Áform borgarinnar minni á ævintýri H. C. Andersen Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. febrúar 2022 20:00 Formaður Fuglaverndar líst skelfilega á áform um landfyllingu í Skerjafirði. vísir/egill Formaður Fuglaverndar segir áformaða landfyllingu í Skerjafirði eyðileggja einstakt fuglalíf í borgarlandinu. Íbúar safna nú undirskriftum til að stöðva framkvæmdina og eru vongóðir um að stjórnmálamenn séu meðfærilegri nú rétt fyrir kosningar. Landfyllingin er liður í öðrum áfanga hins svokallaða Nýja Skerjafjarðar, sem er verkefni borgarinnar um að stækka Skerjafjörð verulega og bæta þar við 1.300 nýjum íbúðum. Verið er að vinna umhverfismat fyrir framkvæmd landfyllingarinnar. Mynd af verkefninu um nýja Skerjafjörð. Rauðlitaða svæðið er fyrsti áfangi þess, sem hefur þegar verið samþykktur og framkvæmdir á honum ættu að hefjast innan skamms. Græna svæðið sýnir annan áfanga, sem landfyllingin tilheyrir. Landfyllingin er enn í umhverfismati og áfanginn fer því ekki af stað alveg strax. Og þetta eru náttúvuverndarsinnar ekki sáttir með því hér í fjörunni má finna einstakt fuglalíf. Ólafur Nielsen er fuglafræðingur og formaður Fuglaverndar. Honum líst skelfilega á þessi áform borgarinnar. „Það er verið að eyðileggja víkina og tortíma því lífríki sem er hérna. Það er eitt af því sem að gerir þetta útivistarsvæði sem að fjaran er skemmtilegt það er það fuglalíf sem er hérna, sem við njótum þegar við göngum stíginn,“ segir Ólafur. Í fjörunni halda sig hinar ýmsu fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þá er fjaran eini staðurinn innan Reykjavíkur þar sem finna má margæs. Hér má sjá margæsir spóka sig í fjöru sem er þeim að skapi. Reyndar erlendri, enda fækkar þeim fjörum ört sem henta margæsinni hér á höfuðborgarsvæðinu.getty/w. wisniewski „Allir þessir fjörufuglar hverfa að sjálfsögðu. Þeir eru háðir þessu búsvæði sem fjaran er. Það er verið að eyðileggja búsvæði fuglanna og hrekja þá í burtu. Það er alger óþarfi að mínu mati,“ segir Ólafur. Lag að komast að hjarta stjórnmálamanna rétt fyrir kosningar Íbúar Skerjafjarðar eru margir mjög á móti landfyllingunni og nú hefur á annað hundrað manns sett nafn sitt á undirskriftalista til að mótmæla henni undir yfirskriftinni Friðum fjöruna. Jón Þór Víglundsson er einn íbúanna sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. „Við erum bara rétt að byrja. Nú er lag að komast að hjarta stjórnmálamannsins þegar hann er að sækjast eftir endurkjöri,“ segir Jón. Jón Þór hefur búið í Skerjafirði í fjölda ára.vísir/egill „Allir flokkarnir fjórir sem að mynda meirihluta í Reykjavík núna hafa það á sinni grunnstefnuskrá að vernda náttúruna. Við höfum rakið tækifæri til þess núna.“ Næturgali keisarans í Kína Borgin hefur þó boðað mótvægisaðgerðir og sagst ætla að gera tilraun til að endurskapa eins fjöru við landfyllinguna. Ólafur efast um að það gangi eftir og segir málið minna sig á ævintýri H.C. Andersen um næturgala keisarans í Kína. „Hann var með næturgala sem honum hugnaðist ekki í lokin og lét byggja fyrir sig upptrekktan næturgala sem átti að koma í staðinn fyrir þann náttúrulega. Við erum með djásn hérna. Þeir ætla að eyðileggja það og síðan á að byggja nýtt,“ segir Ólafur. Dýr Fuglar Umhverfismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Formanni VG í Reykjavík finnst áform um landfyllingu galin Formaður Vinstri grænna í Reykjavík leggst harðlega gegn áformum meirihlutans í borginni um að gera landfyllingu í náttúrulega fjöru í Skerjafirði. Þetta fari gegn náttúruverndaráherslum flokksins. 25. janúar 2022 21:45 Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01 Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Landfyllingin er liður í öðrum áfanga hins svokallaða Nýja Skerjafjarðar, sem er verkefni borgarinnar um að stækka Skerjafjörð verulega og bæta þar við 1.300 nýjum íbúðum. Verið er að vinna umhverfismat fyrir framkvæmd landfyllingarinnar. Mynd af verkefninu um nýja Skerjafjörð. Rauðlitaða svæðið er fyrsti áfangi þess, sem hefur þegar verið samþykktur og framkvæmdir á honum ættu að hefjast innan skamms. Græna svæðið sýnir annan áfanga, sem landfyllingin tilheyrir. Landfyllingin er enn í umhverfismati og áfanginn fer því ekki af stað alveg strax. Og þetta eru náttúvuverndarsinnar ekki sáttir með því hér í fjörunni má finna einstakt fuglalíf. Ólafur Nielsen er fuglafræðingur og formaður Fuglaverndar. Honum líst skelfilega á þessi áform borgarinnar. „Það er verið að eyðileggja víkina og tortíma því lífríki sem er hérna. Það er eitt af því sem að gerir þetta útivistarsvæði sem að fjaran er skemmtilegt það er það fuglalíf sem er hérna, sem við njótum þegar við göngum stíginn,“ segir Ólafur. Í fjörunni halda sig hinar ýmsu fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þá er fjaran eini staðurinn innan Reykjavíkur þar sem finna má margæs. Hér má sjá margæsir spóka sig í fjöru sem er þeim að skapi. Reyndar erlendri, enda fækkar þeim fjörum ört sem henta margæsinni hér á höfuðborgarsvæðinu.getty/w. wisniewski „Allir þessir fjörufuglar hverfa að sjálfsögðu. Þeir eru háðir þessu búsvæði sem fjaran er. Það er verið að eyðileggja búsvæði fuglanna og hrekja þá í burtu. Það er alger óþarfi að mínu mati,“ segir Ólafur. Lag að komast að hjarta stjórnmálamanna rétt fyrir kosningar Íbúar Skerjafjarðar eru margir mjög á móti landfyllingunni og nú hefur á annað hundrað manns sett nafn sitt á undirskriftalista til að mótmæla henni undir yfirskriftinni Friðum fjöruna. Jón Þór Víglundsson er einn íbúanna sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. „Við erum bara rétt að byrja. Nú er lag að komast að hjarta stjórnmálamannsins þegar hann er að sækjast eftir endurkjöri,“ segir Jón. Jón Þór hefur búið í Skerjafirði í fjölda ára.vísir/egill „Allir flokkarnir fjórir sem að mynda meirihluta í Reykjavík núna hafa það á sinni grunnstefnuskrá að vernda náttúruna. Við höfum rakið tækifæri til þess núna.“ Næturgali keisarans í Kína Borgin hefur þó boðað mótvægisaðgerðir og sagst ætla að gera tilraun til að endurskapa eins fjöru við landfyllinguna. Ólafur efast um að það gangi eftir og segir málið minna sig á ævintýri H.C. Andersen um næturgala keisarans í Kína. „Hann var með næturgala sem honum hugnaðist ekki í lokin og lét byggja fyrir sig upptrekktan næturgala sem átti að koma í staðinn fyrir þann náttúrulega. Við erum með djásn hérna. Þeir ætla að eyðileggja það og síðan á að byggja nýtt,“ segir Ólafur.
Dýr Fuglar Umhverfismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Formanni VG í Reykjavík finnst áform um landfyllingu galin Formaður Vinstri grænna í Reykjavík leggst harðlega gegn áformum meirihlutans í borginni um að gera landfyllingu í náttúrulega fjöru í Skerjafirði. Þetta fari gegn náttúruverndaráherslum flokksins. 25. janúar 2022 21:45 Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01 Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Formanni VG í Reykjavík finnst áform um landfyllingu galin Formaður Vinstri grænna í Reykjavík leggst harðlega gegn áformum meirihlutans í borginni um að gera landfyllingu í náttúrulega fjöru í Skerjafirði. Þetta fari gegn náttúruverndaráherslum flokksins. 25. janúar 2022 21:45
Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01
Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56