Erfitt að horfa á son sinn bíða heima lífshættulega veikur Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 3. febrúar 2022 10:30 Harpa Henrysdóttir á þrettán ára son sem hefur ítrekað reynt að taka eigið líf. Harpa Henrysdóttir er kennari á Ísafirði sem nýverið greindi opinberlega frá þeim nöturlegu aðstæðum sem þrettán ára sonur hennar stendur frammi fyrir. Hann var í síðustu viku útskrifaður af barna og- unglingageðdeild Landspítalans eftir stutta innlögn í kjölfar þriðju sjálfsvígstilraunar sinnar á síðustu 10 mánuðum. Harpa segir son sinn nauðsynlega þurfa á meðferðarinnlögn að halda, en samkvæmt þeim upplýsingum sem Harpa fékk á Barna og unglingageðdeild getur sú bið tekið allt að tíu til tólf mánuði. Harpa ákvað með fullu samþykki sonar síns að segja okkur frá stöðunni í þeirri von að frásögn hennar ýti við þeim sem stjórna þessum málaflokki. „Hann er að glíma við þunglyndi og kvíða sem á sennilega uppruna sinn í áföllum sem hann hefur orðið fyrir sem ég vil kannski ekki fara nánar út í. Á síðustu tveimur árum höfum við séð hvernig líðan hans hefur versnað. Fyrir rúmum tveimur árum sjáum við að þetta er ekki eðlilegt ástand að líða svona. Þá segir hann okkur í fyrsta skipti að hann langi til þess að deyja,“ segir Harpa. Ástandið fór versnandi Hún segir að fjölskyldan hafi strax tekið þessu mjög alvarlega og hafi leitað í öll þau úrræði sem í boði voru fyrir vestan og segir hún að þeim hafi svo sem alls staðar verið vel tekið. Skólahjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi og barnavernd hafi öll verið að vilja gerð til að hjálpa en vandinn hafi verið flókinn og margþættur enda ekki einfalt að vera ellefu, tólf ára gamalt barn í dag. „Þó svo að við reynum að hjálpa honum og allir þá þarf einhverja sérfræðinga til að hjálpa barni í þessari stöðu. Svo fer ástandið bara versnandi. Barnavernd kemur inn og hjálpar okkur með allt sem okkur dettur í hug. Hann fer til sálfræðings í gegnum heilsugæsluna og það svona gekk ekki alveg upp. Við leitum síðan til sálfræðings úti í bæ og hann vinnur með honum og við förum svona að komast að því hver þessi áföll eru og hvernig þetta hefur haft áhrif á hann. Þetta er bara svo djúpt og hefur svo gríðarleg áhrifa á hann og líðan hans. Við ráðum ekki við að gera þetta heima.“ Og Harpa segir tilfinninguna þegar maður heyrir barnið sitt segja upphátt að það vilja ekki lifa lengur vera hreint út sagt hræðilega. „Ég held að það sé okkur foreldrum mjög eðlilegt að fara í þann gír að ætla sér bara að bjarga málunum. Svo þegar maður getur það ekki þá kemur auðvitað sjálfsásökun og manni finnst maður hafa brugðist algjörlega sem foreldri. Ég hlýt að hafa klúðrað einhverju stórkostlega þegar barninu manns líður eins og það vilji ekki lifa.“ Getum vakið athygli á þessu Harpa segist gera sér grein fyrir því í dag að fjölskylda hennar er langt frá að vera sú eina sem standi í þessum sporum en hún segist hafa fullan skilning á að fólk í þessari stöðu upplifi bæði vanmátt og skömm og vilji ekki bera þessi mál sín út á torg. Það sé jú öllum hjartans mál að vera góðir foreldrar og það er erfitt þegar fólk byrji að efast um sjálft sig í þessari stöðu. „Við hugsuðum, við erum svona sterk og samheldin fjölskylda og getum allavega vakið athygli á þessu.“ Harpa segir að sem móðir sé þetta ástand gríðarlega slítandi og taugatrekkjandi. Fjölskyldan öll hafi stöðugar og nagandi áhyggjur sem séu viðvarandi alla daga enda skilji þau drenginn aldrei eftir einan nema í algjörri neyð. Harpa segist alltaf vera með hnút í maganum ef strákurinn er ekki í augsýn og hefur fjölskyldan undanfarið þurft að skipta með sér vöktum til að passa upp á að hann fari sér ekki að voða. „Þegar ástandið er orðið þannig að barnið er að skaða sig og reyna taka sitt eigið líf þá eru ekki pláss fyrir nein mistök.“ Ísland í dag leitaði eftir svörum hjá Landspítalanum og náðist samband við Guðrúnu Bryndísi Guðmundsdóttur yfirlækni á Barna og unglingageðdeild. Guðrún gat eðli málsins samkvæmt ekki tjáð sig um einstök mál en gat sagt Frosta Logasyni að almennt séð fái börn sem glími við sjálfsvígshugsanir strax bráðainnlögn en það er þá síðan bráðateymisins að meta hversu mikil hætta sé á sjálfsvígi í hverju tilviki fyrir sig. Ef barn er síðan metið í sjálfsvígshættu og að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þess þá eigi biðtíminn inn á BUGL að vera engin. Biðtíminn inn á göngudeild BUGL sé hins vegar nokkuð langur en þar eru 130 börn á biðlista og meðalbiðtíminn þar geti verið á bilinu sjö til átta mánuðir. Frosti ræddi við Guðrúnu Bryndísi Guðmundsdóttur yfirlækni á Barna og unglingageðdeild. „Þetta er allt mjög einstaklingsbundið. Börn sem fara í bráðainnlögn eru nánast undantekningarlaust útskrifuð yfir til bráðateymis og það verður svona eftirfylgni eftir innlögn. Ef þörfin er metin þannig í einstöku máli þá er tekið tillit til þess ef barn býr úti á landi. Það getur verið erfitt fyrir krakka sem búa úti á landi að sækja meðferð sem verður að vera dagleg. Þau börn koma oft í lengri innlögn. Við höfum misst út fagfólk og höfum ekki verið með fulla mönnun og þá hægist á inntöku hjá okkur. Það þarf alveg án efa að mennta fleira fagfólk og gera vinnustaðinn áhugaverðan þar sem eru borguð vel borguð laun. Hér hefur launastefnan verið þannig að við missum fólk í betur borgaðri vinnu,“ segir Guðrún. Skortur á skilningi Guðrún segir að auðvitað sé Barna og unglingageðdeild stöðugt að biðja um meira fjármagn eins og aðrir í heilbrigðiskerfinu en þau vilji líka sjá skipulagsbreytingar á þjónustunni í heild sinni. Hún telur nauðsynlegt að börnunum sé líka mætt fyrr enda hafi margar rannsóknir sýnt að sé það gert verði allur kostnaður í kringum svona þjónustu miklu minni fyrir ríkið. „Nú er búið að leggja pening í geðheilsuteymi barna og vonandi fáum við að sjá hverju það skilar en vandinn er umfangsmikill og það þarf að skoða þetta allt í heild sinni. Við þurfum að fá inn fleira fólk og getum alveg reiknað út miðað við þá þjónustu sem er ekki bráðainnlögn hvað við þurfum af mannskap til að stytta biðlista. Svo þarf fleira fagfólk af öllum tegundum. Ég veit ekki til þess að til standi til að gera þetta hjá heilbrigðisyfirvöldum. Það er skortur á skilningi í þessum málaflokki. Öll bið fyrir börn með geðrænan vanda er slæm.“ Harpa Henrysdóttir er eins og gefur að skilja úrkula vonar og spyr sig hvort ástandið þurfi virkilega að vera svona hjá þjóð sem býr í einu ríkasta landi heims. Hún hefur sent út opinbert ákalla til heilbrigðisráðherra og vonast til þess að kerfið allt verði tekið endurskoðunar við fyrsta tækifæri. „Vandinn er í kerfinu og ekki hjá fólki sem er að vinna störfin. Að það séu ekki nógu margir sérfræðingar og ekki til nógu miklir peningar til þess að taka á móti krökkum sem eru lífshættulega veikir, það er alveg stórfurðulegt,“ segir Harpa. Heilbrigðisráðuneytið hefur nýverið gefið það út að verið sé að leita leiða til samhæfingar og samþættingar geðheilbrigðisþjónustu svo hægt sé að veita börnum rétta þjónustu á réttum tíma. En eftir stendur að um það bil 130 börn sitja á biðlista í kerfi þar sem það getur tekið 10 – 12 mánuði að fá þjónustu. Einhverjir gætu sagt sér að þetta sé óviðunandi ástand og Harpa hefur þetta að segja að lokum. „Við viljum ekki að okkar barn fái einhverja sérmeðferð af því að við erum núna búin að setja nafn og andlit á einhverja sorgarsögu. Það er kerfisbreyting sem þarf. Að fólk þurfi ekki að opinbera sín persónulegustu málefni í fjölmiðlum til að fá hjálp fyrir sín lífshættulegu börn. Það er algjörlega bilað,“ segir Harpa að lokum. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Börn og uppeldi Geðheilbrigði Ísland í dag Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Hann var í síðustu viku útskrifaður af barna og- unglingageðdeild Landspítalans eftir stutta innlögn í kjölfar þriðju sjálfsvígstilraunar sinnar á síðustu 10 mánuðum. Harpa segir son sinn nauðsynlega þurfa á meðferðarinnlögn að halda, en samkvæmt þeim upplýsingum sem Harpa fékk á Barna og unglingageðdeild getur sú bið tekið allt að tíu til tólf mánuði. Harpa ákvað með fullu samþykki sonar síns að segja okkur frá stöðunni í þeirri von að frásögn hennar ýti við þeim sem stjórna þessum málaflokki. „Hann er að glíma við þunglyndi og kvíða sem á sennilega uppruna sinn í áföllum sem hann hefur orðið fyrir sem ég vil kannski ekki fara nánar út í. Á síðustu tveimur árum höfum við séð hvernig líðan hans hefur versnað. Fyrir rúmum tveimur árum sjáum við að þetta er ekki eðlilegt ástand að líða svona. Þá segir hann okkur í fyrsta skipti að hann langi til þess að deyja,“ segir Harpa. Ástandið fór versnandi Hún segir að fjölskyldan hafi strax tekið þessu mjög alvarlega og hafi leitað í öll þau úrræði sem í boði voru fyrir vestan og segir hún að þeim hafi svo sem alls staðar verið vel tekið. Skólahjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi og barnavernd hafi öll verið að vilja gerð til að hjálpa en vandinn hafi verið flókinn og margþættur enda ekki einfalt að vera ellefu, tólf ára gamalt barn í dag. „Þó svo að við reynum að hjálpa honum og allir þá þarf einhverja sérfræðinga til að hjálpa barni í þessari stöðu. Svo fer ástandið bara versnandi. Barnavernd kemur inn og hjálpar okkur með allt sem okkur dettur í hug. Hann fer til sálfræðings í gegnum heilsugæsluna og það svona gekk ekki alveg upp. Við leitum síðan til sálfræðings úti í bæ og hann vinnur með honum og við förum svona að komast að því hver þessi áföll eru og hvernig þetta hefur haft áhrif á hann. Þetta er bara svo djúpt og hefur svo gríðarleg áhrifa á hann og líðan hans. Við ráðum ekki við að gera þetta heima.“ Og Harpa segir tilfinninguna þegar maður heyrir barnið sitt segja upphátt að það vilja ekki lifa lengur vera hreint út sagt hræðilega. „Ég held að það sé okkur foreldrum mjög eðlilegt að fara í þann gír að ætla sér bara að bjarga málunum. Svo þegar maður getur það ekki þá kemur auðvitað sjálfsásökun og manni finnst maður hafa brugðist algjörlega sem foreldri. Ég hlýt að hafa klúðrað einhverju stórkostlega þegar barninu manns líður eins og það vilji ekki lifa.“ Getum vakið athygli á þessu Harpa segist gera sér grein fyrir því í dag að fjölskylda hennar er langt frá að vera sú eina sem standi í þessum sporum en hún segist hafa fullan skilning á að fólk í þessari stöðu upplifi bæði vanmátt og skömm og vilji ekki bera þessi mál sín út á torg. Það sé jú öllum hjartans mál að vera góðir foreldrar og það er erfitt þegar fólk byrji að efast um sjálft sig í þessari stöðu. „Við hugsuðum, við erum svona sterk og samheldin fjölskylda og getum allavega vakið athygli á þessu.“ Harpa segir að sem móðir sé þetta ástand gríðarlega slítandi og taugatrekkjandi. Fjölskyldan öll hafi stöðugar og nagandi áhyggjur sem séu viðvarandi alla daga enda skilji þau drenginn aldrei eftir einan nema í algjörri neyð. Harpa segist alltaf vera með hnút í maganum ef strákurinn er ekki í augsýn og hefur fjölskyldan undanfarið þurft að skipta með sér vöktum til að passa upp á að hann fari sér ekki að voða. „Þegar ástandið er orðið þannig að barnið er að skaða sig og reyna taka sitt eigið líf þá eru ekki pláss fyrir nein mistök.“ Ísland í dag leitaði eftir svörum hjá Landspítalanum og náðist samband við Guðrúnu Bryndísi Guðmundsdóttur yfirlækni á Barna og unglingageðdeild. Guðrún gat eðli málsins samkvæmt ekki tjáð sig um einstök mál en gat sagt Frosta Logasyni að almennt séð fái börn sem glími við sjálfsvígshugsanir strax bráðainnlögn en það er þá síðan bráðateymisins að meta hversu mikil hætta sé á sjálfsvígi í hverju tilviki fyrir sig. Ef barn er síðan metið í sjálfsvígshættu og að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þess þá eigi biðtíminn inn á BUGL að vera engin. Biðtíminn inn á göngudeild BUGL sé hins vegar nokkuð langur en þar eru 130 börn á biðlista og meðalbiðtíminn þar geti verið á bilinu sjö til átta mánuðir. Frosti ræddi við Guðrúnu Bryndísi Guðmundsdóttur yfirlækni á Barna og unglingageðdeild. „Þetta er allt mjög einstaklingsbundið. Börn sem fara í bráðainnlögn eru nánast undantekningarlaust útskrifuð yfir til bráðateymis og það verður svona eftirfylgni eftir innlögn. Ef þörfin er metin þannig í einstöku máli þá er tekið tillit til þess ef barn býr úti á landi. Það getur verið erfitt fyrir krakka sem búa úti á landi að sækja meðferð sem verður að vera dagleg. Þau börn koma oft í lengri innlögn. Við höfum misst út fagfólk og höfum ekki verið með fulla mönnun og þá hægist á inntöku hjá okkur. Það þarf alveg án efa að mennta fleira fagfólk og gera vinnustaðinn áhugaverðan þar sem eru borguð vel borguð laun. Hér hefur launastefnan verið þannig að við missum fólk í betur borgaðri vinnu,“ segir Guðrún. Skortur á skilningi Guðrún segir að auðvitað sé Barna og unglingageðdeild stöðugt að biðja um meira fjármagn eins og aðrir í heilbrigðiskerfinu en þau vilji líka sjá skipulagsbreytingar á þjónustunni í heild sinni. Hún telur nauðsynlegt að börnunum sé líka mætt fyrr enda hafi margar rannsóknir sýnt að sé það gert verði allur kostnaður í kringum svona þjónustu miklu minni fyrir ríkið. „Nú er búið að leggja pening í geðheilsuteymi barna og vonandi fáum við að sjá hverju það skilar en vandinn er umfangsmikill og það þarf að skoða þetta allt í heild sinni. Við þurfum að fá inn fleira fólk og getum alveg reiknað út miðað við þá þjónustu sem er ekki bráðainnlögn hvað við þurfum af mannskap til að stytta biðlista. Svo þarf fleira fagfólk af öllum tegundum. Ég veit ekki til þess að til standi til að gera þetta hjá heilbrigðisyfirvöldum. Það er skortur á skilningi í þessum málaflokki. Öll bið fyrir börn með geðrænan vanda er slæm.“ Harpa Henrysdóttir er eins og gefur að skilja úrkula vonar og spyr sig hvort ástandið þurfi virkilega að vera svona hjá þjóð sem býr í einu ríkasta landi heims. Hún hefur sent út opinbert ákalla til heilbrigðisráðherra og vonast til þess að kerfið allt verði tekið endurskoðunar við fyrsta tækifæri. „Vandinn er í kerfinu og ekki hjá fólki sem er að vinna störfin. Að það séu ekki nógu margir sérfræðingar og ekki til nógu miklir peningar til þess að taka á móti krökkum sem eru lífshættulega veikir, það er alveg stórfurðulegt,“ segir Harpa. Heilbrigðisráðuneytið hefur nýverið gefið það út að verið sé að leita leiða til samhæfingar og samþættingar geðheilbrigðisþjónustu svo hægt sé að veita börnum rétta þjónustu á réttum tíma. En eftir stendur að um það bil 130 börn sitja á biðlista í kerfi þar sem það getur tekið 10 – 12 mánuði að fá þjónustu. Einhverjir gætu sagt sér að þetta sé óviðunandi ástand og Harpa hefur þetta að segja að lokum. „Við viljum ekki að okkar barn fái einhverja sérmeðferð af því að við erum núna búin að setja nafn og andlit á einhverja sorgarsögu. Það er kerfisbreyting sem þarf. Að fólk þurfi ekki að opinbera sín persónulegustu málefni í fjölmiðlum til að fá hjálp fyrir sín lífshættulegu börn. Það er algjörlega bilað,“ segir Harpa að lokum. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Börn og uppeldi Geðheilbrigði Ísland í dag Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira