Verðandi forstjóri segir hægt að aflétta hraðar Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 20:35 Runólfur Pálsson tekur við sem forstjóri Landspítalans 1. mars. Vísir/Vilhelm Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum. Runólfur Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Landspítala til fimm ára og tekur við embættinu 1. mars. Sem framkvæmdastjóri meðferðasviðs hefur hann á undanförnum mánuðum verið fulltrúi spítalans í ýmsum viðtölum og meðal annars lýst því að huga þurfi að heildarhagsmunum samfélagsins. Margir eigi enda um sárt að binda vegna sóttvarnaraðgerðanna, sem þó hafi verið nauðsynlegar. „Ég er talsmaður þess að aflétta eins hratt og kostur er því að við þurfum að huga að öðrum hagsmunum líka. En við þurfum líka að gæta að stöðu spítalans og heilbrigðisþjónustunnar, ekki bara hérna á Reykjavíkursvæðinu heldur líka úti á landi. Ógnin núna er að við missum of mikið af starfsfólkinu út,“ segir Runólfur. Næstu tvær vikur heilladrjúgar Mannekla sé helsti vandinn - ef allir fá Covid, fara allir í einangrun. Að öðru leyti sé staðan góð; sjúkrahúsið sé mjög lítið að fást við veikt fólk af völdum Covid-19. Allsherjaraflétting er engu að síður ekki boðuð fyrr en um miðjan mars en Runólfur kveðst vongóður um að þetta geti gengið mun hraðar fyrir sig. „Þetta er ekki langur tími sem ég vænti að líði þar til við getum aflétt að fullu. En gerum þetta skynsamlega,“ segir Runólfur. Hvað myndirðu skjóta á? „Það er erfitt að segja. Ég spái því að næstu tvær vikur verði heilladrjúgar og það getur ýmislegt gerst innan þess tímaramma.“ Í starfi forstjóra telur Runólfur að manneklan sé helsta viðfangsefnið fram undan en hann vill líka efla fræðslu- og vísindahlutverk spítalans. Þá hafi verkefnum sjúkrahússins fjölgað á undanförnum árum. „Ég vona að ég þurfi ekki að vera í fjölmiðlum reglulega að biðja um meiri peninga. En auðvitað er þetta mjög þrálát umræða sem snertir fjármögnun spítalans,“ segir Runólfur. „Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er reyndar gríðarlega stór áskorun þetta starf en það eru líka mikil tækifæri sem eru fyrir hendi hérna á Landspítala.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Runólfur Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Landspítala til fimm ára og tekur við embættinu 1. mars. Sem framkvæmdastjóri meðferðasviðs hefur hann á undanförnum mánuðum verið fulltrúi spítalans í ýmsum viðtölum og meðal annars lýst því að huga þurfi að heildarhagsmunum samfélagsins. Margir eigi enda um sárt að binda vegna sóttvarnaraðgerðanna, sem þó hafi verið nauðsynlegar. „Ég er talsmaður þess að aflétta eins hratt og kostur er því að við þurfum að huga að öðrum hagsmunum líka. En við þurfum líka að gæta að stöðu spítalans og heilbrigðisþjónustunnar, ekki bara hérna á Reykjavíkursvæðinu heldur líka úti á landi. Ógnin núna er að við missum of mikið af starfsfólkinu út,“ segir Runólfur. Næstu tvær vikur heilladrjúgar Mannekla sé helsti vandinn - ef allir fá Covid, fara allir í einangrun. Að öðru leyti sé staðan góð; sjúkrahúsið sé mjög lítið að fást við veikt fólk af völdum Covid-19. Allsherjaraflétting er engu að síður ekki boðuð fyrr en um miðjan mars en Runólfur kveðst vongóður um að þetta geti gengið mun hraðar fyrir sig. „Þetta er ekki langur tími sem ég vænti að líði þar til við getum aflétt að fullu. En gerum þetta skynsamlega,“ segir Runólfur. Hvað myndirðu skjóta á? „Það er erfitt að segja. Ég spái því að næstu tvær vikur verði heilladrjúgar og það getur ýmislegt gerst innan þess tímaramma.“ Í starfi forstjóra telur Runólfur að manneklan sé helsta viðfangsefnið fram undan en hann vill líka efla fræðslu- og vísindahlutverk spítalans. Þá hafi verkefnum sjúkrahússins fjölgað á undanförnum árum. „Ég vona að ég þurfi ekki að vera í fjölmiðlum reglulega að biðja um meiri peninga. En auðvitað er þetta mjög þrálát umræða sem snertir fjármögnun spítalans,“ segir Runólfur. „Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er reyndar gríðarlega stór áskorun þetta starf en það eru líka mikil tækifæri sem eru fyrir hendi hérna á Landspítala.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira