Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 09:24 Bruce Willis skrifaði sig í Razzie-sögubækurnar. Getty/ Jim Spellman Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. Leikarinn Bruce Willis þykir hafa slegið öll met árið 2021 að mati Razzie-valnefndarinnar. Að þeirra mati lék hann í hvorki meira né minna en átta lélegum kvikmyndum á síðasta ári. Enginn leikari hefur áður nælt sér í átta tilnefningar í sama flokknum. Það var því ekkert annað í stöðunni en að útbúa nýjan flokk, bara fyrir lélegu frammistöðuna hans í aðalhlutverkum í kvikmyndum. Bruce keppir því aðeins við sjálfan sig og þann 26. mars mun koma í ljós hvaða mynd hann þykir hafa leikið verst í. Myndirnar sem um ræðir eru American Siege, Apex, Midnight in the Switchgrass, Cosmic Sin, Deadlock, Fortress, Out of Death og Survive the Game. Á meðal þeirra leikara sem tilnefndir eru til Razzie verðlauna í ár eru Mark Wahlberg, Amy Adams, Megan Fox, Ben Affleck, Jaret Leto og Mel Gibson. Söngleikjamynd Netflix um Díönu prinsessu þótti sú allra versta í ár. Aðrar kvikmyndir sem hlutu tilnefningu sem versta kvikmyndin voru Infinite, Karen, The Woman in the Window og Space Jam: A New Legacy. Körfuboltamaðurinn Lebron James er einnig tilnefndur fyrir hlutverk sitt í þessari endurgerð á Space Jam. Hér fyrir neðan má sjá myndband Razzie-hátíðarinnar þar sem tilnefningarnar voru tilkynntar. Klukkan 13 í dag kemur svo í ljós hverjir hljóta tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Razzie Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Leikarinn Bruce Willis þykir hafa slegið öll met árið 2021 að mati Razzie-valnefndarinnar. Að þeirra mati lék hann í hvorki meira né minna en átta lélegum kvikmyndum á síðasta ári. Enginn leikari hefur áður nælt sér í átta tilnefningar í sama flokknum. Það var því ekkert annað í stöðunni en að útbúa nýjan flokk, bara fyrir lélegu frammistöðuna hans í aðalhlutverkum í kvikmyndum. Bruce keppir því aðeins við sjálfan sig og þann 26. mars mun koma í ljós hvaða mynd hann þykir hafa leikið verst í. Myndirnar sem um ræðir eru American Siege, Apex, Midnight in the Switchgrass, Cosmic Sin, Deadlock, Fortress, Out of Death og Survive the Game. Á meðal þeirra leikara sem tilnefndir eru til Razzie verðlauna í ár eru Mark Wahlberg, Amy Adams, Megan Fox, Ben Affleck, Jaret Leto og Mel Gibson. Söngleikjamynd Netflix um Díönu prinsessu þótti sú allra versta í ár. Aðrar kvikmyndir sem hlutu tilnefningu sem versta kvikmyndin voru Infinite, Karen, The Woman in the Window og Space Jam: A New Legacy. Körfuboltamaðurinn Lebron James er einnig tilnefndur fyrir hlutverk sitt í þessari endurgerð á Space Jam. Hér fyrir neðan má sjá myndband Razzie-hátíðarinnar þar sem tilnefningarnar voru tilkynntar. Klukkan 13 í dag kemur svo í ljós hverjir hljóta tilnefningar til Óskarsverðlaunanna.
Razzie Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira