Ekki góðir dagar fyrir nýja Liverpool manninn í undankeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 08:01 Luis Diaz í leiknum á móti Argentínu í undankeppni HM í nótt. Liðið varð helst að vinna á móti Messi lausu argentínsku liði sem var komið áfram en tókst ekki. AP/Gustavo Garello Það lítur ekki út fyrir að Luis Díaz og félagar í kólumbíska landsliðinu séu á leiðinni á HM í Katar eftir stigalausan glugga í undankeppni HM. Kólumbíska landsliðinu tókst ekki að skora í leikjum sínum á móti Argentínu og Perú og tapaði báðum leikjunum 1-0. Díaz lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Díaz fékk heimsókn frá fulltrúum Liverpool í glugganum og gekk frá félagsskiptum sínum yfir til enska stórliðsins frá Porto en á sama tíma varð landsliðið hans af dýrmætum stigum. A message from our new Red #VamosLuis pic.twitter.com/Be82uaW5wq— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022 Kólumbía er í sjöunda sæti Suðurameríkuriðilsins með 17 stig. Liðið er fimm stigum á eftir Úrúgvæ sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur beint sæti á HM. Perú er í fimmta sætinu, fjórum stigum á undan Kólumbíu, en það sæti gefur þátttökurétt í umspili með liðum frá öðrum álfum. Næst á dagskrá hjá Luis Díaz er að hitta nýju liðsfélaga sína hjá Liverpool en það á samt eftir að koma í ljós hvernig Jürgen Klopp ætlar að nota hann til að byrja með. Það eykur þó líkurnar að hann fá fljótt tækifæri af því að þeir Mo Salah og Sadio Mane eru á fullu í Afríkukeppninni. Luis Diaz adds another dimension to Liverpool's attack pic.twitter.com/MlWLGTLYhR— GOAL (@goal) January 30, 2022 Síle er heldur ekki í alltof góðum málum með tveimur stigum meira en Kólumbía en aðeins tvær umferðir eru eftir. Ekvador er í þriðja sætinu með 25 stig og hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti sæti í umspilinu. Alexis Sanchez skoraði tvívegis fyrir Síle í 3-2 útisigri á Bólivíu og hélt því HM von liðsins á lífi en útlitið er ekki bjart ekki frekar en hjá Kólumbíu. Brasilía og Argentína eru hins vegar þegar búin að tryggja sér sæti á HM. Þau bættu enn frekar stöðu sína með sigurleikjum í nótt. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu þökk sé sigurmarki Lautaro Martinez á 29. mínútu en Argentínumenn léku þarna 29 leikinn í röð án þess að tapa og hinn taplausi Emiliano Martinez hélt marki sínu enn einu sinni hreinu. Lionel Messi lék ekki með Argentínu í þessum glugga en það stoppaði ekki liðið. Brasilía vann 4-0 sigur á Paragvæ þar sem Leedsarinn Raphinha og Aston Villa maðurinn Philippe Coutinho komu liðinu í 2-0. Það voru síðan ungu strákarnir Antony hjá Ajax og Rodrygo hjá Real Madrid sem innsigluðu sigurinn undir lokin. 4-0 1-0 1-1 4-1 2-3 #WCQ | #WorldCup | @CONMEBOL pic.twitter.com/B2ycY0QmUK— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 2, 2022 HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Kólumbíska landsliðinu tókst ekki að skora í leikjum sínum á móti Argentínu og Perú og tapaði báðum leikjunum 1-0. Díaz lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Díaz fékk heimsókn frá fulltrúum Liverpool í glugganum og gekk frá félagsskiptum sínum yfir til enska stórliðsins frá Porto en á sama tíma varð landsliðið hans af dýrmætum stigum. A message from our new Red #VamosLuis pic.twitter.com/Be82uaW5wq— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022 Kólumbía er í sjöunda sæti Suðurameríkuriðilsins með 17 stig. Liðið er fimm stigum á eftir Úrúgvæ sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur beint sæti á HM. Perú er í fimmta sætinu, fjórum stigum á undan Kólumbíu, en það sæti gefur þátttökurétt í umspili með liðum frá öðrum álfum. Næst á dagskrá hjá Luis Díaz er að hitta nýju liðsfélaga sína hjá Liverpool en það á samt eftir að koma í ljós hvernig Jürgen Klopp ætlar að nota hann til að byrja með. Það eykur þó líkurnar að hann fá fljótt tækifæri af því að þeir Mo Salah og Sadio Mane eru á fullu í Afríkukeppninni. Luis Diaz adds another dimension to Liverpool's attack pic.twitter.com/MlWLGTLYhR— GOAL (@goal) January 30, 2022 Síle er heldur ekki í alltof góðum málum með tveimur stigum meira en Kólumbía en aðeins tvær umferðir eru eftir. Ekvador er í þriðja sætinu með 25 stig og hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti sæti í umspilinu. Alexis Sanchez skoraði tvívegis fyrir Síle í 3-2 útisigri á Bólivíu og hélt því HM von liðsins á lífi en útlitið er ekki bjart ekki frekar en hjá Kólumbíu. Brasilía og Argentína eru hins vegar þegar búin að tryggja sér sæti á HM. Þau bættu enn frekar stöðu sína með sigurleikjum í nótt. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu þökk sé sigurmarki Lautaro Martinez á 29. mínútu en Argentínumenn léku þarna 29 leikinn í röð án þess að tapa og hinn taplausi Emiliano Martinez hélt marki sínu enn einu sinni hreinu. Lionel Messi lék ekki með Argentínu í þessum glugga en það stoppaði ekki liðið. Brasilía vann 4-0 sigur á Paragvæ þar sem Leedsarinn Raphinha og Aston Villa maðurinn Philippe Coutinho komu liðinu í 2-0. Það voru síðan ungu strákarnir Antony hjá Ajax og Rodrygo hjá Real Madrid sem innsigluðu sigurinn undir lokin. 4-0 1-0 1-1 4-1 2-3 #WCQ | #WorldCup | @CONMEBOL pic.twitter.com/B2ycY0QmUK— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 2, 2022
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira