Íslendingur í dómnefnd: Dómnefnd hótað lífláti eftir Eurovision-forval á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. febrúar 2022 15:49 Chanel og félagar. Sigurvegarar í Eurovision á Spáni og framlag Spánverja í úrslitakeppninni á Ítalíu í vor. Manuel Queimadelos Alonso/Getty Spænska þjóðin er öskureið eftir að framlag Spánverja í Eurovision var valið með pompi og prakt um síðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu, en fimm manna dómnefnd sérfræðinga hafði svo mikil völd að allt annað lag varð fyrir valinu. Einn Íslendingur sat í dómnefndinni sem hafa borist líflátshótanir vegna úrslitanna. Það er óhætt að segja að Spánverjar fylgist ekki með Eurovision söngvakeppninni af sömu ástríðu og mörlandinn. Öðru nær, hér fylgjast fáir með og flestir vita bókstaflega ekki af þessari keppni. Þar til í ár. Spænska ríkissjónvarpið ákvað nefnilega að blása til veislu og halda úrslitakeppnina með pompi og prakt í sólarparadísinni Benidorm þar sem milljónir manna sleikja sólina ár hvert. Og nú er búið að velja framlag Spánverja, með þvílíkum látum að jafnvel spænskir stjórnmálaleiðtogar eru farnir að blanda sér í málið og dómnefndarmönnum berast líflátshótanir. Sigurvegari keppninnar heitir Chanel. Hún er katalónsk og kúbversk og lagið hennar heitir SloMo. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mYBiIO0pfY">watch on YouTube</a> Lagið var ekki talið líklegt til afreka, og alls ekki spáð sigri. Þessu lagi var hins vegar spáð sigri. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4uGN9efcACw">watch on YouTube</a> Þetta eru þrjár konur frá Galisíu, sem er á norðvesturodda Spánar, norðan við Portúgal, lagið er á galisísku og, það hreinlega burstaði símakosningu almennings í úrslitakeppninni um síðustu helgi. Lagið er enda gríðarlega kraftmikið og með djúpar rætur í galískri þjóðlagahefð. Það féll í kramið hjá spænsku þjóðinni og lagið fékk rúm 70 prósent allra atkvæða í símakosningunni. Einhvern tímann hefði það nú dugað til að vinna keppni. Í þokkabót fékk Chanel ekki nema rétt tæp 4 prósent atkvæða frá almenningi. Íslendingur í dómnefnd sem hunsaði vilja almennings En þá er komið að atkvæðum dómnefndarinnar. Og hlut Íslendinga í því að koma lagi sem spænska þjóðin vill ekki, í úrslitakeppnina í vor. Hin faglega dómnefnd var skipuð fimm manns, þremur spænskum listakonum, og tveimur körlum, tónlistarstjóra frá Austurríki og einum Íslendingi, Felix Bergssyni, sem er eins og flestir vita, mikill Eurovision sérfræðingur, tónlistarmaður og fararstjóri Íslendinga í Eurovision. Þessi dómnefnd valdi Chanel sem sigurvegara og vegna þess hve mikið vægi fimmmenningarnir hafa gagnvart 200.000 atkvæðum spænsku þjóðarinnar, þá dugði það til að velta galísku valkyrjunum úr sessi. Dómnefndarmeðlimum hótað lífláti Og það er bókstaflega allt vitlaust. Dómnefndarmönnum hafa sumum hverjum borist líflátshótanir, spænsk kona sem sat í dómnefndinni er sökuð um að vera góð vinkona Chanel og hún segir að börnum hennar hafi verið hótað lífláti. Og fleiri úr dómnefndinni greina frá því að þeir hafi móttekið skilaboð þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Spænskir stjórnmálaleiðtogar nokkurra flokka hafa ekki látið sitt eftir liggja og lýst yfir stuðningi sínum við galísku söngkonurnar sem sitja eftir með sárt ennið. Spænska ríkissjónvarpið fann sig knúið til að boða til blaðamannafundar í vikunni þar sem talsmenn þess reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir viðurkenndu þó að ákveðin mistök hefðu átt sér stað, sem bendir til þess að í framtíðinni komi atkvæði almennings kannski til með að vega þyngra þegar framlag Spánverja verður valið. Spánn Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Það er óhætt að segja að Spánverjar fylgist ekki með Eurovision söngvakeppninni af sömu ástríðu og mörlandinn. Öðru nær, hér fylgjast fáir með og flestir vita bókstaflega ekki af þessari keppni. Þar til í ár. Spænska ríkissjónvarpið ákvað nefnilega að blása til veislu og halda úrslitakeppnina með pompi og prakt í sólarparadísinni Benidorm þar sem milljónir manna sleikja sólina ár hvert. Og nú er búið að velja framlag Spánverja, með þvílíkum látum að jafnvel spænskir stjórnmálaleiðtogar eru farnir að blanda sér í málið og dómnefndarmönnum berast líflátshótanir. Sigurvegari keppninnar heitir Chanel. Hún er katalónsk og kúbversk og lagið hennar heitir SloMo. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mYBiIO0pfY">watch on YouTube</a> Lagið var ekki talið líklegt til afreka, og alls ekki spáð sigri. Þessu lagi var hins vegar spáð sigri. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4uGN9efcACw">watch on YouTube</a> Þetta eru þrjár konur frá Galisíu, sem er á norðvesturodda Spánar, norðan við Portúgal, lagið er á galisísku og, það hreinlega burstaði símakosningu almennings í úrslitakeppninni um síðustu helgi. Lagið er enda gríðarlega kraftmikið og með djúpar rætur í galískri þjóðlagahefð. Það féll í kramið hjá spænsku þjóðinni og lagið fékk rúm 70 prósent allra atkvæða í símakosningunni. Einhvern tímann hefði það nú dugað til að vinna keppni. Í þokkabót fékk Chanel ekki nema rétt tæp 4 prósent atkvæða frá almenningi. Íslendingur í dómnefnd sem hunsaði vilja almennings En þá er komið að atkvæðum dómnefndarinnar. Og hlut Íslendinga í því að koma lagi sem spænska þjóðin vill ekki, í úrslitakeppnina í vor. Hin faglega dómnefnd var skipuð fimm manns, þremur spænskum listakonum, og tveimur körlum, tónlistarstjóra frá Austurríki og einum Íslendingi, Felix Bergssyni, sem er eins og flestir vita, mikill Eurovision sérfræðingur, tónlistarmaður og fararstjóri Íslendinga í Eurovision. Þessi dómnefnd valdi Chanel sem sigurvegara og vegna þess hve mikið vægi fimmmenningarnir hafa gagnvart 200.000 atkvæðum spænsku þjóðarinnar, þá dugði það til að velta galísku valkyrjunum úr sessi. Dómnefndarmeðlimum hótað lífláti Og það er bókstaflega allt vitlaust. Dómnefndarmönnum hafa sumum hverjum borist líflátshótanir, spænsk kona sem sat í dómnefndinni er sökuð um að vera góð vinkona Chanel og hún segir að börnum hennar hafi verið hótað lífláti. Og fleiri úr dómnefndinni greina frá því að þeir hafi móttekið skilaboð þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Spænskir stjórnmálaleiðtogar nokkurra flokka hafa ekki látið sitt eftir liggja og lýst yfir stuðningi sínum við galísku söngkonurnar sem sitja eftir með sárt ennið. Spænska ríkissjónvarpið fann sig knúið til að boða til blaðamannafundar í vikunni þar sem talsmenn þess reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir viðurkenndu þó að ákveðin mistök hefðu átt sér stað, sem bendir til þess að í framtíðinni komi atkvæði almennings kannski til með að vega þyngra þegar framlag Spánverja verður valið.
Spánn Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent