Innlent

Sprengi­sandur: Við­horfs­breyting til kyn­ferðis­brota, Sunda­braut, orku­málin og bók­mennta­saga

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Fyrst ræðir Kristján við Helga Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði og Helgu Völu Helgadóttur, alþingismann og fyrrverandi lögmann. Þau munu ræða viðhorfsbreytingu í umræðu um kynferðisofbeldi og velta fyrir sér áhrifum þeirra á samfélagið, réttarkerfið og þöggunarmenningu.

Því næst bæta Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, til þess að ræða Sundabraut. Sabine er efins um nytsemi hennar er Bergþór efast ekki eina mínútu um hana. Þau rökræða þessa miklu framtíðarframkvæmd.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er næstur. Hann tók nokkuð óvænt við ráðuneytinu eftir kosningarnar í haust. Hann mun fræða hvernig tekist verður á við meintan orkuskort og fyrirhuguð orkuskipti.

Síðasti gestur dagsins er síðan Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands. Ármann ritstýrði nýrri bókmenntasögu sem var að koma út, risaverki sem býður upp á margvíslegar vangaveltur um samspil Íslands við umheiminn í gegnum aldirnar, stöðu bókmenntanna og endurskoðun á mörgum viðteknum skoðunum á þeim og kannski Íslandssögunni í leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×