Fangavarðaskólinn í fjarnámi – 26 nemendur í skólanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2022 14:06 Tuttugu og sex nemendur eru nú í Fangavarðaskólanum. Námið fer fram í fjarnámi, auk einnar viku í staðarlotu í verklegum æfingum í samstarfi við þjálfara Lögregluskólans.Í dag eru um 135 fangaverðir starfandi í fangelsum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og sex nemendur eru nú í Fangavarðaskólanum þar sem um þriðjungur þeirra eru konur. Námið fer fram í fjarnámi, auk einnar viku í staðarlotu í verklegum æfingum í samstarfi við þjálfara Lögregluskólans. Fangavörður segir starfið glettilega skemmtilegt og gefandi. Fangavarðaskólinn er í dag eingöngu rekinn sem fjarnámsskóli. Vegna þess hve fangavarðastéttin er fámenn er ekki haldinn skóli á hverju ári, heldur eftir þörfum. Vegna skorts á fangavörðum er skólinn starfræktur um þessar mundir með 26 nemendum en námið hófst 8. nóvember síðastliðinn og stendur til 25. maí í vor. Í skólanum eru eingöngu fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Um 30 prósent af núverandi nemendum eru konur, sem samsvarar hlutfallinu, sem er meðal starfsmanna í fangelsum landsins. En fangavarðastarfið, er það skemmtilegt starf? Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Já, það er nefnilega glettilega skemmtilegt að það er mjög gefandi að sjá þegar við getum sent frá okkur einstaklinga, sem hafa bætt sig og eru jafnvel orðnir fjölskyldumenn í dag, sem voru á mjög slæmum stað þegar þeir komu inn í fangelsin. Okkur þykir mjög vænt um það að sjá það að við erum að skila frá okkur góðri afurð, það má segja það þannig,“ segir Garðar. Eingöngu eru í skólanum fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Full starfsréttindi hljóta starfsmenn að lokinni útskrift frá skólanum. Núna eru 26 fangavarðarnemar við nám.Aðsend Garðar segir störf fangavarða mjög fjölbreytt. „Það er það, mjög skemmtilegt og gefandi, ég er að segja satt. Þú getur talað við hvaða fangavörð sem er því á öllum starfseiningum fangelsiskerfisins er góður starfsandi.“ Helstu greinar sem kenndar eru við Fangavarðaskólann eru: Skýrslugerð og öryggismál; Afbrotafræði; Lögfræði; Fangelsisfræði og siðræn málefni; Sálfræði og félagsráðgjöf; Tölvukerfi og skráningar. Auk áðurnefndra verklegra æfinga sem snúa að tökum, handjárnaæfingum, þvingunarbúnaði og öðru sem stundum þarf að grípa til í samskiptum við erfiða einstaklinga.Guðmundur Gíslason er skólastjóri Fangavarðaskólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðar Svansson, fangavörður og trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands, sem mælir 100 prósent með starfi fangavarða, enda sé það skemmtilegt og gefandi starf.Aðsend Fangelsismál Skóla - og menntamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Fangavarðaskólinn er í dag eingöngu rekinn sem fjarnámsskóli. Vegna þess hve fangavarðastéttin er fámenn er ekki haldinn skóli á hverju ári, heldur eftir þörfum. Vegna skorts á fangavörðum er skólinn starfræktur um þessar mundir með 26 nemendum en námið hófst 8. nóvember síðastliðinn og stendur til 25. maí í vor. Í skólanum eru eingöngu fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Um 30 prósent af núverandi nemendum eru konur, sem samsvarar hlutfallinu, sem er meðal starfsmanna í fangelsum landsins. En fangavarðastarfið, er það skemmtilegt starf? Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Já, það er nefnilega glettilega skemmtilegt að það er mjög gefandi að sjá þegar við getum sent frá okkur einstaklinga, sem hafa bætt sig og eru jafnvel orðnir fjölskyldumenn í dag, sem voru á mjög slæmum stað þegar þeir komu inn í fangelsin. Okkur þykir mjög vænt um það að sjá það að við erum að skila frá okkur góðri afurð, það má segja það þannig,“ segir Garðar. Eingöngu eru í skólanum fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Full starfsréttindi hljóta starfsmenn að lokinni útskrift frá skólanum. Núna eru 26 fangavarðarnemar við nám.Aðsend Garðar segir störf fangavarða mjög fjölbreytt. „Það er það, mjög skemmtilegt og gefandi, ég er að segja satt. Þú getur talað við hvaða fangavörð sem er því á öllum starfseiningum fangelsiskerfisins er góður starfsandi.“ Helstu greinar sem kenndar eru við Fangavarðaskólann eru: Skýrslugerð og öryggismál; Afbrotafræði; Lögfræði; Fangelsisfræði og siðræn málefni; Sálfræði og félagsráðgjöf; Tölvukerfi og skráningar. Auk áðurnefndra verklegra æfinga sem snúa að tökum, handjárnaæfingum, þvingunarbúnaði og öðru sem stundum þarf að grípa til í samskiptum við erfiða einstaklinga.Guðmundur Gíslason er skólastjóri Fangavarðaskólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðar Svansson, fangavörður og trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands, sem mælir 100 prósent með starfi fangavarða, enda sé það skemmtilegt og gefandi starf.Aðsend
Fangelsismál Skóla - og menntamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira