breytingar í vinnunni er að virkja sjálfan sig í að sýna frumkvæði. Taka þátt í umræðum á fundum eða hjálpa vinnufélaga við úrlausn mála. Þá gætum við spornað við kvíða með því að gera hugann upptekinn í jákvæðum og uppbyggilegum hugsunum og hugmyndum, þannig að kvíðinn kemst síður að. Til dæmis gætum við ákveðið að hrósa alltaf einhverjum sérstaklega á mánudögum. Því það að hrósa fólki gefur okkur sjálfum gleði. Á sunnudagskvöldum gætum við jafnvel hugsað um það, hver fær hrósið okkar í dag? 6. Kaflaskipti Ef ekkert af ofangreindu virkar gæti sá tími verið kominn að þú hreinlega þurfir að velta fyrir þér nýju starfi. Tilhugsunin ein og sér gæti búið til enn stærri kvíðahnút í maganum, en vittu til: Sá hnútur fer. En ef þú ert að upplifa kvíða fyrir hvern vinnudag, ekki bara eftir frí eða mánudagsvinnukvíða, gæti verið ástæða til að velta fyrir sér öðrum og stærri kaflaskiptum. Heilsa Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01 Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Dökkt súkkulaði er eitt af því sem getur hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu en allir kannast við að syfja stundum í vinnunni, þrátt fyrir góðan nætursvefn. 4. júní 2020 11:00 Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 Mikilvægt að eiga vin í vinnunni Að eiga vin í vinnunni getur virkað sem hvatning til þess að vinna meira eða hraðar. Einmanaleiki í vinnu er mjög algengur. 10. júlí 2020 10:00 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Sjá meira
Margir reyna að sporna við þessari tilfinningu og fá jafnvel hálfgert samviskubit yfir því að finna fyrir þessum kvíða: „Ég meina, ef ég er ánægð(ur) í vinnunni og allt, hvers vegna finn ég þá alltaf fyrir þessum mánudagsvinnukvíða?“ Mánudagsvinnukvíði er hins vegar staðreynd sem margt fólk kannast við. Hann þarf ekki að tengjast neinu í vinnunni okkar beint, en lætur þó alltaf á sér kræla þegar að við eigum að fara að vinna aftur eftir frí. Hér eru nokkur góð ráð til að sporna við þessum kvíða. 1. Endurskoðaðu hvernig þú nýtir helgarfríið Að slaka á um helgar er hjá flestum markmið númer eitt. Ein skýring á mánudagsvinnukvíðanum getur hins vegar verið að við sóttum okkur ekki nægilega hvíld, upplyftingu og gleði. Margir nota til dæmis laugardagana í heimilisþrif og vikuinnkaup. Síðan þarf að huga að einhverju skemmtilegu að gera til að hafa ofan af fyrir börnunum. Eitt ráð til að sporna við mánudagsvinnukvíðanum er að skoða vel hvernig helgarnar eru hjá þér og rýna í það hvort þú ert að gera eitthvað sem þér fannst í alvörunni rosalega skemmtilegt. Til samanburðar getum við hugsað til þess hvernig okkur hefur liðið eftir frábæra helgarferð, til dæmis í sumarbústaðaferð. Okkur fannst svo gaman að við erum hreinlega enn hress og kát þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni. Ef við rýnum í helgarnar okkar og reynum að finna hvað við getum gert til að draga fram þessa tilfinningu, eða sambærilega, erum við komin langt. Þetta þarf ekki að vera flókið eða dýrt. Bara eitthvað sem okkur finnst ofsalega skemmtilegt. Sumir geta til dæmis sett sér það markmið að hlæja meira um helgar. Það er ókeypis og hægt á ýmsa vegu. Til dæmis með því að tala við skemmtilegt fólk, horfa á gamanmyndir eða ótrúlega fyndin myndbönd á Youtube. Eða hvað annað sem lyftir andanum upp og eykur kátínu og gleði. Hér þarf ekkert að flækja málin frekar en við viljum sjálf. 2. Svefnrútína þarf ekki að vera leiðinleg Um helgar leyfum við okkur mörg að sofa lengur út á morgnana og vaka lengur á kvöldin. Fyrir vikið sofnum við í seinna lagi á sunnudagskvöldum. Vissulega vitum við af því að mælt er með reglulegri svefnrútínu sjö daga vikunnar en við gætum hugsað „Í alvörunni, má maður ekkert…“ ef það að vaka aðeins lengur og kúra á morgnana er líka orðið bannað. En stöldrum aðeins við. Ef við getum spornað við þessum ömurlega mánudagsvinnukvíða með því að sofa vel allar nætur, er svefnrútína í skorðum þá ekki þess virði að reyna? Eða er það óspennandi tilhugsun að losna við kvíðann og hlakka til hvers dags? Að vera vel sofin eykur á vellíðan og gleði en dregur úr kvíðatilfinningu. Þá getur verið hressandi að byrja mánudagsmorgna á einhverri smá hreyfingu. Ef ekki hreyfingu út úr húsi, í ræktinni eða með göngutúr, geta smá líkamsteygjur strax gert kraftaverk. Komið blóðrásinni af stað og við einhvern veginn erum betur í stakk búin fyrir komandi vinnuviku. 3. Manstu....? Manstu hvernig þér leið þegar þú sóttir um þessa vinnu og fékkst svar um að þú værir ráðin(n)? Að rifja þetta augnablik upp kallar oft fram einhvers konar gleðitilfinningu sem yljar. Þótt langt um liðið sé síðan og við löngu hætt að líta á vinnuna öðruvísi en okkar leið til að eiga í okkur og á. En allt sem mögulega vekur ánægjulegar minningar eða tilfinningar sem við tengjum við vinnuna okkar, getur spornað við mánudagsvinnukvíðanum. Til dæmis þegar við vorum ráðin, eitthvað fyndið sem hefur gerst í vinnunni, einhver frábær árangur sem við náðum þar og var hrósað fyrir, vinirnir sem við höfum eignast þar (oft gaman að rifja upp fyrstu kynnin) og svo framvegis. Á leiðinni í vinnuna á mánudögum getur líka verið gott að rifja upp hver markmiðin okkar voru þegar að við réðum okkur í þetta starf. Erum við búin að ná þeim markmiðum? Er allt eins og við óskuðum okkur? Getum við gert eitthvað meira? Að finna tilgang í því sem við gerum skiptir líka máli er góð leið til að sporna við kvíða. 4. Vá hvað þetta er spennandi framtíðarsýn... Það hafa allir gott af því að hafa einhverja framtíðarsýn. Ef þér finnst þú ekki búa yfir einhverri framtíðarsýn er upplagt að byrja á því verkefni. Þeir sem eru lengra komnir og telja sig búa yfir skýrri framtíðarsýn, geta líka spurt sig hvort sú framtíðarsýn sé ekki örugglega spennandi og rétt? Hér gildir aðeins að þú mótir þá framtíðarsýn sem þér finnst spennandi og skemmtileg tilhugsun. Þú þarft ekkert að velta því fyrir þér hvað öðrum finnst og getur valið að móta þér framtíðarsýn um eitthvað eitt atriði sem þig langar hvað mest að horfa til. Og þá kemur að næstu spurningum: Ertu örugglega að vinna samkvæmt þessari framtíðarsýn? Hvað í daglegu lífi gerir þú, sem er líklegt til að færa þig nær þessari framtíðarsýn? 5. Þú getur breytt meira en þú heldur Stundum geta markvissar aðgerðir til að sporna við mánudagsvinnukvíða leitt okkur að einhverjum skemmtilegum og nýjum áskorunum. Við gætum til dæmis komist að því að okkur finnst ekki nógu gaman í vinnunni. Eða að okkur finnist við ekki metin þar af verðleikum. Ef okkur líður eitthvað í þessa veru, er gott að byrja á því að velta því fyrir okkur hvort það sé eitthvað sem við getum sjálf gert til að breyta þessari líðan eða aðstæðum. Snýst þetta bara um okkar eigið viðhorf eða snýst þetta um að gera eitthvað svo vinnan verði skemmtilegri? Gott ráð fyrir þá sem vilja gera breytingar í vinnunni er að virkja sjálfan sig í að sýna frumkvæði. Taka þátt í umræðum á fundum eða hjálpa vinnufélaga við úrlausn mála. Þá gætum við spornað við kvíða með því að gera hugann upptekinn í jákvæðum og uppbyggilegum hugsunum og hugmyndum, þannig að kvíðinn kemst síður að. Til dæmis gætum við ákveðið að hrósa alltaf einhverjum sérstaklega á mánudögum. Því það að hrósa fólki gefur okkur sjálfum gleði. Á sunnudagskvöldum gætum við jafnvel hugsað um það, hver fær hrósið okkar í dag? 6. Kaflaskipti Ef ekkert af ofangreindu virkar gæti sá tími verið kominn að þú hreinlega þurfir að velta fyrir þér nýju starfi. Tilhugsunin ein og sér gæti búið til enn stærri kvíðahnút í maganum, en vittu til: Sá hnútur fer. En ef þú ert að upplifa kvíða fyrir hvern vinnudag, ekki bara eftir frí eða mánudagsvinnukvíða, gæti verið ástæða til að velta fyrir sér öðrum og stærri kaflaskiptum.
Heilsa Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01 Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Dökkt súkkulaði er eitt af því sem getur hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu en allir kannast við að syfja stundum í vinnunni, þrátt fyrir góðan nætursvefn. 4. júní 2020 11:00 Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 Mikilvægt að eiga vin í vinnunni Að eiga vin í vinnunni getur virkað sem hvatning til þess að vinna meira eða hraðar. Einmanaleiki í vinnu er mjög algengur. 10. júlí 2020 10:00 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Sjá meira
Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01
Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01
Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Dökkt súkkulaði er eitt af því sem getur hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu en allir kannast við að syfja stundum í vinnunni, þrátt fyrir góðan nætursvefn. 4. júní 2020 11:00
Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49
Mikilvægt að eiga vin í vinnunni Að eiga vin í vinnunni getur virkað sem hvatning til þess að vinna meira eða hraðar. Einmanaleiki í vinnu er mjög algengur. 10. júlí 2020 10:00