Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 13:30 Þeir Ásmundur og Ásgeir eru sammála um mikilvægi framkvæmdarinnar en greinir á um hvernig sé best að koma henni af stað. vísir/vilhelm/arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. Lagning Suðurnesjalínu 2 hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára en sveitarfélagið Vogar hefur ekki viljað veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Framkvæmdin hefur því verið í algeru uppnámi um skeið og úr þessari flækju vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiða með því að setja lög á framkvæmdina. Það er að segja að færa vald sveitarfélagsins til að veita framkvæmdaleyfi úr höndum þess með lögum. Þingmenn verða að geta tekið erfiðar ákvarðanir „Suðurnesjamenn eru búnir að bíða í 17 ár eftir að þessi lína verði lögð til að auka hér öryggi í raforkuflutningum og auka hér tækifæri í atvinnulífinu. Þetta er búið að taka allt of langan tíma og það er ekki hægt að gefa lengra svigrúm í það held ég,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans standa sjö aðrir þingmenn flokksins á bak við frumvarpið auk þingmanna frá Samfylkingu, Flokki fólksins og Framsóknarflokki. Ásmundur segir frumvarpið neyðarúrræði. Aldrei sé góður kostur að taka skipulagsvald af sveitarfélögum en það sé réttlætanlegt í einstaka tilfellum í svo mikilvægum málu. „Þrátt fyrir að þetta sé afar þungbært, að þurfa að ganga þá leið að taka skipulagsvald af sveitarfélagi í einu máli, þá held ég að við höfum höfðað til þeirrar ábyrgðar sem þingmenn bera á því að þetta svæði verði ekki út undan í uppbyggingu framtíðarinnar,“ segir Ásmundur. „Þingmenn þurfa stundum að gera meira en gott þykir og hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir, eins og er í þessu máli.“ Lögin hefðu hrikalegar afleiðingar Bæjarstjóri Voga er gríðarlega ósáttur með málið og telur fráleitt að setja lög á framkvæmdina. „Ég hef einfaldlega sagt að það sé brýnt að leita leiða til þess að komast að samkomulagi um það hvernig eigi að leysa málið. Og ég tel það einfaldlega fráleitt að það sé bara farin sú leið að setja lög á það þegar ekki er einu sinni hægt að klára samningana við borðið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann bendir á að enn eigi eftir að ná samkomulagi við landeigendur á svæðinu og þó að lögin yrðu samþykkt væri það verkefni enn eftir. Hann segir algerlega óumdeilt að línan verði að vera lögð til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Menn greini aðeins á um réttu leiðina til þess, en sem fyrr segir eru Vogamenn harðir á því að fá línuna í jörðu. Ef Alþingi setti lög á framkvæmdina myndi það hafa hrikalegar afleiðingar. „Þetta myndi auðvitað bara setja í uppnám allt sveitarstjórnarstigið gagnvart löggjafarvaldinu og það myndi bresta það gagnkvæma traust sem ríkir þar á milli,“ segir Ásgeir. Suðurnesjalína 2 Vogar Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Lagning Suðurnesjalínu 2 hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára en sveitarfélagið Vogar hefur ekki viljað veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Framkvæmdin hefur því verið í algeru uppnámi um skeið og úr þessari flækju vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiða með því að setja lög á framkvæmdina. Það er að segja að færa vald sveitarfélagsins til að veita framkvæmdaleyfi úr höndum þess með lögum. Þingmenn verða að geta tekið erfiðar ákvarðanir „Suðurnesjamenn eru búnir að bíða í 17 ár eftir að þessi lína verði lögð til að auka hér öryggi í raforkuflutningum og auka hér tækifæri í atvinnulífinu. Þetta er búið að taka allt of langan tíma og það er ekki hægt að gefa lengra svigrúm í það held ég,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans standa sjö aðrir þingmenn flokksins á bak við frumvarpið auk þingmanna frá Samfylkingu, Flokki fólksins og Framsóknarflokki. Ásmundur segir frumvarpið neyðarúrræði. Aldrei sé góður kostur að taka skipulagsvald af sveitarfélögum en það sé réttlætanlegt í einstaka tilfellum í svo mikilvægum málu. „Þrátt fyrir að þetta sé afar þungbært, að þurfa að ganga þá leið að taka skipulagsvald af sveitarfélagi í einu máli, þá held ég að við höfum höfðað til þeirrar ábyrgðar sem þingmenn bera á því að þetta svæði verði ekki út undan í uppbyggingu framtíðarinnar,“ segir Ásmundur. „Þingmenn þurfa stundum að gera meira en gott þykir og hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir, eins og er í þessu máli.“ Lögin hefðu hrikalegar afleiðingar Bæjarstjóri Voga er gríðarlega ósáttur með málið og telur fráleitt að setja lög á framkvæmdina. „Ég hef einfaldlega sagt að það sé brýnt að leita leiða til þess að komast að samkomulagi um það hvernig eigi að leysa málið. Og ég tel það einfaldlega fráleitt að það sé bara farin sú leið að setja lög á það þegar ekki er einu sinni hægt að klára samningana við borðið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann bendir á að enn eigi eftir að ná samkomulagi við landeigendur á svæðinu og þó að lögin yrðu samþykkt væri það verkefni enn eftir. Hann segir algerlega óumdeilt að línan verði að vera lögð til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Menn greini aðeins á um réttu leiðina til þess, en sem fyrr segir eru Vogamenn harðir á því að fá línuna í jörðu. Ef Alþingi setti lög á framkvæmdina myndi það hafa hrikalegar afleiðingar. „Þetta myndi auðvitað bara setja í uppnám allt sveitarstjórnarstigið gagnvart löggjafarvaldinu og það myndi bresta það gagnkvæma traust sem ríkir þar á milli,“ segir Ásgeir.
Suðurnesjalína 2 Vogar Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira