Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 11:30 Íslensku strákarnir fagna sigri á Frökkum á Evrópumótinu. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. Guðmundur nýtti sér Olís-deildar leikmenn á EM en hann kallaði sex leikmenn úr deildinni út til Búdapest. Leikmennirnir voru Björgvin Páll Gústavsson, Magnús Óli Magnússon, Þráinn Orri Jónsson, Darri Aronsson, Vignir Stefánsson og Dagur Gautason auk þeirra leikmanna í hópnum sem eru nýkomnir út í atvinnumennsku eftir góða frammistöðu í deildinni. Seinni bylgjan rifjaði upp það sem Guðmundur sagði fyrir mótið um hvort hann ætlaði að nota leikmenn úr Olís deildinni. Það sagði hann ætla að gera og stóð við það. Klippa: Seinni bylgjan: Olís deildin sem gluggi fyrir íslenska handboltamenn Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði landsliðsþjálfarann hvort það væri ekki gott fyrir hann að vera með Olís deildina svona sterka. „Að sjálfstöðu. Það er algjörlega frábært og það eru líka margir ungir leikmenn að koma upp. Þeir eiga eftir að stíga sín skref hvort sem það verður eftir eitt eða þrjú ár. Það virðist alltaf vera þannig að það eru að koma upp ungir og efnilegir leikmenn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Ef við tökum sem dæmi Einar Ólafsson úr Val. Þetta er gríðarlegt efni. Ég tók hann á æfingar í nóvember og það er til þess að gefa honum ákveðin skilaboð hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir hann ef hann heldur rétt á spilunum. Það eru efnilegir leikmenn víða. Tryggvi, línumaður á Selfossi svo ég nefni einhverja,“ sagði Guðmundur. „Það er fullt af góðum leikmönnum í þessari deild. Ég fylgist mjög vel með þessu og svo sjáum við bara til,“ sagði Guðmundur en er Olís deildin stór gluggi fyrir handboltamenn til að komast lengra. „Já, ég myndi hiklaust segja það. Auðvitað eru leikirnir mismunandi enda er styrkleiki liðanna mismunandi líka,“ sagði Guðmundur. „Kosturinn fyrir leikmennina sem eru hér á Íslandi er að þeir fá rosalega góðan skóla. Þeir þroskast fljótt sem handboltamenn. Það er oft vandamálið erlendis, til dæmist í Þýskalandi og víðar. Meira að segja í Danmörku ,“ sagði Guðmundur. „Þessir leikmenn þar fá ekki tækifæri. Þeir fá ekki svona stór tækifæri eins og þeir fá á Íslandi. Hér eru þeir að spila lykilhlutverk með sínum félagsliðum og þroskast mjög hratt þess vegna,“ sagði Guðmundur. Subway-deild karla Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Guðmundur nýtti sér Olís-deildar leikmenn á EM en hann kallaði sex leikmenn úr deildinni út til Búdapest. Leikmennirnir voru Björgvin Páll Gústavsson, Magnús Óli Magnússon, Þráinn Orri Jónsson, Darri Aronsson, Vignir Stefánsson og Dagur Gautason auk þeirra leikmanna í hópnum sem eru nýkomnir út í atvinnumennsku eftir góða frammistöðu í deildinni. Seinni bylgjan rifjaði upp það sem Guðmundur sagði fyrir mótið um hvort hann ætlaði að nota leikmenn úr Olís deildinni. Það sagði hann ætla að gera og stóð við það. Klippa: Seinni bylgjan: Olís deildin sem gluggi fyrir íslenska handboltamenn Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði landsliðsþjálfarann hvort það væri ekki gott fyrir hann að vera með Olís deildina svona sterka. „Að sjálfstöðu. Það er algjörlega frábært og það eru líka margir ungir leikmenn að koma upp. Þeir eiga eftir að stíga sín skref hvort sem það verður eftir eitt eða þrjú ár. Það virðist alltaf vera þannig að það eru að koma upp ungir og efnilegir leikmenn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Ef við tökum sem dæmi Einar Ólafsson úr Val. Þetta er gríðarlegt efni. Ég tók hann á æfingar í nóvember og það er til þess að gefa honum ákveðin skilaboð hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir hann ef hann heldur rétt á spilunum. Það eru efnilegir leikmenn víða. Tryggvi, línumaður á Selfossi svo ég nefni einhverja,“ sagði Guðmundur. „Það er fullt af góðum leikmönnum í þessari deild. Ég fylgist mjög vel með þessu og svo sjáum við bara til,“ sagði Guðmundur en er Olís deildin stór gluggi fyrir handboltamenn til að komast lengra. „Já, ég myndi hiklaust segja það. Auðvitað eru leikirnir mismunandi enda er styrkleiki liðanna mismunandi líka,“ sagði Guðmundur. „Kosturinn fyrir leikmennina sem eru hér á Íslandi er að þeir fá rosalega góðan skóla. Þeir þroskast fljótt sem handboltamenn. Það er oft vandamálið erlendis, til dæmist í Þýskalandi og víðar. Meira að segja í Danmörku ,“ sagði Guðmundur. „Þessir leikmenn þar fá ekki tækifæri. Þeir fá ekki svona stór tækifæri eins og þeir fá á Íslandi. Hér eru þeir að spila lykilhlutverk með sínum félagsliðum og þroskast mjög hratt þess vegna,“ sagði Guðmundur.
Subway-deild karla Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti