Davidson kallar Kardashian kærustu sína í persónulegu viðtali úr svefnherberginu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 13:31 Pete Davidson var í sínu fyrsta viðtali eftir að hann og Kim Kardashian fóru að sjást saman síðasta haust. People Grínistinn Pete Davidson var í sínu fyrsta viðtali eftir að hann og stórstjarnan Kim Kardashian fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Í viðtalinu segist hann eyða miklum tíma með „kærustu sinni“ og er það í fyrsta sinn sem annað þeirra staðfestir að um raunverulegt ástarsamband sé að ræða. Viðtalið við Davidson birtist í gær í sérstökum vefþætti tímaritsins People. Viðtalið var í heldur óhefðbundnu sniði en Davidson var staddur í svefnherbergi sínu og spjallaði við blaðakonu People í gegnum fjarskiptabúnað. Í svefnherberginu mátti meðal annars sjá bangsa á rúminu hans og kerti með mynd af sjálfri Kim Kardashian. Hann afsakaði þó ástandið á herberginu og sagðist vera að standa í flutningum. Er ekki á samfélagsmiðlum Í viðtalinu var hann spurður hvaða áhrif þessi skyndilega frægð hefði haft á líf hans. „Ég er ekki á Instagram eða Twitter, þannig ég eyði mestum tíma í að fara inn í og út úr bíl og koma mér í tökur. Ef ég er í fríi þá er ég oftast með vinum mínum eða kærustunni minni innandyra,“ segir Davidson og staðfesti með þessu að hann og Kardashian væru nú formlega par. Sambandið hefur verið umtalað síðan þau fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Sumir vildu þó meina að sambandið væri sett upp fyrir athyglina og jafnvel að þetta væri bara ein stór auglýsing fyrir SKIMS, fatamerki Kardashian. Sjá einnig: Yeezy-klædd Kim Kardashian leiðir nýja kærastann „Þetta hefur ekki mikil áhrif á lífið mitt. Stundum gerist það að fólk öskrar eitthvað á mig og það er kannski erfitt fyrir mig að ætla að skjótast á Dunkin Donuts. En fyrir utan það, þá er þetta ekkert hræðilegt. Þetta gæti verið mun verra.“ Heldur Valentínusardaginn hátíðlegan í fyrsta sinn Þegar blaðakonan minnir Davidson á það að Valentínusardagurinn sé á næsta leyti, segist hann aldrei hafa haldið upp á þann dag áður. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er farinn að huga að einhverjum áformum fyrir Valentínusardaginn,“ segir Davidson. Honum er því greinilega alvara með sambandi sínu við Kardashian, því þetta er alls ekki hans fyrsta samband. Hann var meðal annars trúlofaður söngkonunni Ariönu Grande. Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30 Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru. 6. janúar 2022 11:30 Segir samband Kim Kardashian og Pete Davidson loksins opinbert „Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson. 21. desember 2021 14:01 Kim Kardashian og Pete Davidson saman á Staten Island Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er í New York þessa stundina og dvelur á RItz-Carlton hótelinu á Manhattan. Í gær fór hún út að borða á Staten Island með Pete Davidson. 4. nóvember 2021 08:38 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Viðtalið við Davidson birtist í gær í sérstökum vefþætti tímaritsins People. Viðtalið var í heldur óhefðbundnu sniði en Davidson var staddur í svefnherbergi sínu og spjallaði við blaðakonu People í gegnum fjarskiptabúnað. Í svefnherberginu mátti meðal annars sjá bangsa á rúminu hans og kerti með mynd af sjálfri Kim Kardashian. Hann afsakaði þó ástandið á herberginu og sagðist vera að standa í flutningum. Er ekki á samfélagsmiðlum Í viðtalinu var hann spurður hvaða áhrif þessi skyndilega frægð hefði haft á líf hans. „Ég er ekki á Instagram eða Twitter, þannig ég eyði mestum tíma í að fara inn í og út úr bíl og koma mér í tökur. Ef ég er í fríi þá er ég oftast með vinum mínum eða kærustunni minni innandyra,“ segir Davidson og staðfesti með þessu að hann og Kardashian væru nú formlega par. Sambandið hefur verið umtalað síðan þau fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Sumir vildu þó meina að sambandið væri sett upp fyrir athyglina og jafnvel að þetta væri bara ein stór auglýsing fyrir SKIMS, fatamerki Kardashian. Sjá einnig: Yeezy-klædd Kim Kardashian leiðir nýja kærastann „Þetta hefur ekki mikil áhrif á lífið mitt. Stundum gerist það að fólk öskrar eitthvað á mig og það er kannski erfitt fyrir mig að ætla að skjótast á Dunkin Donuts. En fyrir utan það, þá er þetta ekkert hræðilegt. Þetta gæti verið mun verra.“ Heldur Valentínusardaginn hátíðlegan í fyrsta sinn Þegar blaðakonan minnir Davidson á það að Valentínusardagurinn sé á næsta leyti, segist hann aldrei hafa haldið upp á þann dag áður. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er farinn að huga að einhverjum áformum fyrir Valentínusardaginn,“ segir Davidson. Honum er því greinilega alvara með sambandi sínu við Kardashian, því þetta er alls ekki hans fyrsta samband. Hann var meðal annars trúlofaður söngkonunni Ariönu Grande.
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30 Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru. 6. janúar 2022 11:30 Segir samband Kim Kardashian og Pete Davidson loksins opinbert „Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson. 21. desember 2021 14:01 Kim Kardashian og Pete Davidson saman á Staten Island Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er í New York þessa stundina og dvelur á RItz-Carlton hótelinu á Manhattan. Í gær fór hún út að borða á Staten Island með Pete Davidson. 4. nóvember 2021 08:38 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30
Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru. 6. janúar 2022 11:30
Segir samband Kim Kardashian og Pete Davidson loksins opinbert „Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson. 21. desember 2021 14:01
Kim Kardashian og Pete Davidson saman á Staten Island Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er í New York þessa stundina og dvelur á RItz-Carlton hótelinu á Manhattan. Í gær fór hún út að borða á Staten Island með Pete Davidson. 4. nóvember 2021 08:38