Sjóvá semur við nýja aðila til að sjá um vegaaðstoðina Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2022 07:54 Sjóvá rifti í haust samningi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda sem hafði sinnt verkefninu frá árinu 2007. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá hefur gert samning við Securitas um að sinna vegaaðstoð fyrir viðskiptavini tryggingafélagsins. Sjóvá sögðu í haust upp samningi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda sem hafði sinnt verkefninu, en forsvarsmenn FÍB vildu meina að Sjóvá hafi með því verið að hefna sín eftir að félagið gagnrýndi tryggingafélagið vegna fimm milljarða króna greiðslu til hluthafa tryggingafélagsins. Sjóvá segir hins vegar að tilboð hafi borist frá Securitas síðasta sumar sem hafi svo endað með samkomulagi að loknum viðræðum. Sagt er frá því í tilkynningu frá Sjóvá að samið hafi verið við Securitas um að sinna vegaaðstoðinni sem felst í að viðskiptavinir geti fengið aðstoð ef bílar þeirra verða straum- eða bensínlausir á skilgreindum svæðum, dekk springur eða aðstoðar er þörf við útfyllingu tjónaskýrslu. Tilboð barst síðasta sumar Sjóvá hefur boðið viðskiptavinum upp á vegaaðstoð frá árinu 2007. „Hingað til hefur FÍB Aðstoð séð um að veita þjónustuna en eftir að tilboð barst frá Securitas síðastliðið sumar hófust viðræður milli félaganna sem enduðu með samkomulagi,“ segir í tilkynningunni, en Securitas mun alfarið taka við þjónustunni um næstu mánaðamót. Sjóvá sagði upp samningnum við FÍB í október, um mánuði eftir að FÍB skoraði á Sjóvá að skila „ofteknum iðgjöldum, ekki síst af bílatryggingum“, í stað þess að láta fjárhæðir fara til hluthafa. Var þar vísað í 2,5 milljarða greiðslu til hluthafa í tengslum við hlutafjárlækkun, auk 2,65 milljarða króna arðgreiðslu. Tryggingar Bílar Sjóvá Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Sjóvá sögðu í haust upp samningi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda sem hafði sinnt verkefninu, en forsvarsmenn FÍB vildu meina að Sjóvá hafi með því verið að hefna sín eftir að félagið gagnrýndi tryggingafélagið vegna fimm milljarða króna greiðslu til hluthafa tryggingafélagsins. Sjóvá segir hins vegar að tilboð hafi borist frá Securitas síðasta sumar sem hafi svo endað með samkomulagi að loknum viðræðum. Sagt er frá því í tilkynningu frá Sjóvá að samið hafi verið við Securitas um að sinna vegaaðstoðinni sem felst í að viðskiptavinir geti fengið aðstoð ef bílar þeirra verða straum- eða bensínlausir á skilgreindum svæðum, dekk springur eða aðstoðar er þörf við útfyllingu tjónaskýrslu. Tilboð barst síðasta sumar Sjóvá hefur boðið viðskiptavinum upp á vegaaðstoð frá árinu 2007. „Hingað til hefur FÍB Aðstoð séð um að veita þjónustuna en eftir að tilboð barst frá Securitas síðastliðið sumar hófust viðræður milli félaganna sem enduðu með samkomulagi,“ segir í tilkynningunni, en Securitas mun alfarið taka við þjónustunni um næstu mánaðamót. Sjóvá sagði upp samningnum við FÍB í október, um mánuði eftir að FÍB skoraði á Sjóvá að skila „ofteknum iðgjöldum, ekki síst af bílatryggingum“, í stað þess að láta fjárhæðir fara til hluthafa. Var þar vísað í 2,5 milljarða greiðslu til hluthafa í tengslum við hlutafjárlækkun, auk 2,65 milljarða króna arðgreiðslu.
Tryggingar Bílar Sjóvá Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira