Lífið

Grenjaði úr hlátri þegar tertan var afhjúpuð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Álfrún fór ekki nægilega vel eftir leiðbeiningum í Blindum bakstri á Stöð 2 í gærkvöldi.
Álfrún fór ekki nægilega vel eftir leiðbeiningum í Blindum bakstri á Stöð 2 í gærkvöldi.

Leikarahjónin Friðrik Friðriksson og Álfrún Helga Örnólfsdóttir voru gestir í Blindum bakstri hjá Evu Laufey á Stöð 2í gærkvöld og var verkefnið að baka sænska prinsessutertu.

Friðrik er nokkuð lunkinn í eldhúsinu þegar kemur að bakstri en Álfrún er ekki beint með mikla reynslu þar.

Það sást svo sannarlega í þættinum að Álfrún var í vandræðum með verkefnið en á sama tíma stóð Friðrik sig nokkuð vel.

Svo þegar terturnar voru afhjúpaðar undir lok þáttar grét Álfrún hreinlega úr hlátri þegar hún bar sína saman við hinar tvær.

Klippa: Grenjaði úr hlátri þegar tertan leit dagsins ljós





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.