Leiðtogi ISIS-samtakanna drepinn í aðgerð Bandaríkjahers Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 14:57 Til átaka kom í og í grennd við þetta hús í Atmeh í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi hafði hafist við. EPA Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS, var drepinn í aðgerð sérsveitar bandaríska hersins í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í dag. Að sögn talsmanna Bandaríkjastjórnar sprengdi Qurayshi sjálfan sig í loft upp, auk nokkurra úr fjölskyldu sinni á meðal á áhlaupi Bandaríkjahers stóð. Sagt var frá því í morgun að lík þrettán hafi fundist á vettvangi – þar af sex börn og fjórar konur. President Biden, Vice President Harris and members of the President s national security team observe the counterterrorism operation responsible for removing from the battlefield Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi the leader of ISIS. pic.twitter.com/uhK75WeUme— The White House (@WhiteHouse) February 3, 2022 Þyrlur bandaríska hersins lentu í úthverfi bæjarins Atmeh í Idlib-héraði, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi, um miðnætti og kom í kjölfarið til harðra átaka við húsið þar sem al-Qurayshi dvaldi. Þyrlur Bandaríkjahers yfirgáfu staðinn um tveimur tímum eftir að þær komu á staðinn. New York Times greinir frá því að ein þyrla Bandaríkjahers hafi verið skilin eftir á staðnum vegna tæknivandræða og síðar eyðilögð í loftárás Bandaríkjahers til að hún kæmist ekki í hendur uppreisnarmanna. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Biden segir að allir hermenn Bandaríkjahers, sem þátt tóku í aðgerðinni, hafi snúið aftur til baka, heilir á húfi. Qurayshi tók við stjórnartaumunum sem leiðtogi ISIS eftir að Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp, auk þriggja barna, í aðgerð sérsveitar Bandaríkjahers ekki langt frá Atmeh í október 2019. Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í dag. Að sögn talsmanna Bandaríkjastjórnar sprengdi Qurayshi sjálfan sig í loft upp, auk nokkurra úr fjölskyldu sinni á meðal á áhlaupi Bandaríkjahers stóð. Sagt var frá því í morgun að lík þrettán hafi fundist á vettvangi – þar af sex börn og fjórar konur. President Biden, Vice President Harris and members of the President s national security team observe the counterterrorism operation responsible for removing from the battlefield Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi the leader of ISIS. pic.twitter.com/uhK75WeUme— The White House (@WhiteHouse) February 3, 2022 Þyrlur bandaríska hersins lentu í úthverfi bæjarins Atmeh í Idlib-héraði, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi, um miðnætti og kom í kjölfarið til harðra átaka við húsið þar sem al-Qurayshi dvaldi. Þyrlur Bandaríkjahers yfirgáfu staðinn um tveimur tímum eftir að þær komu á staðinn. New York Times greinir frá því að ein þyrla Bandaríkjahers hafi verið skilin eftir á staðnum vegna tæknivandræða og síðar eyðilögð í loftárás Bandaríkjahers til að hún kæmist ekki í hendur uppreisnarmanna. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Biden segir að allir hermenn Bandaríkjahers, sem þátt tóku í aðgerðinni, hafi snúið aftur til baka, heilir á húfi. Qurayshi tók við stjórnartaumunum sem leiðtogi ISIS eftir að Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp, auk þriggja barna, í aðgerð sérsveitar Bandaríkjahers ekki langt frá Atmeh í október 2019.
Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent