Lífið

Fimm hundruð fermetra hús í anda Beverly Hills á Akureyri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úlfar byrjaði að reisa húsið árið 1983. 
Úlfar byrjaði að reisa húsið árið 1983. 

Í Heimsókn á Stöð 2 í gærkvöldi bankaði Sindri Sindrason upp á hjá athafnamanninum Úlfari Gunnarssyni sem býr í fimm hundruð fermetra einbýlishúsi við Helgamagrastræti á Akureyri.

Þar býr hann ásamt eiginkonu sinni Vilborgu Jóhannsdóttur en saman reka þau tískuvöruverslunina Centro fyrir norðan.

Húsið er einstakt og minnir í raun meira á eign sem staðsett er í Beverly Hills í Bandaríkjunum. Úlfar reisti það sjálfur á sínum tíma og hugaði hann að hverju smáatriði. 

Til að mynda er sérstakt partýhús við hliðina á eigninni og er þar heitur pottur innandyra og einstaklega smekkleg hönnun. 

Leitað var í smiðju þáttanna Dallas við klippingu á þættinum og má sjá skemmtilegt dæmi um það hér að neðan.

Klippa: Fimm hundruð fermetra hús í anda Beverly Hills á Akureyri





Fleiri fréttir

Sjá meira


×