Íslendingur í dómnefnd: Dómnefnd hótað lífláti eftir Eurovision-forval á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. febrúar 2022 15:49 Chanel og félagar. Sigurvegarar í Eurovision á Spáni og framlag Spánverja í úrslitakeppninni á Ítalíu í vor. Manuel Queimadelos Alonso/Getty Spænska þjóðin er öskureið eftir að framlag Spánverja í Eurovision var valið með pompi og prakt um síðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu, en fimm manna dómnefnd sérfræðinga hafði svo mikil völd að allt annað lag varð fyrir valinu. Einn Íslendingur sat í dómnefndinni sem hafa borist líflátshótanir vegna úrslitanna. Það er óhætt að segja að Spánverjar fylgist ekki með Eurovision söngvakeppninni af sömu ástríðu og mörlandinn. Öðru nær, hér fylgjast fáir með og flestir vita bókstaflega ekki af þessari keppni. Þar til í ár. Spænska ríkissjónvarpið ákvað nefnilega að blása til veislu og halda úrslitakeppnina með pompi og prakt í sólarparadísinni Benidorm þar sem milljónir manna sleikja sólina ár hvert. Og nú er búið að velja framlag Spánverja, með þvílíkum látum að jafnvel spænskir stjórnmálaleiðtogar eru farnir að blanda sér í málið og dómnefndarmönnum berast líflátshótanir. Sigurvegari keppninnar heitir Chanel. Hún er katalónsk og kúbversk og lagið hennar heitir SloMo. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mYBiIO0pfY">watch on YouTube</a> Lagið var ekki talið líklegt til afreka, og alls ekki spáð sigri. Þessu lagi var hins vegar spáð sigri. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4uGN9efcACw">watch on YouTube</a> Þetta eru þrjár konur frá Galisíu, sem er á norðvesturodda Spánar, norðan við Portúgal, lagið er á galisísku og, það hreinlega burstaði símakosningu almennings í úrslitakeppninni um síðustu helgi. Lagið er enda gríðarlega kraftmikið og með djúpar rætur í galískri þjóðlagahefð. Það féll í kramið hjá spænsku þjóðinni og lagið fékk rúm 70 prósent allra atkvæða í símakosningunni. Einhvern tímann hefði það nú dugað til að vinna keppni. Í þokkabót fékk Chanel ekki nema rétt tæp 4 prósent atkvæða frá almenningi. Íslendingur í dómnefnd sem hunsaði vilja almennings En þá er komið að atkvæðum dómnefndarinnar. Og hlut Íslendinga í því að koma lagi sem spænska þjóðin vill ekki, í úrslitakeppnina í vor. Hin faglega dómnefnd var skipuð fimm manns, þremur spænskum listakonum, og tveimur körlum, tónlistarstjóra frá Austurríki og einum Íslendingi, Felix Bergssyni, sem er eins og flestir vita, mikill Eurovision sérfræðingur, tónlistarmaður og fararstjóri Íslendinga í Eurovision. Þessi dómnefnd valdi Chanel sem sigurvegara og vegna þess hve mikið vægi fimmmenningarnir hafa gagnvart 200.000 atkvæðum spænsku þjóðarinnar, þá dugði það til að velta galísku valkyrjunum úr sessi. Dómnefndarmeðlimum hótað lífláti Og það er bókstaflega allt vitlaust. Dómnefndarmönnum hafa sumum hverjum borist líflátshótanir, spænsk kona sem sat í dómnefndinni er sökuð um að vera góð vinkona Chanel og hún segir að börnum hennar hafi verið hótað lífláti. Og fleiri úr dómnefndinni greina frá því að þeir hafi móttekið skilaboð þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Spænskir stjórnmálaleiðtogar nokkurra flokka hafa ekki látið sitt eftir liggja og lýst yfir stuðningi sínum við galísku söngkonurnar sem sitja eftir með sárt ennið. Spænska ríkissjónvarpið fann sig knúið til að boða til blaðamannafundar í vikunni þar sem talsmenn þess reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir viðurkenndu þó að ákveðin mistök hefðu átt sér stað, sem bendir til þess að í framtíðinni komi atkvæði almennings kannski til með að vega þyngra þegar framlag Spánverja verður valið. Spánn Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Það er óhætt að segja að Spánverjar fylgist ekki með Eurovision söngvakeppninni af sömu ástríðu og mörlandinn. Öðru nær, hér fylgjast fáir með og flestir vita bókstaflega ekki af þessari keppni. Þar til í ár. Spænska ríkissjónvarpið ákvað nefnilega að blása til veislu og halda úrslitakeppnina með pompi og prakt í sólarparadísinni Benidorm þar sem milljónir manna sleikja sólina ár hvert. Og nú er búið að velja framlag Spánverja, með þvílíkum látum að jafnvel spænskir stjórnmálaleiðtogar eru farnir að blanda sér í málið og dómnefndarmönnum berast líflátshótanir. Sigurvegari keppninnar heitir Chanel. Hún er katalónsk og kúbversk og lagið hennar heitir SloMo. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mYBiIO0pfY">watch on YouTube</a> Lagið var ekki talið líklegt til afreka, og alls ekki spáð sigri. Þessu lagi var hins vegar spáð sigri. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4uGN9efcACw">watch on YouTube</a> Þetta eru þrjár konur frá Galisíu, sem er á norðvesturodda Spánar, norðan við Portúgal, lagið er á galisísku og, það hreinlega burstaði símakosningu almennings í úrslitakeppninni um síðustu helgi. Lagið er enda gríðarlega kraftmikið og með djúpar rætur í galískri þjóðlagahefð. Það féll í kramið hjá spænsku þjóðinni og lagið fékk rúm 70 prósent allra atkvæða í símakosningunni. Einhvern tímann hefði það nú dugað til að vinna keppni. Í þokkabót fékk Chanel ekki nema rétt tæp 4 prósent atkvæða frá almenningi. Íslendingur í dómnefnd sem hunsaði vilja almennings En þá er komið að atkvæðum dómnefndarinnar. Og hlut Íslendinga í því að koma lagi sem spænska þjóðin vill ekki, í úrslitakeppnina í vor. Hin faglega dómnefnd var skipuð fimm manns, þremur spænskum listakonum, og tveimur körlum, tónlistarstjóra frá Austurríki og einum Íslendingi, Felix Bergssyni, sem er eins og flestir vita, mikill Eurovision sérfræðingur, tónlistarmaður og fararstjóri Íslendinga í Eurovision. Þessi dómnefnd valdi Chanel sem sigurvegara og vegna þess hve mikið vægi fimmmenningarnir hafa gagnvart 200.000 atkvæðum spænsku þjóðarinnar, þá dugði það til að velta galísku valkyrjunum úr sessi. Dómnefndarmeðlimum hótað lífláti Og það er bókstaflega allt vitlaust. Dómnefndarmönnum hafa sumum hverjum borist líflátshótanir, spænsk kona sem sat í dómnefndinni er sökuð um að vera góð vinkona Chanel og hún segir að börnum hennar hafi verið hótað lífláti. Og fleiri úr dómnefndinni greina frá því að þeir hafi móttekið skilaboð þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Spænskir stjórnmálaleiðtogar nokkurra flokka hafa ekki látið sitt eftir liggja og lýst yfir stuðningi sínum við galísku söngkonurnar sem sitja eftir með sárt ennið. Spænska ríkissjónvarpið fann sig knúið til að boða til blaðamannafundar í vikunni þar sem talsmenn þess reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir viðurkenndu þó að ákveðin mistök hefðu átt sér stað, sem bendir til þess að í framtíðinni komi atkvæði almennings kannski til með að vega þyngra þegar framlag Spánverja verður valið.
Spánn Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira