Ráðherra vill friðmælast við leigubílstjóra Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2022 11:30 Einar Árnason leigubílsstjóri fékk fund með Sigurði Inga samgönguráðherra sem spurði hann hvort leigubílsstjórar myndu sætta sig við hið nýja frumvarp ef stöðvaskyldu væri haldið inni í lögunum, eftir sem áður. vísir/vilhelm/aðsend Einar Hafsteinn Árnason, formaður Fylkis sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum, átti fund með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra nýverið. Einar segir að ráðherra hafi gefið til kynna að hann myndi tala fyrir því að stöðvaskylda verði inni í nýju frumvarpi um leigubílaakstur. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verið þungt hljóð í leigubílsstjórum vegna nýs frumvarps sem gerbreytir öllum aðstæðum er varða leigubílaakstur. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa, sem er um 600 talsins og að stöðvaskylda verði afnumin. Þetta þýðir að hver sem, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, getur farið að keyra fólk gegn gjaldi. Í hinu nýja frumvarpi er litið til úrskurðar ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem segir að núverandi regluverk á Íslandi er varðar starfsemi leigubíla sé ótækt. Það virki eins og í kvótakerfinu; ef leigubílsstjóri fellur frá erfist leyfið. Fyrirhugaðar breytingar hafa hins vegar lagst afar illa í leigubílsstjóra svo vægt sé til orða tekið. Þeir hafa haldið því fram að þetta kippi fótum undan starfseminni. Leigubílsstjórar yrðu sáttari með stöðvaskylduna inni Frumvarpið hefur farið í gegnum umsagnarferli og bíður afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar hvar Vilhjálmur Árnason er formaður. Einar segir að Sigurður Ingi hafi spurt sig á téðum fundi hvort sátt næðist ef stöðvaskyldan yrði inni. Ráðherra vildi meina að lögin gerðu ráð fyrir því að svo gæti orðið. Og ef hann gæti gengið út frá því þá myndi hann tala fyrir því. Leigubílsstjórar hafa sagt að þeir sjái sína sæng uppreidda ef hin nýju lög, sem horfa mjög í frjálsræðisátt er varða leigubílaakstur, verða óbreytt að lögum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er eldri en tvævetur og veit að stjórnmálamenn segja oft það sem maður vill heyra,“ segir Einar. En hann segir að ef svo færi myndi það slá mjög á óánægju leigubílsstjóra; og hver vill eiga þá á fæti? Einar segir að í frumvarpinu eins og það líti út í dag sé öll ábyrgð sett á bílsstjóra, að skrá hvert er farið og með hvern. Þetta sé mikilvægt öryggisatriði. „Við vitum að Íslendingar eru ekki bestir í að skrá allt eftir sig. Stöðvarnar sjá um þetta í dag.“ Mikil vinna til að hafa laun uppúr akstrinum Einar telur að þó stöðvaskylda verði eftir sem áður í lögum þá breyti það ekki tilgangi hinnar nýju lagasetningar. „Stöðin getur heitið Parki eða Uber eða hvað sem helst. Þá þyrfti að sækja um stöðvaleyfi eða rekstrarleyfi eins og það heitir þar; og þær úthluta túrum.“ Sigurður Ingi var að sögn Einars jákvæður gagnvart því að stöðvaskyldunni verði haldið inni og þá sé mikið unnið gagnvart viðskiptavinum og öryggismálum. Og hann segir að leigubílsstjórar gætu sætt sig betur við frumvarpið ef stöðvaskyldunni yrði haldið inni. Leigubílsstjórar hafi haft af því áhyggjur að engin takmörk séu fyrir því hversu margir geti lagt fyrir sig leigubílaakstur. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þegar menn komast að því hversu mikið þarf að vinna til að hafa laun uppúr þessu, þá hætta þeir strax.“ Samgöngur Alþingi Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Langþreyttur á biðinni og sagði löggunni að sekta sig Sigtryggur A. Magnússon stöðvarstjóri segir sótt að leigubílsstjórum úr öllum áttum. 10. október 2020 07:00 Leigubílsstjórar í útrýmingarhættu Formaður Fylkis segir ástandið skelfilegt. 5. október 2020 12:00 Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Formaðurinn segir að tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. 14. júlí 2017 13:25 Leigubílsstjórar í útrýmingarhættu Formaður Fylkis segir ástandið skelfilegt. 5. október 2020 12:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verið þungt hljóð í leigubílsstjórum vegna nýs frumvarps sem gerbreytir öllum aðstæðum er varða leigubílaakstur. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa, sem er um 600 talsins og að stöðvaskylda verði afnumin. Þetta þýðir að hver sem, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, getur farið að keyra fólk gegn gjaldi. Í hinu nýja frumvarpi er litið til úrskurðar ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem segir að núverandi regluverk á Íslandi er varðar starfsemi leigubíla sé ótækt. Það virki eins og í kvótakerfinu; ef leigubílsstjóri fellur frá erfist leyfið. Fyrirhugaðar breytingar hafa hins vegar lagst afar illa í leigubílsstjóra svo vægt sé til orða tekið. Þeir hafa haldið því fram að þetta kippi fótum undan starfseminni. Leigubílsstjórar yrðu sáttari með stöðvaskylduna inni Frumvarpið hefur farið í gegnum umsagnarferli og bíður afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar hvar Vilhjálmur Árnason er formaður. Einar segir að Sigurður Ingi hafi spurt sig á téðum fundi hvort sátt næðist ef stöðvaskyldan yrði inni. Ráðherra vildi meina að lögin gerðu ráð fyrir því að svo gæti orðið. Og ef hann gæti gengið út frá því þá myndi hann tala fyrir því. Leigubílsstjórar hafa sagt að þeir sjái sína sæng uppreidda ef hin nýju lög, sem horfa mjög í frjálsræðisátt er varða leigubílaakstur, verða óbreytt að lögum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er eldri en tvævetur og veit að stjórnmálamenn segja oft það sem maður vill heyra,“ segir Einar. En hann segir að ef svo færi myndi það slá mjög á óánægju leigubílsstjóra; og hver vill eiga þá á fæti? Einar segir að í frumvarpinu eins og það líti út í dag sé öll ábyrgð sett á bílsstjóra, að skrá hvert er farið og með hvern. Þetta sé mikilvægt öryggisatriði. „Við vitum að Íslendingar eru ekki bestir í að skrá allt eftir sig. Stöðvarnar sjá um þetta í dag.“ Mikil vinna til að hafa laun uppúr akstrinum Einar telur að þó stöðvaskylda verði eftir sem áður í lögum þá breyti það ekki tilgangi hinnar nýju lagasetningar. „Stöðin getur heitið Parki eða Uber eða hvað sem helst. Þá þyrfti að sækja um stöðvaleyfi eða rekstrarleyfi eins og það heitir þar; og þær úthluta túrum.“ Sigurður Ingi var að sögn Einars jákvæður gagnvart því að stöðvaskyldunni verði haldið inni og þá sé mikið unnið gagnvart viðskiptavinum og öryggismálum. Og hann segir að leigubílsstjórar gætu sætt sig betur við frumvarpið ef stöðvaskyldunni yrði haldið inni. Leigubílsstjórar hafi haft af því áhyggjur að engin takmörk séu fyrir því hversu margir geti lagt fyrir sig leigubílaakstur. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þegar menn komast að því hversu mikið þarf að vinna til að hafa laun uppúr þessu, þá hætta þeir strax.“
Samgöngur Alþingi Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Langþreyttur á biðinni og sagði löggunni að sekta sig Sigtryggur A. Magnússon stöðvarstjóri segir sótt að leigubílsstjórum úr öllum áttum. 10. október 2020 07:00 Leigubílsstjórar í útrýmingarhættu Formaður Fylkis segir ástandið skelfilegt. 5. október 2020 12:00 Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Formaðurinn segir að tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. 14. júlí 2017 13:25 Leigubílsstjórar í útrýmingarhættu Formaður Fylkis segir ástandið skelfilegt. 5. október 2020 12:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Langþreyttur á biðinni og sagði löggunni að sekta sig Sigtryggur A. Magnússon stöðvarstjóri segir sótt að leigubílsstjórum úr öllum áttum. 10. október 2020 07:00
Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Formaðurinn segir að tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. 14. júlí 2017 13:25
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent