Finnur Freyr: Þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður Siggeir Ævarsson skrifar 10. febrúar 2022 22:49 Finnur Freyr Stefánsson var virkilega svekktur með tap sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr þjálfari Vals var auðsýnilega ósáttur með niðurstöðu leiksins og frammistöðu síns liðs, en hans menn hreinlega koðnuðu niður undir lokin eftir að hafa komist tíu stigum yfir. Valsmenn skoruðu aðeins sjö stig síðustu tíu mínúturnar eftir góða fyrstu þrjá leikhluta þar sem allt leit út fyrir að heimamenn myndu sigla sigri í höfn. „Þetta eru bara vonbrigði, að sjálfsögðu. Vonbrigði yfir því hvað við koðnuðum undan því og brugðumst illa við þegar að Stjörnumenn bættu í hörkuna.“ Kári Jónsson hafði varla klikkað úr skoti fyrir fjórða leikhlutann og var 7/7 í þristum en Stjarnan lokaði vel á hann undir lokin. „Hann fékk tvo fín skot hérna í fjórða en heilt yfir þá náðu þeir að koma okkur útúr okkar sóknarleik. Dekka okkur stíft upp allan völlinn og riðla þannig okkar leik. Það og þessir sjö töpuðu boltar í 4. leikhluta, þeir voru rándýrir.“ Og talandi um stífa vörn, þá var óvenju mikill munur á dæmdum villum í þessum leik. 20 villur á Val en aðeins 12 á Stjörnuna, þrátt fyrir að þeir væru að ganga nokkuð hart fram í vörninni. Finnur vildi þó alls ekki kennara dómurunum um þetta tap. „Þetta er hörkuflott þríeyki dómara sem dæmdi bara heilt yfir vel. Maður er kannski óánægður með einhverja tvo dóma en þegar maður kíkir á tölfræðiblaðið eftir leik þá er svolítið skrítið að sjá að við tökum að ég held 3 víti í leiknum meðan þeir taka 22. Svona miðað við hvað þeir spiluðu hart hérna í fjórða þá hefði kannski verið hægt að dæma eitthvað þar. En þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður undir pressunni, og þetta er það sem koma skal í þessari keppni. Ef við ætlum að fara að horfa á dómarana og finna þá sem sökudólga þegar okkur gengur illa þá kann það aldrei góðri lukku að stýra.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 74-78 | Stjarnan skaut sér upp að hlið Valsmanna Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur er liðið heimsótti Valsmenn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 74-78, en með sigrinum jafna Stjörnumenn Valsara að stigum í deildinni. 10. febrúar 2022 22:14 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
„Þetta eru bara vonbrigði, að sjálfsögðu. Vonbrigði yfir því hvað við koðnuðum undan því og brugðumst illa við þegar að Stjörnumenn bættu í hörkuna.“ Kári Jónsson hafði varla klikkað úr skoti fyrir fjórða leikhlutann og var 7/7 í þristum en Stjarnan lokaði vel á hann undir lokin. „Hann fékk tvo fín skot hérna í fjórða en heilt yfir þá náðu þeir að koma okkur útúr okkar sóknarleik. Dekka okkur stíft upp allan völlinn og riðla þannig okkar leik. Það og þessir sjö töpuðu boltar í 4. leikhluta, þeir voru rándýrir.“ Og talandi um stífa vörn, þá var óvenju mikill munur á dæmdum villum í þessum leik. 20 villur á Val en aðeins 12 á Stjörnuna, þrátt fyrir að þeir væru að ganga nokkuð hart fram í vörninni. Finnur vildi þó alls ekki kennara dómurunum um þetta tap. „Þetta er hörkuflott þríeyki dómara sem dæmdi bara heilt yfir vel. Maður er kannski óánægður með einhverja tvo dóma en þegar maður kíkir á tölfræðiblaðið eftir leik þá er svolítið skrítið að sjá að við tökum að ég held 3 víti í leiknum meðan þeir taka 22. Svona miðað við hvað þeir spiluðu hart hérna í fjórða þá hefði kannski verið hægt að dæma eitthvað þar. En þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður undir pressunni, og þetta er það sem koma skal í þessari keppni. Ef við ætlum að fara að horfa á dómarana og finna þá sem sökudólga þegar okkur gengur illa þá kann það aldrei góðri lukku að stýra.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 74-78 | Stjarnan skaut sér upp að hlið Valsmanna Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur er liðið heimsótti Valsmenn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 74-78, en með sigrinum jafna Stjörnumenn Valsara að stigum í deildinni. 10. febrúar 2022 22:14 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 74-78 | Stjarnan skaut sér upp að hlið Valsmanna Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur er liðið heimsótti Valsmenn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 74-78, en með sigrinum jafna Stjörnumenn Valsara að stigum í deildinni. 10. febrúar 2022 22:14
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum