Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-24| Fram hafði betur eftir hörkuleik Andri Már Eggertsson skrifar 12. febrúar 2022 20:26 vísir/hulda margrét Fram komst aftur á sigurbraut eftir sigur á Haukum í jöfnum leik. Fram spilaði góðan síðari hálfleik sem skilaði sér í eins marks sigri 23-24. Heimakonur í Haukum byrjuðu leikinn betur og tóku fyrsta frumkvæðið. Eftir fimm mínútna leik voru Haukar þremur mörkum yfir 5-2 og gott jafnvægi í liðinu. Gestirnir voru ekki langt á eftir og var Fram ekki lengi að jafna leikinn 5-5. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun þar sem bæði lið settu allt í sölurnar. Haukum tókst að gera tvö mörk í röð um miðjan fyrri hálfleik og héldu því forskoti þar til flautað var til hálfleiks. Undir lok fyrri hálfleiks voru heimakonur með þriggja marka forystu en Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar lítið var eftir sem skilaði sér í marki frá Perlu Ruth Albertsdóttur og var staðan 15-13 í hálfleik. Fram sýndi klærnar í síðari hálfleik og fór illa með heimakonur til að byrja með. Varnarleikur Fram var góður og tókst Haukum aðeins að skora eitt mark á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Fram refsaði heimakonum í sókn og komst tveimur mörkum yfir 16-18. Eftir dapra byrjun í seinni hálfleik tókst heimakonum að vinna sig betur inn í leikinn og minnkuðu forskot Fram niður í eitt mark þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Leikurinn var afar jafn og spennandi á lokamínútunum þar sem bæði lið gerðu sín mistök en Fram hafði betur og vann eins marks sigur 23-24. Af hverju vann Fram? Fram skoraði síðasta markið í fyrri hálfleik og byrjaði síðan síðari hálfleik af miklum krafti sem Haukar áttu engin svör við. Haukar gerðu tvö mörk á tæplega fimmtán mínútna kafla í seinni hálfleik og þá gekk Fram á lagið. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir var allt í öllu í sóknarleik Fram. Karen skapaði urmul af færum og gaf átta stoðsendingar. Karen klikkaði ekki á víti og skoraði fjögur mörk öll úr vítum. Hafdís Renötudóttir, markmaður Fram, hrökk í gang í síðari hálfleik og varði alls 13 skot. Hvað gekk illa? Hvernig Haukar byrjuðu seinni hálfleik gerði heimakonum erfitt fyrir. Haukar lentu þá í eltingaleik við Fram og fór mikil orka í að vinna þennan slæma kafla upp. Hvað gerist næst? Fram fær Stjörnuna í heimsókn miðvikudaginn 23. febrúar klukkan 18:00. Haukar fara norður laugardaginn 26. febrúar og mæta KA/Þór klukkan 16:00. Gunnar: Augljóst brot á Emmu Olsson undir lokin Gunnar Gunnarsson var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur með eins marks tap á heimavelli. „Fram spilaði vel í upphafi seinni hálfleiks, við skoruðum aðeins tvö mörk á tæplega fimmtán mínútum og komum okkur í erfiða stöðu.“ Gunnar var ósáttur með dómgæsluna undir lok leiks. „Ég er hrikalega ósáttur með nokkra dóma á lokasprettinum sem voru kol rangir á báðum endum vallarins.“ „Emma Olsson tók frákast á línunni vegna þess hún ýtti tveimur leikmönnum frá sér til að ná boltanum. Þetta var afar dýrt þar sem við vorum marki undir og á leiðinni í sókn.“ Gunnar var þrátt fyrir tap stoltur af sínu liði sem kom til baka eftir slæma byrjun í síðari hálfleik. „Ég var stoltur af stelpunum sem komu til baka og bjuggu til hörkuleik. Hefðum við verið aðeins klókari undir lokin hefðum við getað jafnað leikinn,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild kvenna Haukar Fram
Fram komst aftur á sigurbraut eftir sigur á Haukum í jöfnum leik. Fram spilaði góðan síðari hálfleik sem skilaði sér í eins marks sigri 23-24. Heimakonur í Haukum byrjuðu leikinn betur og tóku fyrsta frumkvæðið. Eftir fimm mínútna leik voru Haukar þremur mörkum yfir 5-2 og gott jafnvægi í liðinu. Gestirnir voru ekki langt á eftir og var Fram ekki lengi að jafna leikinn 5-5. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun þar sem bæði lið settu allt í sölurnar. Haukum tókst að gera tvö mörk í röð um miðjan fyrri hálfleik og héldu því forskoti þar til flautað var til hálfleiks. Undir lok fyrri hálfleiks voru heimakonur með þriggja marka forystu en Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar lítið var eftir sem skilaði sér í marki frá Perlu Ruth Albertsdóttur og var staðan 15-13 í hálfleik. Fram sýndi klærnar í síðari hálfleik og fór illa með heimakonur til að byrja með. Varnarleikur Fram var góður og tókst Haukum aðeins að skora eitt mark á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Fram refsaði heimakonum í sókn og komst tveimur mörkum yfir 16-18. Eftir dapra byrjun í seinni hálfleik tókst heimakonum að vinna sig betur inn í leikinn og minnkuðu forskot Fram niður í eitt mark þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Leikurinn var afar jafn og spennandi á lokamínútunum þar sem bæði lið gerðu sín mistök en Fram hafði betur og vann eins marks sigur 23-24. Af hverju vann Fram? Fram skoraði síðasta markið í fyrri hálfleik og byrjaði síðan síðari hálfleik af miklum krafti sem Haukar áttu engin svör við. Haukar gerðu tvö mörk á tæplega fimmtán mínútna kafla í seinni hálfleik og þá gekk Fram á lagið. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir var allt í öllu í sóknarleik Fram. Karen skapaði urmul af færum og gaf átta stoðsendingar. Karen klikkaði ekki á víti og skoraði fjögur mörk öll úr vítum. Hafdís Renötudóttir, markmaður Fram, hrökk í gang í síðari hálfleik og varði alls 13 skot. Hvað gekk illa? Hvernig Haukar byrjuðu seinni hálfleik gerði heimakonum erfitt fyrir. Haukar lentu þá í eltingaleik við Fram og fór mikil orka í að vinna þennan slæma kafla upp. Hvað gerist næst? Fram fær Stjörnuna í heimsókn miðvikudaginn 23. febrúar klukkan 18:00. Haukar fara norður laugardaginn 26. febrúar og mæta KA/Þór klukkan 16:00. Gunnar: Augljóst brot á Emmu Olsson undir lokin Gunnar Gunnarsson var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur með eins marks tap á heimavelli. „Fram spilaði vel í upphafi seinni hálfleiks, við skoruðum aðeins tvö mörk á tæplega fimmtán mínútum og komum okkur í erfiða stöðu.“ Gunnar var ósáttur með dómgæsluna undir lok leiks. „Ég er hrikalega ósáttur með nokkra dóma á lokasprettinum sem voru kol rangir á báðum endum vallarins.“ „Emma Olsson tók frákast á línunni vegna þess hún ýtti tveimur leikmönnum frá sér til að ná boltanum. Þetta var afar dýrt þar sem við vorum marki undir og á leiðinni í sókn.“ Gunnar var þrátt fyrir tap stoltur af sínu liði sem kom til baka eftir slæma byrjun í síðari hálfleik. „Ég var stoltur af stelpunum sem komu til baka og bjuggu til hörkuleik. Hefðum við verið aðeins klókari undir lokin hefðum við getað jafnað leikinn,“ sagði Gunnar að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti