Prestur ánægður með að strákarnir okkar séu duglegir að tala um tilfinningar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2022 09:31 Handboltalandsliðið fagnar hér sigri á EM og séra Guðni Már Haraldsson á bæn. Samsett/Getty&S2 Sport Guðjón Guðmundsson var aftur mættur með innslag í Seinni bylgjuna í fyrsta þætti eftir Evrópumótið í handbolta. Það þessu sinni hitti hann prest í Kópavogi sem er mikill handboltaáhugamaður. „Handboltinn er án nokkurs vafa þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Stuðningsmennirnir margir hverjir eru algjörlega forfallnir. Sumir hverjir á guðs vegum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Séra Guðni Már Haraldsson í Lindarkirkju í Kópavogi er forfallinn stuðningsmaður handboltans og hefur verið um árabil en hvers vegna,“ spurði Gaupi. „Ég byrjaði að horfa átta ára á ÓL í Seoul og svo kom B-keppnin árið eftir 1989. Svo hefur þetta vara fylgt okkur. Það er ekkert sem gleður okkur jafnmikið í janúar eins og handboltalandsliðið,“ sagði séra Guðni Már Haraldsson. „Það eru svo góðar fyrirmyndir í liðinu, duglegir að tala um tilfinningar og eru því bæði fyrirmyndir á andlegan og líkamlegan hátt,“ sagði séra Guðni. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og handboltapresturinn „Ég reyndi að æfa sjálfur en ég var að æfa með Róberti Gunarssyni meðal annars og átti að reyna að fara inn á línuna á eftir honum. Það var einhverjar sendingar sem var ekki hægt að ná, hann var bara á einhverju öðru kaliberi. Ég hætti því fljótlega og lét honum þetta eftir,“ sagði séra Guðni hlæjandi. „Þetta er bara yndislegt sport. Það er svo auðvelt þegar maður á börn sjálfur því þótt að þú sért bara fimm ára þá fylgist þú með því það er svo mikið að gerast í handbolta,“ sagði séra Guðni. En er hann að ræða við himnaföðurinn um gang mála í leikjunum? „Bænin er góð til að róa taugarnar og senda góða strauma og blessunaróskir. Ég er samt búinn að það út að sérstaklega í vítum, þegar maður vill að strákarnir skori og Bjöggi verji, þá er útsendingin tuttugu sekúndum á eftir. Um leið og dómararnir flauta þá byrja ég að biðja,“ sagði séra Guðni. Það má finna allt innslagið frá Gaupa hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Subway-deild karla EM karla í handbolta 2022 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
„Handboltinn er án nokkurs vafa þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Stuðningsmennirnir margir hverjir eru algjörlega forfallnir. Sumir hverjir á guðs vegum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Séra Guðni Már Haraldsson í Lindarkirkju í Kópavogi er forfallinn stuðningsmaður handboltans og hefur verið um árabil en hvers vegna,“ spurði Gaupi. „Ég byrjaði að horfa átta ára á ÓL í Seoul og svo kom B-keppnin árið eftir 1989. Svo hefur þetta vara fylgt okkur. Það er ekkert sem gleður okkur jafnmikið í janúar eins og handboltalandsliðið,“ sagði séra Guðni Már Haraldsson. „Það eru svo góðar fyrirmyndir í liðinu, duglegir að tala um tilfinningar og eru því bæði fyrirmyndir á andlegan og líkamlegan hátt,“ sagði séra Guðni. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og handboltapresturinn „Ég reyndi að æfa sjálfur en ég var að æfa með Róberti Gunarssyni meðal annars og átti að reyna að fara inn á línuna á eftir honum. Það var einhverjar sendingar sem var ekki hægt að ná, hann var bara á einhverju öðru kaliberi. Ég hætti því fljótlega og lét honum þetta eftir,“ sagði séra Guðni hlæjandi. „Þetta er bara yndislegt sport. Það er svo auðvelt þegar maður á börn sjálfur því þótt að þú sért bara fimm ára þá fylgist þú með því það er svo mikið að gerast í handbolta,“ sagði séra Guðni. En er hann að ræða við himnaföðurinn um gang mála í leikjunum? „Bænin er góð til að róa taugarnar og senda góða strauma og blessunaróskir. Ég er samt búinn að það út að sérstaklega í vítum, þegar maður vill að strákarnir skori og Bjöggi verji, þá er útsendingin tuttugu sekúndum á eftir. Um leið og dómararnir flauta þá byrja ég að biðja,“ sagði séra Guðni. Það má finna allt innslagið frá Gaupa hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Subway-deild karla EM karla í handbolta 2022 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti