Skilur ekki af hverju Salah tók ekki víti gegn Senegal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 13:30 Mohamed Salah tekur við silfurmedalíu eftir úrslitaleik Afríkukeppninnar. epa/FOOTOGRAFIIA Jamie Carragher botnar ekkert í ákvörðun Egypta að láta Mohamed Salah taka fimmtu spyrnu liðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Senegölum í úrslitaleik Afríkukeppninnar í gær. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu í leiknum í gær og því réðust úrslitin í vítakeppni. Fyrirfram þóttu Egyptar sigurstranglegri þar enda höfðu þeir unnið Fílbeinsstrendinga og heimalið Kamerúna í vítakeppni í útsláttarkeppninni. Í gær var lukkan hins vegar ekki lengur í liði með Egyptalandi. Mohamed Abdelmonem og Mohanad Lasheen klikkuðu á sínum spyrnum og Sadio Mané tryggði Senegal sigurinn og sinn fyrsta Afríkumeistaratitil með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins. Því fékk samherji hans hjá Liverpool, Salah, ekki tækifæri til að taka fimmta víti Egyptalands. Carragher skilur ekki af hverju Egyptar tóku þessa áhættu, að láta Salah taka síðustu spyrnuna. „Þetta er ástæðan fyrir því að besta vítaskyttan ætti aldrei að taka víti númer fimm. Að Mo Salah taki ekki víti fyrir Egyptaland í vítakeppni í úrslitaleik er brjálæði. Gerðist líka fyrir Ronaldo fyrir Portúgal gegn Spáni fyrir nokkrum árum,“ skrifaði Carragher á Twitter. Hann vísaði þar til vítakeppninnar í leik Portúgals og Spánar í undanúrslitum EM 2012 þar sem Ronaldo átti að taka síðasta víti Portúgala en komst aldrei á punktinn. That is why your best penalty taker should never go fifth. Mo Salah not taking a penalty for Egypt in a shootout in a final is madness. Also happened to Ronaldo years ago for Portugal v Spain. #AFCON2021 #SENEGY— Jamie Carragher (@Carra23) February 6, 2022 Ekki er langt þar til Senegal og Egyptaland mætast aftur. Þau eigast nefnilega við í umspili um sæti á HM í næsta mánuði. Salah skoraði tvö mörk í Afríkukeppninni og hefur alls skorað 46 mörk í 81 landsleik fyrir Egyptaland. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu í leiknum í gær og því réðust úrslitin í vítakeppni. Fyrirfram þóttu Egyptar sigurstranglegri þar enda höfðu þeir unnið Fílbeinsstrendinga og heimalið Kamerúna í vítakeppni í útsláttarkeppninni. Í gær var lukkan hins vegar ekki lengur í liði með Egyptalandi. Mohamed Abdelmonem og Mohanad Lasheen klikkuðu á sínum spyrnum og Sadio Mané tryggði Senegal sigurinn og sinn fyrsta Afríkumeistaratitil með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins. Því fékk samherji hans hjá Liverpool, Salah, ekki tækifæri til að taka fimmta víti Egyptalands. Carragher skilur ekki af hverju Egyptar tóku þessa áhættu, að láta Salah taka síðustu spyrnuna. „Þetta er ástæðan fyrir því að besta vítaskyttan ætti aldrei að taka víti númer fimm. Að Mo Salah taki ekki víti fyrir Egyptaland í vítakeppni í úrslitaleik er brjálæði. Gerðist líka fyrir Ronaldo fyrir Portúgal gegn Spáni fyrir nokkrum árum,“ skrifaði Carragher á Twitter. Hann vísaði þar til vítakeppninnar í leik Portúgals og Spánar í undanúrslitum EM 2012 þar sem Ronaldo átti að taka síðasta víti Portúgala en komst aldrei á punktinn. That is why your best penalty taker should never go fifth. Mo Salah not taking a penalty for Egypt in a shootout in a final is madness. Also happened to Ronaldo years ago for Portugal v Spain. #AFCON2021 #SENEGY— Jamie Carragher (@Carra23) February 6, 2022 Ekki er langt þar til Senegal og Egyptaland mætast aftur. Þau eigast nefnilega við í umspili um sæti á HM í næsta mánuði. Salah skoraði tvö mörk í Afríkukeppninni og hefur alls skorað 46 mörk í 81 landsleik fyrir Egyptaland.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira