Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2022 14:26 Drífa Snædal, segir að Alþýðusamband Íslands hafi frá upphafi faraldursins varað við því að fyrirtæki geti misnotað ríkisstyrki ef þeir væru skilyrðislausir. Tilgangurinn með styrkjunum hafi ekki verið að ríkissjóður myndi greiða eigendum fyrirtækja arð. Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Á dögunum hafa fréttir verið sagðar af því að því að fyrirtækið Háspenna, sem er rekstraraðili spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands, hafi fengið 17 milljónir í lokunarstyrk árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins en greitt eigendum sínum út 12 milljónir í arð það sama ár. Ögmundur Jónason fyrrverandi ráðherra vakti á dögunum athygli á arðgreiðslum fyrirtækisins en hann hefur undanfarin ár verið óþreytandi við að gagnrýna fyrirkomulag spilakassa hér á landi. Alþýðusamband Íslands hefur frá upphafi faraldursins varað stjórnvöld við því að greiða út styrki til fyrirtækja vegna faraldursins án nokkurra skilyrða. „Til að koma í veg fyrir að almannafé, sem lak út úr ríkiskassanum stríðum straumi til fyrirtækja, væri ekki misnotað og að það færi á þá staði sem á þyrfti að halda og ekki í vasa fjármagnseigenda en það er alveg ljóst að það var tekin pólitísk ákvörðun að veita skilyrðislausa styrki, í einhverjum tilvikum, til fyrirtækja. Við sjáum afleiðingar af því núna. Ríkisstuðningur er að fara í arðgreiðslur en það var náttúrulega aldrei tilgangurinn. Við förum að sjálfsögðu fram á það að Ríkisendurskoðun fari í saumana á þessu.“ Drífa bendir á að sameiginlegir sjóðir standi undir velferð í landinu. Þegar verið sé að bruðla með þá sjóði komi það óhjákvæmilega niður á velferð allra. „Þetta er aðför að velferð og lífsgæðum fólks þegar farið er illa með opinbert fé“ Dæmi á borð við arðgreiðslur Háspennu eigi ekki að koma stjórnvöldum á óvart og séu fullkomlega fyrirsjáanleg. „Þarna hefur verið tekin pólitísk ákvörðun með opin augun um að skilyrða ekki ákveðna ríkisstyrki. Það mátti aldrei setja nein bönd á fjármagnið, aldrei nein bönd á fyrirtæki og almenningur mun súpa seyðið af því. Þetta eru ein af stóru pólitísku hagstjórnarmistökunum sem gerð voru í þessu ástandi“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. 18. janúar 2021 09:48 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Á dögunum hafa fréttir verið sagðar af því að því að fyrirtækið Háspenna, sem er rekstraraðili spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands, hafi fengið 17 milljónir í lokunarstyrk árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins en greitt eigendum sínum út 12 milljónir í arð það sama ár. Ögmundur Jónason fyrrverandi ráðherra vakti á dögunum athygli á arðgreiðslum fyrirtækisins en hann hefur undanfarin ár verið óþreytandi við að gagnrýna fyrirkomulag spilakassa hér á landi. Alþýðusamband Íslands hefur frá upphafi faraldursins varað stjórnvöld við því að greiða út styrki til fyrirtækja vegna faraldursins án nokkurra skilyrða. „Til að koma í veg fyrir að almannafé, sem lak út úr ríkiskassanum stríðum straumi til fyrirtækja, væri ekki misnotað og að það færi á þá staði sem á þyrfti að halda og ekki í vasa fjármagnseigenda en það er alveg ljóst að það var tekin pólitísk ákvörðun að veita skilyrðislausa styrki, í einhverjum tilvikum, til fyrirtækja. Við sjáum afleiðingar af því núna. Ríkisstuðningur er að fara í arðgreiðslur en það var náttúrulega aldrei tilgangurinn. Við förum að sjálfsögðu fram á það að Ríkisendurskoðun fari í saumana á þessu.“ Drífa bendir á að sameiginlegir sjóðir standi undir velferð í landinu. Þegar verið sé að bruðla með þá sjóði komi það óhjákvæmilega niður á velferð allra. „Þetta er aðför að velferð og lífsgæðum fólks þegar farið er illa með opinbert fé“ Dæmi á borð við arðgreiðslur Háspennu eigi ekki að koma stjórnvöldum á óvart og séu fullkomlega fyrirsjáanleg. „Þarna hefur verið tekin pólitísk ákvörðun með opin augun um að skilyrða ekki ákveðna ríkisstyrki. Það mátti aldrei setja nein bönd á fjármagnið, aldrei nein bönd á fyrirtæki og almenningur mun súpa seyðið af því. Þetta eru ein af stóru pólitísku hagstjórnarmistökunum sem gerð voru í þessu ástandi“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. 18. janúar 2021 09:48 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58
Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. 18. janúar 2021 09:48
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32