Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 11:30 Íslensku strákarnir fagna sigri á Frökkum á Evrópumótinu. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. Guðmundur nýtti sér Olís-deildar leikmenn á EM en hann kallaði sex leikmenn úr deildinni út til Búdapest. Leikmennirnir voru Björgvin Páll Gústavsson, Magnús Óli Magnússon, Þráinn Orri Jónsson, Darri Aronsson, Vignir Stefánsson og Dagur Gautason auk þeirra leikmanna í hópnum sem eru nýkomnir út í atvinnumennsku eftir góða frammistöðu í deildinni. Seinni bylgjan rifjaði upp það sem Guðmundur sagði fyrir mótið um hvort hann ætlaði að nota leikmenn úr Olís deildinni. Það sagði hann ætla að gera og stóð við það. Klippa: Seinni bylgjan: Olís deildin sem gluggi fyrir íslenska handboltamenn Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði landsliðsþjálfarann hvort það væri ekki gott fyrir hann að vera með Olís deildina svona sterka. „Að sjálfstöðu. Það er algjörlega frábært og það eru líka margir ungir leikmenn að koma upp. Þeir eiga eftir að stíga sín skref hvort sem það verður eftir eitt eða þrjú ár. Það virðist alltaf vera þannig að það eru að koma upp ungir og efnilegir leikmenn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Ef við tökum sem dæmi Einar Ólafsson úr Val. Þetta er gríðarlegt efni. Ég tók hann á æfingar í nóvember og það er til þess að gefa honum ákveðin skilaboð hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir hann ef hann heldur rétt á spilunum. Það eru efnilegir leikmenn víða. Tryggvi, línumaður á Selfossi svo ég nefni einhverja,“ sagði Guðmundur. „Það er fullt af góðum leikmönnum í þessari deild. Ég fylgist mjög vel með þessu og svo sjáum við bara til,“ sagði Guðmundur en er Olís deildin stór gluggi fyrir handboltamenn til að komast lengra. „Já, ég myndi hiklaust segja það. Auðvitað eru leikirnir mismunandi enda er styrkleiki liðanna mismunandi líka,“ sagði Guðmundur. „Kosturinn fyrir leikmennina sem eru hér á Íslandi er að þeir fá rosalega góðan skóla. Þeir þroskast fljótt sem handboltamenn. Það er oft vandamálið erlendis, til dæmist í Þýskalandi og víðar. Meira að segja í Danmörku ,“ sagði Guðmundur. „Þessir leikmenn þar fá ekki tækifæri. Þeir fá ekki svona stór tækifæri eins og þeir fá á Íslandi. Hér eru þeir að spila lykilhlutverk með sínum félagsliðum og þroskast mjög hratt þess vegna,“ sagði Guðmundur. Subway-deild karla Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Guðmundur nýtti sér Olís-deildar leikmenn á EM en hann kallaði sex leikmenn úr deildinni út til Búdapest. Leikmennirnir voru Björgvin Páll Gústavsson, Magnús Óli Magnússon, Þráinn Orri Jónsson, Darri Aronsson, Vignir Stefánsson og Dagur Gautason auk þeirra leikmanna í hópnum sem eru nýkomnir út í atvinnumennsku eftir góða frammistöðu í deildinni. Seinni bylgjan rifjaði upp það sem Guðmundur sagði fyrir mótið um hvort hann ætlaði að nota leikmenn úr Olís deildinni. Það sagði hann ætla að gera og stóð við það. Klippa: Seinni bylgjan: Olís deildin sem gluggi fyrir íslenska handboltamenn Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði landsliðsþjálfarann hvort það væri ekki gott fyrir hann að vera með Olís deildina svona sterka. „Að sjálfstöðu. Það er algjörlega frábært og það eru líka margir ungir leikmenn að koma upp. Þeir eiga eftir að stíga sín skref hvort sem það verður eftir eitt eða þrjú ár. Það virðist alltaf vera þannig að það eru að koma upp ungir og efnilegir leikmenn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Ef við tökum sem dæmi Einar Ólafsson úr Val. Þetta er gríðarlegt efni. Ég tók hann á æfingar í nóvember og það er til þess að gefa honum ákveðin skilaboð hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir hann ef hann heldur rétt á spilunum. Það eru efnilegir leikmenn víða. Tryggvi, línumaður á Selfossi svo ég nefni einhverja,“ sagði Guðmundur. „Það er fullt af góðum leikmönnum í þessari deild. Ég fylgist mjög vel með þessu og svo sjáum við bara til,“ sagði Guðmundur en er Olís deildin stór gluggi fyrir handboltamenn til að komast lengra. „Já, ég myndi hiklaust segja það. Auðvitað eru leikirnir mismunandi enda er styrkleiki liðanna mismunandi líka,“ sagði Guðmundur. „Kosturinn fyrir leikmennina sem eru hér á Íslandi er að þeir fá rosalega góðan skóla. Þeir þroskast fljótt sem handboltamenn. Það er oft vandamálið erlendis, til dæmist í Þýskalandi og víðar. Meira að segja í Danmörku ,“ sagði Guðmundur. „Þessir leikmenn þar fá ekki tækifæri. Þeir fá ekki svona stór tækifæri eins og þeir fá á Íslandi. Hér eru þeir að spila lykilhlutverk með sínum félagsliðum og þroskast mjög hratt þess vegna,“ sagði Guðmundur.
Subway-deild karla Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira