Innlent

Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Við­reisnar í Reykja­vík

Eiður Þór Árnason skrifar
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi.
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi. Vísir/Vilhelm

Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar.

Þetta kemur fram í framboðstilkynningu hans en hann hefur meðal annars stýrt menningar- íþrótta- og tómstundaráði og skipulags- og samgönguráði á yfirstandandi kjörtímabili, ásamt því að hafa starfað sem forseti borgarstjórnar hluta tímabilsins. Prófkjör Viðreisnar í borginni fer fram 4. til 5. mars.

„Ég hef á kjörtímabilinu barist fyrir grænum áherslum í skipulagsmálum, ég hef stutt þéttingu byggðar, ég hef stutt fjölgun göngugatna, ég hef stutt við uppbyggingu hjólastíga og ég hef stutt við Borgarlínuverkefnið, heilshugar.

Sem formaður í skipulagsráði hef ég lagt kapp á skipulagsferlar í borginni gangi hratt og vel fyrir sig. Í minni tíð, frá árinu 2021, hefur verið lokið við deiliskipulag lóða fyrir yfir 3 þúsund íbúðir. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram á svipaðri braut en leggja enn meiri áherslu á skipulagningu nýrrar byggðar í Vatnsmýri,“ segir Pawel í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×