Finnar segja Kínverja brjóta á mannréttindum íþróttamanna sinna á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 16:31 Marko Antilla fagnar hér marki þegar Finnar urðu heimsmeistarar árið 2019. Getty/Martin Rose Finnska íshokkísambandið er mjög ósátt með þá meðferð sem tveir leikmenn landsliðs þeirra í íshokkó hafa fengið á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Tveir leikmenn og fjölmiðlafulltrúi liðsins fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og voru allir skikkaðir í einangrun á sérstöku hóteli. Annar leikmaðurinn er markvörðurinn Jussi Olkinuora sem var fluttur með sjúkrabíl á hótelið í gær en hinn er Marko Anttila sem var í heimsmeistaraliðinu 2019. Fjölmiðlafulltrúinn Petteri Hiettanen er þar líka. The coach of the Finnish men's ice hockey team accused China of not respecting a player's human rights on Sunday, saying that Marko Anttila was being kept in COVID-19 isolation for no reason. https://t.co/2NwGmIYB2J— Reuters Sports (@ReutersSports) February 6, 2022 Finnska íshokkísambandið sendi frá sér harðorða fréttatilkynningu þar sem kemur fram að þeir Anttila, Olkinuora og Hiettanen hafi allir fengið kórónuveiruna áður en þeir fóru til Kína og þeir hafi allir verið búnir að ná sér. Læknalið Finna segir að allir sé fullkomlega heilbrigðir og að þeir geti ekki lengur smitað neinn. Kínverjar vinna með aðrar mælingar en aðrir þegar kemur að smithættu tengdri kórónuveirusmitum. Það er þess vegna sem allir Finnarnir þrír voru sendir í einangrun. Þegar Kínverjar sóttu Anttila og fóru með hann á Covid-19 hótelið þá varð landsliðsþjálfarinn Jukka Jalonen öskuvondur og sparaði gestgjöfunum ekki kveðjurnar. Marko Anttila has been released from isolation and has joined Team Finland pic.twitter.com/D7f30O2Gi7— Main Team (@MainTeamSports2) February 8, 2022 „Við vitum að hann er heilbrigður og tilbúinn að spila en af einhverjum ástæðum þá virða Kínverjar ekki mannréttindi hans,“ sagði Jukka Jalonen á blaðamannafundi. Þetta virðist haga áhrif því Anttila var látinn laus í kvöld að kínverskum tíma og mátti hitta liðsfélaga sína á nýjan leik. Íshokkí Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira
Tveir leikmenn og fjölmiðlafulltrúi liðsins fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og voru allir skikkaðir í einangrun á sérstöku hóteli. Annar leikmaðurinn er markvörðurinn Jussi Olkinuora sem var fluttur með sjúkrabíl á hótelið í gær en hinn er Marko Anttila sem var í heimsmeistaraliðinu 2019. Fjölmiðlafulltrúinn Petteri Hiettanen er þar líka. The coach of the Finnish men's ice hockey team accused China of not respecting a player's human rights on Sunday, saying that Marko Anttila was being kept in COVID-19 isolation for no reason. https://t.co/2NwGmIYB2J— Reuters Sports (@ReutersSports) February 6, 2022 Finnska íshokkísambandið sendi frá sér harðorða fréttatilkynningu þar sem kemur fram að þeir Anttila, Olkinuora og Hiettanen hafi allir fengið kórónuveiruna áður en þeir fóru til Kína og þeir hafi allir verið búnir að ná sér. Læknalið Finna segir að allir sé fullkomlega heilbrigðir og að þeir geti ekki lengur smitað neinn. Kínverjar vinna með aðrar mælingar en aðrir þegar kemur að smithættu tengdri kórónuveirusmitum. Það er þess vegna sem allir Finnarnir þrír voru sendir í einangrun. Þegar Kínverjar sóttu Anttila og fóru með hann á Covid-19 hótelið þá varð landsliðsþjálfarinn Jukka Jalonen öskuvondur og sparaði gestgjöfunum ekki kveðjurnar. Marko Anttila has been released from isolation and has joined Team Finland pic.twitter.com/D7f30O2Gi7— Main Team (@MainTeamSports2) February 8, 2022 „Við vitum að hann er heilbrigður og tilbúinn að spila en af einhverjum ástæðum þá virða Kínverjar ekki mannréttindi hans,“ sagði Jukka Jalonen á blaðamannafundi. Þetta virðist haga áhrif því Anttila var látinn laus í kvöld að kínverskum tíma og mátti hitta liðsfélaga sína á nýjan leik.
Íshokkí Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira