Elín Björk bætist í oddvitaslag VG í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. febrúar 2022 10:24 Elín Björk Jónasdóttir er formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. vísir/egill Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún mun því etja kappi við þær Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa VG, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, varaborgarfulltrúa flokksins, sem sækjast einnig eftir að leiða VG í kosningunum. Þetta staðfestir Elín Björk í samtali við fréttastofu. „Ég ætla að láta reyna á þetta, já. Ég hef fengið góða hvatningu til þess víðs vegar að og langar núna að láta að mér kveða í borgarmálunum,“ segir hún. Elín Björk hefur starfað hjá Veðurstofunni í rúma tvo áratugi og segir að eðlilega eigi loftslags- og náttúruverndarmál hug hennar allan. „En ég er ekki síður áfram um þessi helstu mál í borginni; húsnæðismál, skipulags- og skólamálin og auðvitað um velferðarstefnuna sem er rekin hér,“ segir hún. Elín Björk hefur verið afar virk innan Vinstri grænna undanfarin ár. Nú situr hún í stjórn flokksins, er formaður Reykjavíkurfélagsins, sem er stærsta aðildarfélag flokksins, og þá sat hún í áttunda sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Opin fyrir því að starfa utan núverandi meirihluta Hún segir aðspurð að VG verði að bæta við sig fylgi í borginni en flokkurinn hefur nú aðeins einn borgarfulltrúa þar. Spurð hvort henni þóknist að starfa áfram í núverandi meirihluta með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum segir hún: „Ég held það verði bara að koma í ljós hvað kemur upp úr kjörkössunum. Það eru kannski háværar raddir með og á móti þessum meirihluta en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað borgarbúar vilja. Það verður auðvitað að koma í ljós þegar talið er upp úr kjörkössunum.“ Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Hún mun því etja kappi við þær Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa VG, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, varaborgarfulltrúa flokksins, sem sækjast einnig eftir að leiða VG í kosningunum. Þetta staðfestir Elín Björk í samtali við fréttastofu. „Ég ætla að láta reyna á þetta, já. Ég hef fengið góða hvatningu til þess víðs vegar að og langar núna að láta að mér kveða í borgarmálunum,“ segir hún. Elín Björk hefur starfað hjá Veðurstofunni í rúma tvo áratugi og segir að eðlilega eigi loftslags- og náttúruverndarmál hug hennar allan. „En ég er ekki síður áfram um þessi helstu mál í borginni; húsnæðismál, skipulags- og skólamálin og auðvitað um velferðarstefnuna sem er rekin hér,“ segir hún. Elín Björk hefur verið afar virk innan Vinstri grænna undanfarin ár. Nú situr hún í stjórn flokksins, er formaður Reykjavíkurfélagsins, sem er stærsta aðildarfélag flokksins, og þá sat hún í áttunda sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Opin fyrir því að starfa utan núverandi meirihluta Hún segir aðspurð að VG verði að bæta við sig fylgi í borginni en flokkurinn hefur nú aðeins einn borgarfulltrúa þar. Spurð hvort henni þóknist að starfa áfram í núverandi meirihluta með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum segir hún: „Ég held það verði bara að koma í ljós hvað kemur upp úr kjörkössunum. Það eru kannski háværar raddir með og á móti þessum meirihluta en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað borgarbúar vilja. Það verður auðvitað að koma í ljós þegar talið er upp úr kjörkössunum.“
Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26
Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11