Stjörnufans á fjömiðlatorgi Super Bowl Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2022 08:00 Íþróttahjónin Julie og Zach Ertz í viðtali. Julie er bandarískur landsliðsmaður í fótbolta og Zach leikmaður Arizona Cardinals. Vísir/Eiríkur Stefán Í aðdraganda Super Bowl, úrslitaleiks NFL-deildarinar, er miðdepill athyglinnar í ráðstefnuhöll Los Angeles. Alla vikuna hafa þar allir stærstu fjölmiðlar Bandaríkjanna – og reyndar þótt víðar væri leitað – haldið til og framleitt efni fyrir sína miðla. Þetta er ekki nýtt af nálinni og er raunar órjúfanlegur hluti af uppbyggingunni fyrir Super Bowl sem að öðrum ólöstuðum er stærsti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Þessi suðupottur fjölmiðla nefnist „Radio row.“ Á þessu torgi má finna margar helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna, sem og útvarpsstöðvar, vefmiðla og líka styrktaraðila. Á hverjum degi er ógrynni af efni framleitt – hvort sem er sjónvarps- og útvarpsþættir í beinni útsendingu eða hlaðvörp. Undirbúningur fyrir tökur á þætti Pat McAfee sem nýtur mikilla vinsælda. McAfee var lengi sparkari sjálfur með Indianapolis Colts.Vísir/Eiríkur Stefán Og stjörnunar láta sig ekki vanta. Hér er aragrúi bæði fyrrverandi og núverandi leikmanna úr NFL-deildinni sem ganga á milli bása og veita hvert viðtalið á fætur öðru. Fjölmiðlafulltrúar fylgja stjörnunum hvert fótmál og gæta þess að þeirra maður mætir á réttum tíma á réttan stað – auk þess að gæta þess að það sé örugglega enginn óviðkomandi að trufla þá. Þættirnir frá „Radio row“ eru því stjörnum prýddir. Áhuginn er líka gagnkvæmur því stjörnurnar hafa oftar en ekki áhuga á að koma sér á framfæri – mögulega að undirbúa sig fyrir starf í fjölmiðlum að leikmannaferlinum loknum. Meðfylgjandi eru myndir frá fjölmiðlatorgi Super Bowl í Los Angeles þetta árið. Vísir/Eiríkur Stefán Viðtöl út um allt.Vísir/Eiríkur Stefán Mikið um dýrðir.Vísir/Eiríkur Stefán Mikið um dýrðir.Vísir/Eiríkur Stefán Fjölmiðlatorg Ofurskálarinnar.Vísir/Eiríkur Stefán NFL Ofurskálin Tengdar fréttir „Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. 11. febrúar 2022 12:01 Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. 10. febrúar 2022 14:01 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira
Þetta er ekki nýtt af nálinni og er raunar órjúfanlegur hluti af uppbyggingunni fyrir Super Bowl sem að öðrum ólöstuðum er stærsti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Þessi suðupottur fjölmiðla nefnist „Radio row.“ Á þessu torgi má finna margar helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna, sem og útvarpsstöðvar, vefmiðla og líka styrktaraðila. Á hverjum degi er ógrynni af efni framleitt – hvort sem er sjónvarps- og útvarpsþættir í beinni útsendingu eða hlaðvörp. Undirbúningur fyrir tökur á þætti Pat McAfee sem nýtur mikilla vinsælda. McAfee var lengi sparkari sjálfur með Indianapolis Colts.Vísir/Eiríkur Stefán Og stjörnunar láta sig ekki vanta. Hér er aragrúi bæði fyrrverandi og núverandi leikmanna úr NFL-deildinni sem ganga á milli bása og veita hvert viðtalið á fætur öðru. Fjölmiðlafulltrúar fylgja stjörnunum hvert fótmál og gæta þess að þeirra maður mætir á réttum tíma á réttan stað – auk þess að gæta þess að það sé örugglega enginn óviðkomandi að trufla þá. Þættirnir frá „Radio row“ eru því stjörnum prýddir. Áhuginn er líka gagnkvæmur því stjörnurnar hafa oftar en ekki áhuga á að koma sér á framfæri – mögulega að undirbúa sig fyrir starf í fjölmiðlum að leikmannaferlinum loknum. Meðfylgjandi eru myndir frá fjölmiðlatorgi Super Bowl í Los Angeles þetta árið. Vísir/Eiríkur Stefán Viðtöl út um allt.Vísir/Eiríkur Stefán Mikið um dýrðir.Vísir/Eiríkur Stefán Mikið um dýrðir.Vísir/Eiríkur Stefán Fjölmiðlatorg Ofurskálarinnar.Vísir/Eiríkur Stefán
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir „Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. 11. febrúar 2022 12:01 Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. 10. febrúar 2022 14:01 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira
„Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. 11. febrúar 2022 12:01
Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. 10. febrúar 2022 14:01