Skilur ekki að borgin ætli að gera veður út af saklausum skiltum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 22:00 Eigandi Hljómsýnar telur skiltin eiga rétt á sér. Stöð 2 Borgin ætlar að fara fram á það við verslunareigendur við Ármúla að þeir fjarlægi skilti sem banna öðrum en viðskiptavinum að leggja fyrir utan verslanir þeirra. Sjálfir eru þeir steinhissa á málinu, töldu sig eiga stæðin og segja borgina vera að gera veður út af engu. Flest fyrirtæki í Ármúlanum hafa komið upp skiltum fyrir utan verslanir sínar sem segja að engir nema viðskiptavinir megi leggja þar. En þetta virðist hins vegar ekki vera alveg rétt. Þegar lóðamörk borgarinnar eru skoðuð kemur skýrt í ljós að bílastæðin á suðurhlið Ármúlans eru utan lóðamarka og því á svokölluðu borgarlandi. Kjarninn vakti athygli á málinu í lok janúar. Og þar má hver sem er leggja í hvaða tilgangi sem hann vill nema að fyrirtæki hafi sérstaklega samið um annað við borgina. Hér sést greinilega hvernig bílastæðin á suðurhlið götunnar liggja utan lóðarmarka verslananna.vísir „Lóðamörkin liggja hérna einhvers staðar við kantsteininn og verslunareigendum er ekki heimilt að merkja þau sem sína eign,“ segir Atli Björn E Levy, verkfræðingur á skrifstofu Samgangna og borgarhönnunar. Margir verslunareigendur í götunni hafa kvartað nokkuð yfir því að fólk á leið í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni leggi í stæðin fyrir utan hjá þeim. Það virðist hins vegar í besta lagi. Atli Björn E Levy er verkfræðingur á skrifstofu Samganga og borgarhönnunar.Stöð 2 „Jú, eftir því sem maður sér best. Ég hef sjálfur nýtt mér þessi stæði þegar ég var að fara í sýnatöku. Og þetta er einhver athugull sem hefur komið auga á þetta, að svona liggi mörkin,“ segir Atli Björn. Verða látin fjarlægja skiltin Langflestar verslanir á suðurhlið Ármúlans hafa merkt stæðin með skiltum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verða eigendur látnar fjarlægja skiltin á næstunni og ef þeir gera það ekki mun borgin sjá um það sjálf. Þorsteinn Daníelsson, eða Steini Dan eins og hann er iðulega kallaður, hefur rekið verslun við Ármúlann í 27 ár. Hvað finnst þér um að borgin ætli að láta ykkur fjarlægja þessi skilti? „Ég skil það ekki. Bara alls ekki því að þetta er aldrei vandamál. Þetta sem var um daginn var náttúrulega vegna sýnatöku,“ segir Steini. Þorsteinn Daníelsson, eigandi Hljómsýnar.Stöð 2 Síðan fyrir aldamót hefur hann verið með skilti við verslun sína Hljómsýn sem bannar öðrum en viðskiptavinum að leggja þar. Borgin ætti að hans mati að spara sér ómakið og sleppa því að fjarlægja skiltin. „Algjör óþarfi. Því þetta er ekkert vandamál, í alvöru talað. Það hefur sennilega einhver kvartað hérna út af þessu sýnatöku... en það er búið. Það eru bara lausnir. Það þarf ekkert að vera að búa til vandamál. Það er alveg á hreinu,“ segir Steini. Reykjavík Skipulag Verslun Bílastæði Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Flest fyrirtæki í Ármúlanum hafa komið upp skiltum fyrir utan verslanir sínar sem segja að engir nema viðskiptavinir megi leggja þar. En þetta virðist hins vegar ekki vera alveg rétt. Þegar lóðamörk borgarinnar eru skoðuð kemur skýrt í ljós að bílastæðin á suðurhlið Ármúlans eru utan lóðamarka og því á svokölluðu borgarlandi. Kjarninn vakti athygli á málinu í lok janúar. Og þar má hver sem er leggja í hvaða tilgangi sem hann vill nema að fyrirtæki hafi sérstaklega samið um annað við borgina. Hér sést greinilega hvernig bílastæðin á suðurhlið götunnar liggja utan lóðarmarka verslananna.vísir „Lóðamörkin liggja hérna einhvers staðar við kantsteininn og verslunareigendum er ekki heimilt að merkja þau sem sína eign,“ segir Atli Björn E Levy, verkfræðingur á skrifstofu Samgangna og borgarhönnunar. Margir verslunareigendur í götunni hafa kvartað nokkuð yfir því að fólk á leið í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni leggi í stæðin fyrir utan hjá þeim. Það virðist hins vegar í besta lagi. Atli Björn E Levy er verkfræðingur á skrifstofu Samganga og borgarhönnunar.Stöð 2 „Jú, eftir því sem maður sér best. Ég hef sjálfur nýtt mér þessi stæði þegar ég var að fara í sýnatöku. Og þetta er einhver athugull sem hefur komið auga á þetta, að svona liggi mörkin,“ segir Atli Björn. Verða látin fjarlægja skiltin Langflestar verslanir á suðurhlið Ármúlans hafa merkt stæðin með skiltum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verða eigendur látnar fjarlægja skiltin á næstunni og ef þeir gera það ekki mun borgin sjá um það sjálf. Þorsteinn Daníelsson, eða Steini Dan eins og hann er iðulega kallaður, hefur rekið verslun við Ármúlann í 27 ár. Hvað finnst þér um að borgin ætli að láta ykkur fjarlægja þessi skilti? „Ég skil það ekki. Bara alls ekki því að þetta er aldrei vandamál. Þetta sem var um daginn var náttúrulega vegna sýnatöku,“ segir Steini. Þorsteinn Daníelsson, eigandi Hljómsýnar.Stöð 2 Síðan fyrir aldamót hefur hann verið með skilti við verslun sína Hljómsýn sem bannar öðrum en viðskiptavinum að leggja þar. Borgin ætti að hans mati að spara sér ómakið og sleppa því að fjarlægja skiltin. „Algjör óþarfi. Því þetta er ekkert vandamál, í alvöru talað. Það hefur sennilega einhver kvartað hérna út af þessu sýnatöku... en það er búið. Það eru bara lausnir. Það þarf ekkert að vera að búa til vandamál. Það er alveg á hreinu,“ segir Steini.
Reykjavík Skipulag Verslun Bílastæði Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira