Leita í kappi við tímann með kafbáti og drónum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. febrúar 2022 10:00 Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar kemur kafbát Gavia út í Þingvallavatn. vísir/vilhelm Leit að þeim fjórum sem voru um borð í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni hófst aftur í morgun. Leitað er á vatninu og við það og nú er séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar að mæta á svæðið til að leita í því með kafbáti. Ofsaveður skellur á við svæðið í nótt. Þegar kafbátur var sendur niður að flaki flugvélarinnar seinni partinn í gær til að kanna aðstæður nánar kom í ljós að enginn þeirra fjögurra sem höfðu verið um borð í henni væri þar. Að sögn lögreglu er ljóst að fólkið hefur komist úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetri frá landi þar sem styst er. Gæslan kölluð út „Það verður mesti þunginn við sunnanvert vatnið. Það verða gönguhópar, bátar og drónar. Og þetta fer náttúrulega svolítið eftir veðri,“ segir Elín Jóhannsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út á staðinn en hún sérhæfir sig í neðansjávarbjörgun. Hún mun stýra leit með kafbát fyrirtækisins Gavia líkt og hún hefur gert undanfarna daga. „Það verður gengið á fæti við bakka vatnsins þarna í Ölfusvatnsvík og svo er náttúrulega reynt að leita líka úti á vatninu,“ segir Elín. Lítill veðurgluggi „Við verðum að nota þann veðurglugga sem við höfum. Mér skilst að veðrið eigi að versna mjög með kvöldinu,“ segir hún. Gul veðurviðvörun tekur gildi á svæðinu klukkan tvö í nótt vegna suðaustanstorms og hríðar. Viðvörunin verður síðan appelsínugul klukkan fjögur í nótt þegar gert er ráð fyrir ofsaveðri á svæðinu. Ljóst er að ekki verður leitað við þær aðstæður. Veður skánar síðan aftur eitthvað í skamma stund á morgun áður en gul veðurviðvörun tekur aftur gildi annað kvöld. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Þegar kafbátur var sendur niður að flaki flugvélarinnar seinni partinn í gær til að kanna aðstæður nánar kom í ljós að enginn þeirra fjögurra sem höfðu verið um borð í henni væri þar. Að sögn lögreglu er ljóst að fólkið hefur komist úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetri frá landi þar sem styst er. Gæslan kölluð út „Það verður mesti þunginn við sunnanvert vatnið. Það verða gönguhópar, bátar og drónar. Og þetta fer náttúrulega svolítið eftir veðri,“ segir Elín Jóhannsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út á staðinn en hún sérhæfir sig í neðansjávarbjörgun. Hún mun stýra leit með kafbát fyrirtækisins Gavia líkt og hún hefur gert undanfarna daga. „Það verður gengið á fæti við bakka vatnsins þarna í Ölfusvatnsvík og svo er náttúrulega reynt að leita líka úti á vatninu,“ segir Elín. Lítill veðurgluggi „Við verðum að nota þann veðurglugga sem við höfum. Mér skilst að veðrið eigi að versna mjög með kvöldinu,“ segir hún. Gul veðurviðvörun tekur gildi á svæðinu klukkan tvö í nótt vegna suðaustanstorms og hríðar. Viðvörunin verður síðan appelsínugul klukkan fjögur í nótt þegar gert er ráð fyrir ofsaveðri á svæðinu. Ljóst er að ekki verður leitað við þær aðstæður. Veður skánar síðan aftur eitthvað í skamma stund á morgun áður en gul veðurviðvörun tekur aftur gildi annað kvöld.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira