„Horfum þrjú ár fram í tímann“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 2. febrúar 2022 21:09 Grindavík beið lægri hlut fyrir Keflavík í kvöld. Hulda Margrét Grindavík beið lægri hlut fyrir Keflavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld en þrátt fyrir það er engan bilbug að finna á Grindavíkurkonum. Grindavík missti Keflavík nokkuð langt fram úr sér undir lok leiks í kvöld og töpuðu að lokum með 20 stigum. Ég spurði Bryndísi Gunnlaugsdóttur, aðstoðarþjálfara Grindavíkur, hvað hefði farið úrskeiðis þegar leið á leikinn „Ég held að það hafi aðallega bara verið trúin. Við höfðum ekki nægilega mikla trú á verkefninu til að klára þennan leik, því þetta er alls ekki 20 stiga leikur. Það voru þarna síðustu 3-4 mínúturnar sem það fór að fjara undan þessu. Það var margt í varnarleiknum sem við gátum gert miklu betur, og höfum gert betur í vetur. Í sóknarleiknum vantaði líka bara miklu meiri trú, sérstaklega á móti svæðisvörninni. Þar vorum við að fá opin skot aftur og aftur en annað hvort tókum þau ekki eða hittum ekki.“ Daniela Wallen Morillo átti sannkallaðan stórleik í kvöld, endaði með 35 stig og 53 framlagspunkta, sem er jöfnun á bestu frammistöðu vetrarins í deildinni. Grindavík átti fá svör við hennar frammistöðu í kvöld. „Hún er frábær leikmaður og átti frábæran leik í dag. Við eigum samt að geta stoppað hana og höfum gert það áður. Við þurfum bara að fara yfir þetta en við eigum eftir að mæta Keflavík einu sinni enn í vetur og þá gerum við betur.“ Grindavík hefur ekki verið að tapa mörgum leikjum stórt í vetur þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni, en þær eru með næst besta sóknarlið deildarinnar. Það virðist þó oft vanta herslumuninn til að klára jafna leiki. Ég spurði Bryndísi hvort hún væri með einhverjar lausnir á þessu vandamáli. „Við þurfum að læra að klára leiki. Það er stundum eins og við sjáum að við getum unnið en þá kemur upp smá stress en það er líka bara vegna þess að við erum með ungar íslenskar stelpur sem við viljum að taki ábyrgð. Við viljum að þær læri af þessu og við Lalli höfum fulla trú á þeim og að þetta sé allt að koma. Við erum búnar að vera betri í hverjum leik og við erum að horfa þrjú ár fram í tímann og þessar stelpur munu klára leiki í framtíðinni. Við viljum að þessar íslensku stelpur taki ábyrgð, spili stór hlutverk og taki þessi stóru skot.“ Það voru töluverð forföll hjá Grindavík í kvöld, þrír lykilleikmenn í sóttkví og Alexandra Eva sem nýlega gekk til liðs við liðið með slitið krossband og leikur ekki meira með á tímabilinu. Bryndís vildi þó ekki gera of mikið úr þessum aðstæðum, það væru öll lið að eiga við svipaða hluti þetta tímabilið. „Þetta er bara eins og öll lið hafa verið að kljást við í vetur. Einhver með covid, einhver í sóttkví, einhver meiddur. Þetta er bara það sem maður þarf að takast á við en auðvitað munar um þær fjórar hér í dag en körfubolti er með 5 leikmenn inná í hvoru liði og við vorum átta hér í kvöld. Mér finnst samt leiðinleg þessi nýja regla hjá KKÍ að það sé ekki hægt að setja yngri flokka leikmenn á leikmannalistann eftir 31. janúar. Það hefði verið gaman að gefa þeim tækifæri að hita upp með okkur og fá smjörþefinn fyrir framtíðina, en svona eru reglurnar og við verðum bara að fara eftir þeim.“ Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira
Grindavík missti Keflavík nokkuð langt fram úr sér undir lok leiks í kvöld og töpuðu að lokum með 20 stigum. Ég spurði Bryndísi Gunnlaugsdóttur, aðstoðarþjálfara Grindavíkur, hvað hefði farið úrskeiðis þegar leið á leikinn „Ég held að það hafi aðallega bara verið trúin. Við höfðum ekki nægilega mikla trú á verkefninu til að klára þennan leik, því þetta er alls ekki 20 stiga leikur. Það voru þarna síðustu 3-4 mínúturnar sem það fór að fjara undan þessu. Það var margt í varnarleiknum sem við gátum gert miklu betur, og höfum gert betur í vetur. Í sóknarleiknum vantaði líka bara miklu meiri trú, sérstaklega á móti svæðisvörninni. Þar vorum við að fá opin skot aftur og aftur en annað hvort tókum þau ekki eða hittum ekki.“ Daniela Wallen Morillo átti sannkallaðan stórleik í kvöld, endaði með 35 stig og 53 framlagspunkta, sem er jöfnun á bestu frammistöðu vetrarins í deildinni. Grindavík átti fá svör við hennar frammistöðu í kvöld. „Hún er frábær leikmaður og átti frábæran leik í dag. Við eigum samt að geta stoppað hana og höfum gert það áður. Við þurfum bara að fara yfir þetta en við eigum eftir að mæta Keflavík einu sinni enn í vetur og þá gerum við betur.“ Grindavík hefur ekki verið að tapa mörgum leikjum stórt í vetur þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni, en þær eru með næst besta sóknarlið deildarinnar. Það virðist þó oft vanta herslumuninn til að klára jafna leiki. Ég spurði Bryndísi hvort hún væri með einhverjar lausnir á þessu vandamáli. „Við þurfum að læra að klára leiki. Það er stundum eins og við sjáum að við getum unnið en þá kemur upp smá stress en það er líka bara vegna þess að við erum með ungar íslenskar stelpur sem við viljum að taki ábyrgð. Við viljum að þær læri af þessu og við Lalli höfum fulla trú á þeim og að þetta sé allt að koma. Við erum búnar að vera betri í hverjum leik og við erum að horfa þrjú ár fram í tímann og þessar stelpur munu klára leiki í framtíðinni. Við viljum að þessar íslensku stelpur taki ábyrgð, spili stór hlutverk og taki þessi stóru skot.“ Það voru töluverð forföll hjá Grindavík í kvöld, þrír lykilleikmenn í sóttkví og Alexandra Eva sem nýlega gekk til liðs við liðið með slitið krossband og leikur ekki meira með á tímabilinu. Bryndís vildi þó ekki gera of mikið úr þessum aðstæðum, það væru öll lið að eiga við svipaða hluti þetta tímabilið. „Þetta er bara eins og öll lið hafa verið að kljást við í vetur. Einhver með covid, einhver í sóttkví, einhver meiddur. Þetta er bara það sem maður þarf að takast á við en auðvitað munar um þær fjórar hér í dag en körfubolti er með 5 leikmenn inná í hvoru liði og við vorum átta hér í kvöld. Mér finnst samt leiðinleg þessi nýja regla hjá KKÍ að það sé ekki hægt að setja yngri flokka leikmenn á leikmannalistann eftir 31. janúar. Það hefði verið gaman að gefa þeim tækifæri að hita upp með okkur og fá smjörþefinn fyrir framtíðina, en svona eru reglurnar og við verðum bara að fara eftir þeim.“
Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40