Erlent

Höfuðand­stæðingi Tru­deaus bolað frá

Atli Ísleifsson skrifar
Erin O‘Toole hefur setið á þingi frá árinu 2012 og tók við formannsembætti Íhaldsflokksins af Andrew Scheer árið 2020.
Erin O‘Toole hefur setið á þingi frá árinu 2012 og tók við formannsembætti Íhaldsflokksins af Andrew Scheer árið 2020. AP

Þingmenn kanadíska Íhaldsflokksins boluðu formanni flokksins, Erin O’Toole, úr embætti í gær.

Leynileg atkvæðagreiðsla innan þingflokksins leiddi til þess að 73 þingmenn greiddu atkvæði með að O‘Toole færi frá, en 45 voru á því að hann ætti að leiða flokkinn áfram.

Mikil umræða hefur verið um frammistöðu O’Toole og sömuleiðis hvort að flokkurinn ætti í auknum mæli að reyna að höfða til fólk enn lengra til hægri á hinu pólitíska litrófi.

Þingmenn sem þykja nú líklegir til að gera tilkall til formannsembættisins hafa margir lýst yfir stuðningi við mótmæli síðustu vikna, leiddum af hægriöfgahópum, gegn bólussetningarskyldu og ýmsar kvaðir tengdum faraldrinum.

Fyrr í vikunni rituðu 35 þingmenn Íhaldsflokksins bréf þar sem þess leiðtogaskipta var krafist – bréf sem leiddi svo til þeirrar leynilegu atkvæðagreiðslu sem fram fór í gær.

Þingkosningur fóru síðast fram í Kanada í september 2021 þar sem Frjálslyndi flokkur Justins Trudeau forsætisráðherra hafði betur gegn O‘Toole og Íhaldsflokki hans. Frjálslyndi flokkurinn tryggði sér 157 þingsæti og Íhaldsflokkurinn 121 þingsæti.

Hinn 49 ára O‘Toole, sem starfaði áður sem flugumferðarstjóri, hefur setið á þingi frá árinu 2012 og tók við formannsembætti Íhaldsflokksins af Andrew Scheer árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×