Innlent

Ás­geir Sveins­son vann próf­kjör Sjálf­stæðis­flokksins í Mos­fells­bæ

Eiður Þór Árnason skrifar
Ásgeir Sveinsson mun leiða listann í Mosfellsbæ.
Ásgeir Sveinsson mun leiða listann í Mosfellsbæ. Aðsend

Ásgeir Sveinsson sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með 697 atkvæði eða 69% gildra atkvæða þegar öll atkvæði höfðu verið talin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum en í öðru sæti er Jana Katrín Knútsdóttir með 380 atkvæði í 1. – 2. sæti eða 37,6% gildra atkvæða.

  • Í þriðja sæti er Rúnar Bragi Guðlaugsson með 429 atkvæði samanlagt í 1. – 3. sæti eða 42,5% gildra atkvæða. 
  • Í fjórða sæti er Kolbrún G. Þorsteinsdóttir með 412 atkvæði samanlagt í 1. – 4. sæti eða 40,8% gildra atkvæða.
  • Í fimmta sæti er Hjörtur Örn Arnarson með 477 atkvæði samanlagt í 1. – 5. sæti eða 47,2% gildra atkvæða.
  • Í sjötta sæti er Arna Hagalínsdóttir með 437 atkvæði samanlagt í 1. – 6. sæti eða 43,3% gildra atkvæða.
  • Í sjöunda sæti er Hilmar Stefánsson með 497 atkvæði samanlagt í 1. – 7. sæti eða 49,2% gildra atkvæða.

Alls greiddu 1.044 atkvæði í prófkjörinu. Gild atkvæði eru 1.010. Auð og ógild atkvæði eru 34.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×