Matur

Eldað af ást: „Heimsins besta bleikja“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eldað af ást birtast á miðvikudögum á Vísi og Stöð 2+ efnisveitunni.
Eldað af ást birtast á miðvikudögum á Vísi og Stöð 2+ efnisveitunni. Eldað af ást

„Uppáhaldsfiskurinn minn er bleikja. Oftast set ég bara salt og pipar á hana og beint inn í ofn en núna ætlum við að setja extra mikla ást í hana án þess að vera með of mikið bras, segir Kristín Björk þáttastjórnandi eldað af ást. Í nýjasta þættinum eldar hún bleikju sem hún segir þá bestu í heimi. 

„Ég var með rósakál og brokkolí með fiskinum en mörgum finnst ómissandi að hafa kartöflur með fiski og þá er um að gera að sjóða þær með.“

Kristín Björk heldur úti skemmtilegri Instagram síðu en þættirnir hennar munu birtast vikulega hér á Vísi. Hægt er að horfa á fyrstu þættina HÉR.

Uppskriftina má finna neðar í fréttinni en aðferðina má sjá í þættinum sem einnig má finna á Stöð 2+ efnisveitunni. 

Klippa: Eldað af ást - Heimsins besta bleikja

Uppskrift

Ofan á bleikjuna:

  • Mozarella ostur
  • Rauður chilli
  • Salt
  • pipar
  • Ólífu olía
  • Mynta
  • Lime safi

Skerið og setjið allt yfir bleikjuna, svo fer hún inn í ofn á 180 gráður í um það bil 12 til 13 mínútur.

Meðlætið:

  • Forsjóða rósakál í um það bil fimm mínútur.
  • Skera brokkolí og blanda saman við rósakál í eldfast mót.
  • Salt
  • Pipar
  • Ólífu olía

Eldað með fiskinum í ofni

„Vassegú, voilá og góðar stundir.“


Tengdar fréttir

Ástríðukokkur sem á margt eftir ólært

„Eldað af ást eru örþættir sem eru ætlaðir öllum matgæðingum,“ segir Kristín Björk Þorvaldsdóttir þáttastjórnandi Eldað af ást sem fóru af stað hér á Lífinu á Vísi fyrir jólin. Kristín Björk er matgæðingur, matarbloggari og flugfreyja.

Eldað af ást: Tacosalat úr örfáum hráefnum

Eldað af ást er nýr matreiðsluþáttur hér á Vísi. Þáttastjórnandinn er matgæðingurinn Kristín Björk. Fjórða máltíðin sem hún sýnir er tacosalat.

Eldað af ást: Kálfakjöt með heimagerðu pestói

Eldað af ást er nýr matreiðsluþáttur hér á Vísi. Þáttastjórnandinn er matgæðingurinn Kristín Björk. Þriðja máltíðin sem hún sýnir er kálfakjöt með heimagerðu pestói og meðlæti.

Eldað af ást: Matmikið andasalat sem er létt í maga

Eldað af ást er nýr matreiðsluþáttur hér á Vísi. Þáttastjórnandinn er matgæðingurinn Kristín Björk og önnur uppskriftin sem hún sýnir er andasalat sem er fullkomið eftir þungar hátíðarmáltíðir síðustu daga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.