Sif vill sumarfrí fyrir knattspyrnufólk Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2022 11:30 Sif Atladóttir á ferðinni í leik gegn Japan í nóvember. Hún lék með Kristianstad í Svíþjóð í áratug en spilar með Selfossi á komandi tímabili. Getty/Angelo Blankespoor Landsliðskonan Sif Atladóttir er nýflutt til landsins á ný frá Svíþjóð og mun spila með Selfossi í úrvalsdeildinni í fótbolta. Samhliða því starfar hún sem verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, eftir að hafa áður starfað fyrir leikmannasamtök í Svíþjóð. Sif segir að ýmislegt brenni á sér nú þegar hún sé að byrja að starfa í þágu leikmanna á Íslandi. Hún er sjálf tveggja barna móðir og segir mikilvægt að knattspyrnufólk fái tíma til að kúpla sig út í nokkra daga á sumrin, og njóta samvista með fjölskyldunni. „Það er ýmislegt sem ég væri til í að taka með frá Svíþjóð. Eitt af því er sumarfrí fyrir leikmenn. Nú veit ég að það verður frí á deildinni vegna EM hjá okkur [í júlí], en strákarnir fá ekki frí. Það er búin að vera rosalega mikil vitundarvakning í Svíþjóð með andlega heilsu, og þreytu, og þar er sumarfríið ofboðslega mikilvægt. Að geta „refreshað“ og fengið þessa fimm daga í frí til að fara í sumarbústað eða skjótast til Tenerife, til að fá þetta andlega og líkamlega frí sem maður þarf. Það er eitthvað sem að ég held að við hérna séum ekki alveg komin inn á ennþá, því við ætlum að nýta góða tímann á sumrin til að spila fótbolta. En það er enginn sem segir að það sé ekki hægt að taka tvær helgar í frí og gefa leikmönnum smá andrými til að jafna sig, og keyra svo upp aftur,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif Atla um starf sitt fyrir leikmannasamtökin „Við gleymum oft hvað hvíldin er mikilvæg, ekki bara líkamlega heldur andlega. Deildin er frekar ung hjá okkur, en karlamegin er aldurinn frekar jafn og leikmenn margir komnir með fjölskyldur,“ segir Sif. Hætta á að missa leikmenn fyrr úr íþróttinni „Ég man bara að þegar ég var að spila hér í kringum tvítugt að maður var ekkert að pæla í að maður þyrfti að fá helgarfrí eða að maður gæti ekki farið í sumarbústað eða eitthvað. En ég held að hugsunarhátturinn í dag sé allt öðruvísi. Leikmenn hugsa betur um sig og við þurfum að gefa traust. Leikmenn myndu fagna smáfríi til að geta verið með fjölskyldunni eða farið til Tenerife, og þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur. Við vitum það út frá rannsóknum að líkaminn hættir ekkert að vinna í þér þó að þú fáir helgarfrí eða fimm daga frí, eða tveggja vikna frí eins og við fengum úti,“ segir Sif og bendir á að álagið sé síst minna á leikmönnum sem spili á Íslandi en þeim sem spili erlendis í atvinnumennsku: „Við megum ekki gleyma að íslenskir leikmenn eru í fullu námi eða vinnu með fótboltanum. Við horfum á okkur sem atvinnumenn en erum samt í fullri atvinnumennsku á öðrum stöðum líka. Þá ertu kannski í 150-200% vinnu, færð ekkert sumarfrí, og þá muntu einhvers staðar lenda á veggnum. Þú getur líka bara orðið þreyttur og ekki nennt þessu, og þá erum við kannski farin að missa leikmenn mikið fyrr úr íþróttinni en við ættum að gera,“ segir Sif. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Vinnumarkaður Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Sif segir að ýmislegt brenni á sér nú þegar hún sé að byrja að starfa í þágu leikmanna á Íslandi. Hún er sjálf tveggja barna móðir og segir mikilvægt að knattspyrnufólk fái tíma til að kúpla sig út í nokkra daga á sumrin, og njóta samvista með fjölskyldunni. „Það er ýmislegt sem ég væri til í að taka með frá Svíþjóð. Eitt af því er sumarfrí fyrir leikmenn. Nú veit ég að það verður frí á deildinni vegna EM hjá okkur [í júlí], en strákarnir fá ekki frí. Það er búin að vera rosalega mikil vitundarvakning í Svíþjóð með andlega heilsu, og þreytu, og þar er sumarfríið ofboðslega mikilvægt. Að geta „refreshað“ og fengið þessa fimm daga í frí til að fara í sumarbústað eða skjótast til Tenerife, til að fá þetta andlega og líkamlega frí sem maður þarf. Það er eitthvað sem að ég held að við hérna séum ekki alveg komin inn á ennþá, því við ætlum að nýta góða tímann á sumrin til að spila fótbolta. En það er enginn sem segir að það sé ekki hægt að taka tvær helgar í frí og gefa leikmönnum smá andrými til að jafna sig, og keyra svo upp aftur,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif Atla um starf sitt fyrir leikmannasamtökin „Við gleymum oft hvað hvíldin er mikilvæg, ekki bara líkamlega heldur andlega. Deildin er frekar ung hjá okkur, en karlamegin er aldurinn frekar jafn og leikmenn margir komnir með fjölskyldur,“ segir Sif. Hætta á að missa leikmenn fyrr úr íþróttinni „Ég man bara að þegar ég var að spila hér í kringum tvítugt að maður var ekkert að pæla í að maður þyrfti að fá helgarfrí eða að maður gæti ekki farið í sumarbústað eða eitthvað. En ég held að hugsunarhátturinn í dag sé allt öðruvísi. Leikmenn hugsa betur um sig og við þurfum að gefa traust. Leikmenn myndu fagna smáfríi til að geta verið með fjölskyldunni eða farið til Tenerife, og þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur. Við vitum það út frá rannsóknum að líkaminn hættir ekkert að vinna í þér þó að þú fáir helgarfrí eða fimm daga frí, eða tveggja vikna frí eins og við fengum úti,“ segir Sif og bendir á að álagið sé síst minna á leikmönnum sem spili á Íslandi en þeim sem spili erlendis í atvinnumennsku: „Við megum ekki gleyma að íslenskir leikmenn eru í fullu námi eða vinnu með fótboltanum. Við horfum á okkur sem atvinnumenn en erum samt í fullri atvinnumennsku á öðrum stöðum líka. Þá ertu kannski í 150-200% vinnu, færð ekkert sumarfrí, og þá muntu einhvers staðar lenda á veggnum. Þú getur líka bara orðið þreyttur og ekki nennt þessu, og þá erum við kannski farin að missa leikmenn mikið fyrr úr íþróttinni en við ættum að gera,“ segir Sif.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Vinnumarkaður Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira