Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA/Þór 25-27 | Meistararnir stöðvuðu sigurgöngu Stjörnunnar Dagur Lárusson skrifar 12. febrúar 2022 18:51 KA/Þór vann góðan sigur gegn Stjörnunni í dag. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór fór með sigur af hólmi gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í dag er liðin mættust en lokatölur leiksins voru 25-27. Fyrir leikinn var KA/Þór í fjórða sæti deildarinnar með fimmtán stig á meðan Stjarnan var í sjötta sætinu með fjórtán stig. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og var ljóst strax í byrjun leiks að bæði lið voru mætt til þess að berjast. Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn allan tímann en það var yfirleitt Stjarnan sem náði forystunni með einu marki en KA/Þór jafnaði síðan í næstu sókn. Stærsti munurinn á liðunum í fyrri hálfleiknum var þegar Stjarnan komst í 14-12 undir lokin en þá skoruðu gestirnir tvö mörk í röð og jöfnuðu metin og staðan jöfn í hálfleiknum 14-14. Í seinni hálfleiknum var það KA/Þór sem byrjaði betur og þegar um tvær mínútur voru liðnar var liðið komið með þriggja marka forystu. Þessi forysta KA/Þórs átti eftir að vera mikilvæg þegar líða fór á leikinn því Stjarnan kom til baka en náði þó aldrei að jafna leikinn eftir þetta þrátt fyrir gríðarlega spennandi lokamínútur og sekúndur. Lokatölur 25-27 og KA/Þór því komið með sautján stig í deildinni.j Af hverju vann KA/Þór? Það var rosalega lítill munur á liðunum í dag, bæði lið mættu ákveðin til leiks og spiluðu góða vörn og sókn. KA/Þór gerði ef til vill aðeins færri mistök sóknarlega heldur en Stjarnan. Hverjar stóðu upp úr? Rut Jónsdóttir fór fyrir liði KA/Þórs í dag, hún skoraði níu mörk og var algjör klettur í vörninni. Elísabet Gunnarsdóttir var einnig frábær í liði Stjörnunnar. Hvað fór illa? Það er ekki mikið hægt að setja út á liðin í dag enda voru báðir þjálfarar sáttir með sitt lið í lok leiks. Ef maður þyrfti að velja eitthvað þá voru það nokkur mistök í sóknarleik Stjörnunnar undir lokin sem gerði það að verkum að KA/Þór náði að landa sigrinum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er í bikarnum gegn FH þann 17.febrúar en næsti leikur KA/Þórs er ekki fyrr en 23.febrúar þegar liðið tekur á móti ÍBV fyrir norðan. Hrannar Guðmundsson: Upp og áfram Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins þrátt fyrir tapið.Vísir/Hulda Margrét „Byrjunin á seinni hálfleiknum þar sem þær náði smá forystu var heldur dýr,” byrjaði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. Leikurinn var mjög jafn og var Hrannar sammála því að það var lítill munur á liðunum í dag. „Þessi forysta þeirra átti eftir að skipta sköpum en svo fá þær auðvitað fullt af vítum og ég er ekki viss um að öll þau víti hafi átt að fá að standa. En ég vil samt ekki vera með afsakanir, þær einfaldlega kláruðu þetta í dag og voru ótrúlega góðar,” hélt Hrannar áfram. Hrannar var sáttur með frammistöðu liðsins í leiknum. „Já, alveg hiklaust, við vorum ótrúlega góðar, bæði í vörn og sókn og við í rauninni klúðruðum þessu sjálfar.” Tapið í dag var það fyrsta hjá liðinu undir stjórn Hrannars en hann sagði að það væri mikivægt að hrósa stelpunum og segja að halda áfram á sömu braut. „Já ég ætla fara þarna inn og hrósa þeim fyrir flotta frammistöðu, eins og ég segi þá spiluðum við vel og við þurfum bara að halda áfram, upp, upp og áfram,” endaði Hrannar á að segja. Andri Snær: Mjög lítill munur á liðunum Anfri Snær var eðlilega sáttur með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét „Það var í rauninni mjög lítill munur á liðunum í þessum leik, Stjarnan var að leiða í fyrri hálfleiknum, en við vorum að leiða í seinni hálfleiknum,” byrjaði Andri Snær, þjálfari KA/Þórs, að segja eftir leik. „Varnarlega vorum við ekki góðar í fyrri hálfleik, Stjarnan spilaði vel og við vorum í smá basli. En í seinni hálfleiknum snérist þetta eiginlega við, þá vorum við komnar með frumkvæðið og vorum í raun klaufar að hafa ekki unnið stærri sigur þar sem við fórum illa með nokkur dauðafæri,” hélt Andri áfram. Eins og Andri nefnir þá var Stjarnan með frumkvæðið í fyrri hálfleiknum en KA/Þór í seinni en Andri sagði að í hálfleiknum hafi hann verið með nokkrar áherslubreytingar. „Við ræddum það að við þyrftum að sýna meiri þéttleika, við reyndum mismunandi varnarkerfi í fyrri hálfleik og það virkaði ekki. Síðan töluðum við líka um það að við þyrftum að sækja fleiri fríköst sem og við gerðum.” Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri
KA/Þór fór með sigur af hólmi gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í dag er liðin mættust en lokatölur leiksins voru 25-27. Fyrir leikinn var KA/Þór í fjórða sæti deildarinnar með fimmtán stig á meðan Stjarnan var í sjötta sætinu með fjórtán stig. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og var ljóst strax í byrjun leiks að bæði lið voru mætt til þess að berjast. Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn allan tímann en það var yfirleitt Stjarnan sem náði forystunni með einu marki en KA/Þór jafnaði síðan í næstu sókn. Stærsti munurinn á liðunum í fyrri hálfleiknum var þegar Stjarnan komst í 14-12 undir lokin en þá skoruðu gestirnir tvö mörk í röð og jöfnuðu metin og staðan jöfn í hálfleiknum 14-14. Í seinni hálfleiknum var það KA/Þór sem byrjaði betur og þegar um tvær mínútur voru liðnar var liðið komið með þriggja marka forystu. Þessi forysta KA/Þórs átti eftir að vera mikilvæg þegar líða fór á leikinn því Stjarnan kom til baka en náði þó aldrei að jafna leikinn eftir þetta þrátt fyrir gríðarlega spennandi lokamínútur og sekúndur. Lokatölur 25-27 og KA/Þór því komið með sautján stig í deildinni.j Af hverju vann KA/Þór? Það var rosalega lítill munur á liðunum í dag, bæði lið mættu ákveðin til leiks og spiluðu góða vörn og sókn. KA/Þór gerði ef til vill aðeins færri mistök sóknarlega heldur en Stjarnan. Hverjar stóðu upp úr? Rut Jónsdóttir fór fyrir liði KA/Þórs í dag, hún skoraði níu mörk og var algjör klettur í vörninni. Elísabet Gunnarsdóttir var einnig frábær í liði Stjörnunnar. Hvað fór illa? Það er ekki mikið hægt að setja út á liðin í dag enda voru báðir þjálfarar sáttir með sitt lið í lok leiks. Ef maður þyrfti að velja eitthvað þá voru það nokkur mistök í sóknarleik Stjörnunnar undir lokin sem gerði það að verkum að KA/Þór náði að landa sigrinum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er í bikarnum gegn FH þann 17.febrúar en næsti leikur KA/Þórs er ekki fyrr en 23.febrúar þegar liðið tekur á móti ÍBV fyrir norðan. Hrannar Guðmundsson: Upp og áfram Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins þrátt fyrir tapið.Vísir/Hulda Margrét „Byrjunin á seinni hálfleiknum þar sem þær náði smá forystu var heldur dýr,” byrjaði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. Leikurinn var mjög jafn og var Hrannar sammála því að það var lítill munur á liðunum í dag. „Þessi forysta þeirra átti eftir að skipta sköpum en svo fá þær auðvitað fullt af vítum og ég er ekki viss um að öll þau víti hafi átt að fá að standa. En ég vil samt ekki vera með afsakanir, þær einfaldlega kláruðu þetta í dag og voru ótrúlega góðar,” hélt Hrannar áfram. Hrannar var sáttur með frammistöðu liðsins í leiknum. „Já, alveg hiklaust, við vorum ótrúlega góðar, bæði í vörn og sókn og við í rauninni klúðruðum þessu sjálfar.” Tapið í dag var það fyrsta hjá liðinu undir stjórn Hrannars en hann sagði að það væri mikivægt að hrósa stelpunum og segja að halda áfram á sömu braut. „Já ég ætla fara þarna inn og hrósa þeim fyrir flotta frammistöðu, eins og ég segi þá spiluðum við vel og við þurfum bara að halda áfram, upp, upp og áfram,” endaði Hrannar á að segja. Andri Snær: Mjög lítill munur á liðunum Anfri Snær var eðlilega sáttur með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét „Það var í rauninni mjög lítill munur á liðunum í þessum leik, Stjarnan var að leiða í fyrri hálfleiknum, en við vorum að leiða í seinni hálfleiknum,” byrjaði Andri Snær, þjálfari KA/Þórs, að segja eftir leik. „Varnarlega vorum við ekki góðar í fyrri hálfleik, Stjarnan spilaði vel og við vorum í smá basli. En í seinni hálfleiknum snérist þetta eiginlega við, þá vorum við komnar með frumkvæðið og vorum í raun klaufar að hafa ekki unnið stærri sigur þar sem við fórum illa með nokkur dauðafæri,” hélt Andri áfram. Eins og Andri nefnir þá var Stjarnan með frumkvæðið í fyrri hálfleiknum en KA/Þór í seinni en Andri sagði að í hálfleiknum hafi hann verið með nokkrar áherslubreytingar. „Við ræddum það að við þyrftum að sýna meiri þéttleika, við reyndum mismunandi varnarkerfi í fyrri hálfleik og það virkaði ekki. Síðan töluðum við líka um það að við þyrftum að sækja fleiri fríköst sem og við gerðum.”
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti