Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 20:23 Fjölmargir hafa mælt bólusetningarskyldu vörubílstjóra í Ottowa í Kanada síðustu daga. EPA-EFE/ANDRE PICHETTE Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. Mótmælendurnir, sem ganga undir nafninu “Freedom Convoy” eða „Frelsislestin,“ gagnrýna bólusetningarskyldu harðlega. Kanadamenn hafa gripið til harðra takmarkana í faraldrinum en stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa meðal annars ákveðið að skattleggja óbólusetta. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram að mestu leyti en lögregla hefur nokkur mál til rannsóknar þar sem mótmælendur eiga að hafa borið merki nasista. Þá hafa einnig verið myndbönd af konu í dreifingu á samfélagsmiðlum, sem dansaði á minnisvarða fallinna hermanna. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada segir mótmælin „móðgun við söguna og sannleikann,“ og hefur ekki viljað fara á fund mótmælenda. „Tjáningarfrelsið, réttur til mótmæla og samkoma er hornsteinn lýðræðisins. Merki nasista, rasismi og vanhelgun minnisvarða er það ekki. Ég legg áherslu á að standa með þjóðinni og koma okkur í gegnum þennan faraldur,“ segir Trudeau. Candice Bergen, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada, segir að mótmælendurnir eigi rétt á því að hlustað verði á þá: „Mótmælendurnir hafa rétt á virðingu. Milljónir Kanadabúa eru orðnir langþreyttir á útgöngubanni og brostnum loforðum,“ segir Bergen í stjórnarandstöðu. Mótmælin má rekja til nýrra reglna um skyldu óbólusettra vörubílstjóra til að einangra sig við komu til Kanada frá Bandaríkjunum. Um 90 prósent vörubílstjóra í Kanada eru bólusettir en reglurnar nýju eiga að hafa verið kornið sem fyllti mælinn, að því er fram kemur hjá Breska ríkisútvarpinu. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Mótmælendurnir, sem ganga undir nafninu “Freedom Convoy” eða „Frelsislestin,“ gagnrýna bólusetningarskyldu harðlega. Kanadamenn hafa gripið til harðra takmarkana í faraldrinum en stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa meðal annars ákveðið að skattleggja óbólusetta. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram að mestu leyti en lögregla hefur nokkur mál til rannsóknar þar sem mótmælendur eiga að hafa borið merki nasista. Þá hafa einnig verið myndbönd af konu í dreifingu á samfélagsmiðlum, sem dansaði á minnisvarða fallinna hermanna. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada segir mótmælin „móðgun við söguna og sannleikann,“ og hefur ekki viljað fara á fund mótmælenda. „Tjáningarfrelsið, réttur til mótmæla og samkoma er hornsteinn lýðræðisins. Merki nasista, rasismi og vanhelgun minnisvarða er það ekki. Ég legg áherslu á að standa með þjóðinni og koma okkur í gegnum þennan faraldur,“ segir Trudeau. Candice Bergen, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada, segir að mótmælendurnir eigi rétt á því að hlustað verði á þá: „Mótmælendurnir hafa rétt á virðingu. Milljónir Kanadabúa eru orðnir langþreyttir á útgöngubanni og brostnum loforðum,“ segir Bergen í stjórnarandstöðu. Mótmælin má rekja til nýrra reglna um skyldu óbólusettra vörubílstjóra til að einangra sig við komu til Kanada frá Bandaríkjunum. Um 90 prósent vörubílstjóra í Kanada eru bólusettir en reglurnar nýju eiga að hafa verið kornið sem fyllti mælinn, að því er fram kemur hjá Breska ríkisútvarpinu.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira