Aron var á sínum stað í byjunarliði heimamanna, en liðið komst yfir strax á fjórðu mínútu leiksins með marki frá Youssef Msakni.
Aaron Boupendza tvöfaldaði forytu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar af vítapunktinum og staðan því orðin 2-0 eftir aðeins 15 mínútna leik.
Gestirnir náðu þó að jafna metin fyrir hálfleik með mörkum frá Yazan Abdallah Alnaimat og Soufiane Bouftini og staðan því 2-2 þegar gengið var til búningsherbergja.
Það var svo Jose Pozo sem tryggði gestunum sigurinn með marki á 79. mínútu. Niðurstaðan varð því 3-2, gestunum í vil, en Aron og félagar sitja nú í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 18 leiki, þremur stigum meira en Al Ahli Doha sem situr í sjöunda sæti.