Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. febrúar 2022 12:01 Leitað verður að fólkinu sem var um borð í vélinni á botni vatnsins og í kring um það í dag. vísir/arnar Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. Það kom í ljós seinni partinn í gær þegar kafbátur var sendur niður að flakinu til að kanna aðstæður þar betur að enginn væri um borð í flugvélinni. Leit hófst að flugmanninum og þremur erlendum ferðamönnum, sem voru farþegar hans, í birtingu í morgun. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni. Leitarfólk er í kapphlaupi við tímann þar sem ofsaveðri er spáð á svæðinu og um land allt í nótt. Leitað er að fólkinu við vatnið, á því og á botni þess með kafbáti. Engar líkur á að fólkið hafi komist í land „Vélin lendir í vatninu og þá er greinilegt að fólkið hafi komist af sjálfsdáðum út úr henni,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það séu engar líkur á að nokkur hafi komist lifandi í land. „Stysta leið í land er um kílómeter og vatnið er núll til ein gráða og aðstæðurnar til að komast úr þessu eru bara ómögulegar, sko. Ofkælingin er bara komin strax,“ segir Oddur. Oddur Árnason á vettvangi síðasta föstudag.V'isir Enn séu engar vísbendingar um það atvikaðist að flugvélin endaði í vatninu. „Nei, við bara gefum okkur ekki neitt það eru teknir saman einstakir þættir í hverjum rannsóknarhluta og úr því verður einhver heildarmynd sem við erum ekkert að gefa út um fyrr en rannsókn er lokið,“ segir Oddur. Hann vill ekki svara því hvort einhver samskipti hafi verið milli flugvélarinnar og flugstjórnar eftir að hún fór í loftið. „Flugmaðurinn tilkynnir um flugplanið bara eins og er gert og við skulum svo bara eiga annað inni í rannsókninni. Og upplýsum ekkert um hana eða einstaka þætti hennar,“ segir Oddur. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Tengdar fréttir Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5. febrúar 2022 21:56 Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Það kom í ljós seinni partinn í gær þegar kafbátur var sendur niður að flakinu til að kanna aðstæður þar betur að enginn væri um borð í flugvélinni. Leit hófst að flugmanninum og þremur erlendum ferðamönnum, sem voru farþegar hans, í birtingu í morgun. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni. Leitarfólk er í kapphlaupi við tímann þar sem ofsaveðri er spáð á svæðinu og um land allt í nótt. Leitað er að fólkinu við vatnið, á því og á botni þess með kafbáti. Engar líkur á að fólkið hafi komist í land „Vélin lendir í vatninu og þá er greinilegt að fólkið hafi komist af sjálfsdáðum út úr henni,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það séu engar líkur á að nokkur hafi komist lifandi í land. „Stysta leið í land er um kílómeter og vatnið er núll til ein gráða og aðstæðurnar til að komast úr þessu eru bara ómögulegar, sko. Ofkælingin er bara komin strax,“ segir Oddur. Oddur Árnason á vettvangi síðasta föstudag.V'isir Enn séu engar vísbendingar um það atvikaðist að flugvélin endaði í vatninu. „Nei, við bara gefum okkur ekki neitt það eru teknir saman einstakir þættir í hverjum rannsóknarhluta og úr því verður einhver heildarmynd sem við erum ekkert að gefa út um fyrr en rannsókn er lokið,“ segir Oddur. Hann vill ekki svara því hvort einhver samskipti hafi verið milli flugvélarinnar og flugstjórnar eftir að hún fór í loftið. „Flugmaðurinn tilkynnir um flugplanið bara eins og er gert og við skulum svo bara eiga annað inni í rannsókninni. Og upplýsum ekkert um hana eða einstaka þætti hennar,“ segir Oddur.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Tengdar fréttir Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5. febrúar 2022 21:56 Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5. febrúar 2022 21:56
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58